Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.01.1933, Page 10

Bjarmi - 01.01.1933, Page 10
8 BJARMI Gamlar minningar. Fyrsta minning mín um sr. Gisla Ein- arsson og frú Vigdísi Pálsdóttur er eitt- hvað 38 ára gömul. Skólapiltahópur var að fara norður. Veðrið var fagurt og lund- in svo ljett, að allt varð að leik og skemmt- un sem fyrir bar, eins og oft endranær, þegar skólapiltar voru í 5 til 7 daga ferða- lagi heim eða heiman — vor og haust. Norðurá var stundum óþæg við oss.. — En ófærar ár voru líka til skemmtunar, því að þá varð ferðin sögulegri! I þetta sinn var hún fremur lítil, er. samt tókst einum eða tveimur í hópnum að sundríða eina kvíslina fyrir utan og neðan Hvamm í Norðurárdal. Auðvitað var það besta skemmtun fyrir hina og ekki hlífst við að segja prestshjónunum í Hvammi frá því, hvað »sundmönnunum« væri sýnt um að velja vöð. Svo var gals- inn mikill hjá skólapiltum í þetta sinn, að þegar vjer vorum sestir við kaffiborð í gestastofunni, og einn, sem nú er rosk- inn og ráðsettur mjög eins og vjer hinir —, stóð upp til að ná í fleiri kök- ur, þá kipti sessunautur hans stólnum frá honum, svo hann settist flötum beinum á gólfið og misti bæði bollann, kaff- ið og kökurnar. Alvörusvip brá fyrir hjá oss, sem kom í hug, að þetta væri ekki beinlínis kurteis- leg framkoma á prestssetri, en þegar prestshjónin brostu góðlát- lega að »piltunum«, þá hlógum vjer allir. Og sögðum hver við annan á eftir: »Þetta eru reglu- lega skemtileg prestshjón. Hjer verðum vjei' að gista í haust á suðurleið.« -- Seinna kom jeg oft að Hvammi og get um það borið af sjón og reynd, að þar mættu feröamenn fádæmri alúð og gestrisni, og al- drei var tekið eyrisvirði fyrir, enda þótt umferð væri mikil, haust og vor, efnin væru smá og börnin mörg. Jeg skildi það ekki þá eða hugsaði ekki um það, hve erfitt það hefir hlotið að vera fyr- ir húsmóður með stóran barna- hóp, að taka á móti mörgum næt- urgestum og það stundum eft- ir háttatíma. — En prýðilega fórst frú Vigdísi það allt og ferðaíolk bauð hún velkomið, alveg eins og það væri sjerstakur greiði heimilinu, að það kæmi þangað. Má þá nærri geta, hvernig sóknarbörnum var tekið. Enda voru þau hjónin vinsæl mjög og almennt saknað, er þau fluttust árið 1911 að Stafholti, eftir 23 ára dvöl í Hvammi. Jeg kom aldrei til þeirra að Stafholti, en efast ekkert um, að sami hlýleikinn hafi fylgt þeim og dafnað þar sem í Hvammi, Prófastshjónin í Stafholii.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.