Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.11.1932, Qupperneq 30

Bjarmi - 01.11.1932, Qupperneq 30
190 B J ARMI mál og dó í fyrra í hárri elli. Bókin er fróð- leg og »uppbyggileg.« Vardi Ljus 41. árg., verð í bandi 2,50 og Frlde- borg 66 árg., verð i bandi 2,50. Flytja margar góðar frásögur um trúmálastarfsmenn sænska. Lutlierstiftelsen í Osló gaf út Jiessar bækur m. a.: Kirkens íuestersungerc, eftir Karen Kamp- asar Kingós, Brorsons og Grundtvigs, læsilegt mjög þeim, er sálmaskáldskap unna. Lunde, biskup i Oslo, ritar formálann og á eftir ritar frú Botner prýðilega grein um sr. Stórjóhann, sem bókin er tileinkuð. En aðalbók- in er um sálma Lúters, Páls Gerhardts, Thom- mann Botner, 264 bls., v. 4,85 kr. Daglig fornöjelse, húslestrarbók fyrir allt ár- ið eftir dr. O Hallesby, 402 bls. Ágæt bók, sem vafalaust verður lesin mikið og lengi um Norð- urlönd. Nye Barnepi'íekener, eftir Johann Lunde, 140 bls., verð 5,50 kr. (Lutherstiftelsens Forlag). Barnaræður »barnabiskupsins i Osló sem Bjarmi gat um 1931 urðu svo vinsælar, að nú er komið út nýtt ræðusafn frá honum. Bókin er í stóru broti, ræðurnar 27, myndir margar og fjöldi af smásögum i ræðum, allt við barnahæfi. Þótl fá íslensk börn skilji norskuna, eiga bæði ræðu- söfnin erindi til allra þeirra, sern leitast við að leiðbeina börnum til Krists — og geta lesiö norsku. Sama forlag hefir gefið út í vetur þessar skáld- sögur, allar kristilegar: Nils Weed: Firklöveret i>au Hindiiya, 140 bls. verð 2,50. Stein skriver: Et Barn er lodt, 224 bls. með myndum, verð 5,25. Anders Kvellestad: Inntil tusen ledd, 250 bls. verð 4,50. Emelie Schelbred: Sæd som spirer, 192 bls. 3,50. Ingrid Lang: Björg og Stein, 190 bls. verð 3,00 Einar Berg: Tömmcrleircn, saga frá Kanada, 124 bls., verð 2,50 kr. Peder Mannsverk: Fast grunn, 170 bls., verð 3,26. Rigmor Werner: Kampen for lykken, 248 bls. verð 4,50. Olav Rudi: Fjcllsönner, 130 bls., 2,60 Kr. Björnstad: Ole Krankar og andre barne- fortellinger, 14 góðar smásögur (100 bls.), 2,00 Nina M. Leganger: líarn og dyr, 15 smásögur um börn og dýr, 124 bls., 2,25. Ella Holm: Höierc enn eders ’tankei', 164 bls. verð 3,25. E. Aagaard: Kvinnen fra Cutta, 140 bls., 3,00. Bj. Engelstad: Söster Eline, 154 bls. verð 3,00: Sunnudagaskólaþing. Suður-Ameríka er oft nefnd »vanrækta álfan« þegar rætt er um evangel. trúboð. Þjóðir þeirrar álfu eru að nafninu til rómversk kaþólskar, e.i kristindómur kvað Jiar vera furðu lítill. Alþýða full hjátrúar og hálfheiðinna hindurvitna, en mentamenn margir trúlausir og áöndverðum meið við kirkjuna, enda ríki og kirkja þar víð- ast skilin með lítilli bllðu. -— Evangalískir söfn- uðir eru hjer og hvar, en áhrifalitlir og hafa þó stuðning nokkurn frá Bandaríkjum. Evangal- Isk alþjóðafjelög hafa lltinn liðsstyrk þar syðra enda þykja þau hafa vanrækt útbreiðslustarf Jiar. — Vakti það Jrví atþygli um öll kristin lönd að aljijóðþing sunnudagaskólanna (11 í röðinni) skyldi boðað »suður i Brasílíu« á liðnu sumri. Það tókst samt ágætlega. Þingið var haldið í Rio de Janeiro og stóð vikutíma seint í júlf. 1619 fulltrúar frá 33 þjóðum sóttu þingið. Var um helmingur frá Suður-Ameríku eða gátu m. k. talað spönsku eða portúgölsku. 2—10 þúsundir sóttu fyrirlestra fundarmanna. Og tókst þing- ið ágætlega. Gjafir til kristniboðs síðan í ágúst: Biblíulestr- arkonur á Akranesi 30 kr. Jónína I Hrísdal 10 kr. Áheit 15 kr. afhent af sama X 100 kr. Kven- fjelag Reykdæla 35 kr. G. H. Sf. 200 kr. Sra M. Bj. 10 kr. R. St. Bolv 10 kr. ónefnd kona 12 kr. Lilja Sf. 10 kr., S. T. Sf. 5 kr. Kven- fjelag á Akranesi 80 kr. Bestu þakkir. Útgefandi: S. Á. Gíslason. Prentsmiðja Jóns Helgasonar. ✓

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.