Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.01.1933, Qupperneq 3

Bjarmi - 01.01.1933, Qupperneq 3
XXVII. árg. Reykjavík, 1,—15. jan. 1933. 1.—2. tbl. Til Bjarma. Áfram bjarti Bjarmi, birtu Ijósið sanna; sviftu huga harmi, hreinsa sálir manna. Eldinn helga á arni aldrei slokkna láttu. Lýsa, breysku barni braut til himins áttu. Styrktu aldna’ og unga, e'fldu sanna menning. Dáðleysi og drunga, deyfð og villukenning brehdu upp til agna, eyddu hverskyns spilling. Sannleik helgra sagna sýndu, — og vonafylling. Kristur!, ijósið lýða, lát þinn bjarmann skœra boðskap þinn hinn blíða börnum landsins fcera. Verðu’ oss villu’ og hrakning, vermdu sjerhvert hjarta. Send oss vor og vakning, von og trúna bjarta. S. H. Framtíðarhorfur, erindi flutt á sóknarnefndafundi haustið 1932 af ritstjóra Bjarma. Fyrir rúmum 100 árum kom amerískur kristniboði heim til lands síns eftir 14 ára starf á Austur-Indlandi. Á aðalfundi fjel- agsins, sem studdi hann, skýrði hann frá minningum sínum, og- þær voru flestar daprar. Hann hafði ætlað sjer að hefja kristni- boð á Vestur-Indlandi, og orðið áður en hann fór hvatamaður að stofnun fyrsta kristniboðsfjelagi Bandaríkja (American Board«). En þegar hann og' kona hans komu til Kalkútta árið 1812, vísaði enska verslunarfjelagið þeim úr landi. Pað vildi ekkert kristniboð, bjóst við að það mundi spilla verslunargróðanum! Adorinam Jud- son og Anna Hasseltine urðu að snúa við, þó ekki alla leið heim til Ameríku. Þau staðnæmdust á eyjunni Mauritíus í Ind- landshafi og komust þaðan misseri siðar (vorið 1813) til Austur-Indlands og hófu kristniboð í Birma. Eftir 6 ára starf sáu þau fyrstu uppskeru þess. — Var þá einn maður innlendur skírður. — Og þegar of- urlítið fór að ganga betur, lenti Birma í ófriði við Eng'lendinga (1824) og vörpuðu þá heiðingjar Júdson í fangelsi og þar

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.