Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1933, Síða 5

Bjarmi - 01.01.1933, Síða 5
BJARMI 3 ara sje vikið frá kennslustarfi fyrir þá sök eina, að hann er ákveðinn trúmaður og líklegur til að hal'a góð áhrif á skóla- pilta. Vita allir kunnugir, að ekki var önnur orsök þess, að sr. Friðrik Friðriks- sbn missti kennslustörf við menntaskólann og trúarbragðakennsla falin Einari Magn- ússyni, aðalmanni Strauma sálugu, og af- arólíkum sr. Fr. Fr. í einu sem öðru. Fyrverandi Straumaritstjóri og únítara- prestur frá Ameríku er nýsettur skóla- stjóri við Reykjaskólann, og annar Straumaútgefandi skólastjóri í Reykholti. Eiðaskóla stýrir aðalmaður guðspekinnar hjerlendis, og verulegur misbrestur er á trúarlegum skilningi við Laugaskólann, úr því að kennari þar kallar kross Krists »merki vesalmennskunnar« í ræðu, sem hann flutti liðið vor við skólauppsögn og síðan er prentuð athugasemdalaust í árs- riti skólans. Víða um land er kvartað um, að krist- indómskennsla barnakennara sje verri en eng'in. Að vísu er ekkert aðfinnsluvert um marga barnakennara í því tilliti, og sum- ir þeirra eru manna fúsastir til að efla lifandi kristindóm. En hitt eru sorgleg sannindi, að kommúnistar hafa náð tök- um á ýmsum ungum kennurum og hafa þeir og sumir eldri vinir þeirra mvndað harðsnúna »klíku«, sem mikið lætur til sín taka, m. k. í Reykjavík, og flest í öfuga átt við það, sem kristindómsvinir mundu kjósa. Þá er og bent á, að fermingarundirbún- ingur sje harla lítill hjá mörgum prest- um, - og aðalorsökin sje sumpart erfiö aðstaða, óhæfilegar vegalengdir eða of mikið annríki og sumpart, og ef til vil\ öllu fremur, áhugaleysi prestanna sjálfra og hirðuleysi um lúterska trú. Sálgæslan sama og' eng'in hjá meiri hluta presta, og eftirlit kirkjustjórnar ekkert um trú þeirra og líferni, en ýms smásmygli um húsabyg'gingar og' slátt á þrætulandi eins og' dæmin sýna. Þá sje ekki mikið um ábyrgðartilfinn- ingu safnaðanna, segja menn. Að vísu sje þar ekki neinni kærleiksblæju varpao yfir ávirðingar presta, — en svo er látið sitja við baktalið eitt, hvað sem á geng- ur. Þess eru dæmi, að þegar ferðamaður spyr: »Hvernig stendur á, að þið hjer í söfnuðinum kvartið ekki, þegar prestur- inn ykkar boðar ykkur tómt trúleysi og' kommúnisma?«, að þá er svarað úr fremstu röð safnaðarins: »Oss kemur það ekkert við, Vjer erum steinhætt að hlusta á hann. Það er sannarlega hlutverk bisk- upsins, en ekki vort, að rekast 'í guðleysi prestsins!« Fyrir 35 árum spurði sóknarnefnd á Norðurlandi mig að, bvort það væri ekki presturinn, sem ætti að borga kirkju- organleikara, »þetta er hvort sem er allt gjört fyrir prestinn,« var bætt við. — Nú virðast sumir halda, »að þetta sje allt gjört fyrir biskupinn«!------- Þótt aðkomnar andastefnur, svo sem aldamótaguðfræðin, andatrú og guðspeki sjeu ekki jafnháværar nú og þær voru fyrir 10 til 15 árum, fer því fjarri, að áhrif þeirra sjeu horfin, segja ýmsir. Þorri þess fólks, sem gekk þeim á hönd, hefur að vísu komist að raun um, að þess- ar stefnur lofuðu meiru en þær gátu efnt, en við þau vonbrigði hefir sett að fólk- inu kaldlynt trúmála-kæruleysi, blandað hjátrú og hugarórum, — og hvergi erfið- ara en í þeim hóp, að fá menn til að sjá, að þeir þurfi nokkurs frelsara frá synd. Sem sýnishorn þessara skoðana, leyfi jeg mjer að birta dálítinn brjefkafla úr brjefi t'rá merkum manni í Húnavatnssýslu, skrifaðan 27. sept. s. 1. Hann segir: En þrátt fyrir hinar margiofuðu framfarir í landinu, fer trúarlífinu ekki fram. Nú er (líkl. víðar) svo, að kirkjuferðir eru að leggj- ast niður og húslestrar á heiniilum sömuleiðis. Börnin alast svo upp, að þau heyra örsjaldan farið með Guðs orð. Passíusálmarnir eru hinu yngra fólki sem lokuð bók. Ýmiskonar hjátrúar-

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.