Bjarmi - 01.01.1933, Page 12
10
BJARMI
Framhaíd frá hls. 7.
in andmæli um allt land gegn í'ækkun
presta, eins og árið 1932; — hefir þó
fækkun presta verið á dagskrá fyrri en
nú, og þá mætt ótrúlegu afskiftaleysi
»kirkjuvina«.
Þeir, sem kvarta um, hvað sjálfboða-
starf að kristindómsmálum sje lítið nii,
ættu að íhuga, að í því efni hefir þó orð-
ið afar mikil breyting, frá því sem áður
var, og öll til bóta.
Sunnudagaskólar komu fyrst. Jón Helga-
son, núv. biskup, stofnaði fyrsta sunnu-
dagaskóla íslands, í Reykjavík haustið
1892, og fjekk aðstoð nokkurra guðfræðis-
stúdenta og kandidata. Veturinn eftir
veitti Bjarni Símonarson, síðar á Brjáns-
læk, skólanum forstöðu. Eftir það og fram
um aldamót breyttist hann í barnaguðs-
þjónustur, sem prestaskólamenn önnuðust
að mestu leyti. Árið 1903 stofnaði Kn.
Zimsen, fyrv. borgarstjóri, sunnudaga-
skóla K.F.U.M. og hefir stýrt honum síð-
an. Lengi vel var þetta eini sunnudaga-
skólinn innan þjóðkirkjunnar. En nú eru
reglubundnar barnaguðsþjónustur og
sunnudagaskólar á 10 stöðum, sjálfboða-
liðar við það starf um 60 og börnin um
2000, og auk þess hjá Hjálpræðishernum
á 8 stöðum, — starfsfólk 35 og börnin 600.
Árið 1900 var Kristileg’t unglingafjelag
norður í Vatnsdal og K.F.U.M. nýstofn-
að í Reykjavík með fermingardrengjum,
en ekkert annað kristilegt fjelag á land-
inu. —- Kristilegt stúdentafjelag hafði ver-
ið stofnað árið 1898, en dó rúmlega árs-
gamalt. Þjóðkunnugt er, hvernig K.
F.U.M. og K. hefir þroskast siðan um
aldamót.
Pá var ekkert kristniboðsf jelag, og
kristniboðar höfðu ekki sjest hjerlendis
um 900 ár. Nú eru kristniboðsfjelögin
orðin 7, og' launa íslenzkan kristniboða í
Kína og styðja annan Islending til náms
á kristniboðsskóla.
Þá var ekkert unnið að sjerstöku kristi-
legu starfi meðal sjómanna (»sjómanna-
missión«). Síðustu 10 árin hefir fastur
starfsmaður verið við það starf í Reykja-
vík, og nokkru skemur verið unnið að því
í Vestmannaeyjum og Siglufirði.
Þá fór enginn leikprjedikari um land-
ið, nema Lárus Jóhannsson, en nú eru
þeir orðnir margir, bæði leikir og lærðir,
sem fara þær ferðir við og við, og’ síð-
ustu árin sjerstakt heimatrúboð leik-
manna í Reykjavík.
Þá var sýnódus ærið fátækleg samkoma
oftast nær, stóð stundum ekki nema part
úr degi með 10 eða 12 prestum, og engir
aðrir almennir prestafundir, nema norð-
anlands við og við. Nú er það allt gjör-
breytt. Prestastefnan fjölmenn í 3 daga,
og árlegir prestafundir um land allt að
heita má. Auk þess nú í 7 ár búið að halda
alm. fundi sóknarnefnda og’ presta í Rvík,
og kristniboðsfjelög’in farin að halda þing
annaðhvert ár.
Þá var ekkert samkomuhús í höfuð-
staðnum sjerstaklega ætlað kristilegu
sjálfboðastarfi þjóðkirkjufólks. Nú eru
þau 2, og í 3 öðrum samkomuhúsum kristi-
legai’ samkomur að staðaldri. K.F.U.M.-
hús eru og nú í Hafnarfirði og Vest-
mannaeyjum, og’ kristniboðsfjelag á Ak-
ureyri að undirbúa húsbyggingu
Þá komu út aðeins 2 kirkjuleg mánað-
arblöð, nú koma út 3 ársrit og ein 4 viku-
eða hálfsmánaðarblöð kristileg, auk 4
kristilegra mánaðarblaða utan lúterskrar
kirkju.
Þá var kirkjusálmabókin og Barnasálm-
ar sr. Valdimars Briems einu bækurnar,
sem nota mátti við sjálfboðastarfið. Nú
eru þær sálmabækur orðnar margar, og
komu út 4 í fyrra.
Þá var allt skipulagt líknarstarf harla
lítið, og varla aðrar líknarstofnanir en fá-
tækleg sjúkrahús í stærstu kaupstöðum.
Nú eru sjúkrahúsin mörg og sum stór og
vönduð, 2 barnahæli árið um kring, 2
sumarhæli, 1 dagheimili fyrir börn, og 3