Bjarmi - 01.02.1933, Page 1
XXVII. árg.
Reykjavík, 1.—15. febr. 1933.
Prá skepnunnar.
Barnaprjedikun eftir Johan Lunde, biskup
í Osló.
Texti: Þró skepnunnar bíður
eftir opinberun Guðs barna.
Róm. 8, 19.
Jeg ætla að skýra ofurlítið fyrir ykkur
ritningarorð, sem þið hafið máske aldrei
heyrt áður. En þið skuluð sanna, að einn-
ig það orð Guðs hefir mikinn lærdóm að
færa okkur. Það er svohljóðandi:
Þrá skepnunar bíður eftir opinberun
Guðs barna.
Ykkur finst það máske undarlegt. -
»Skepnan«, sem hjer er átt við, er allt,
sem Guð hefir skapað: trjen í skóginum,
blómin í haganum, fuglarnir í Joftinu, dýr-
in og alt annað umhverfis okkur.
Það er þá eitthvað, sem allt þetta þráir
og bíður eftir. Auðvitað veit það ekki sjálft
hvað það er. En Guð veit það, og hann
vill líka að við vitum það.
En hvað skyldi það þá vera, sem öll
skepnán þráir og bíður eftir? Þið verð-
ið víst hissa, þegar jeg nú segi ykkur það.
Skepnan þráir frelsara;
hún bíður — eins og við eftir Jesú.
Hún bíður hans ekki til að frelsa sig; sjálf
þarfnast hún ekki frelsara.
| 3.-4. tbl.
Hún þráir og bíður þess, að við menn-
irnir verðum Guðs börn, því að þá förum
við vel með allt hið skapaða, eins og Guð
ætlast til. Á þennan hátt nýtur þá skepn-
an góðs af því hjálpræði, sem Jesús hef-
ir afrekað okkur. Og þess vegna getur
Biblían sagt þetta, að skepnan þrái og
bíði eftir opinberun Guðs barna.
Og nú skal jeg sanna ykkur þetta með
nokkrum dæmum.
Guð vill ekki að við ónýtum það, sem
hann hefir skapað, heldur á það að vera
okkur til gagns og gleði.
Hópur barna var á leið út í berjamó.
Við veginn uxu langar raðir af undur
fögrum jurtum; háir leggir með silfur-
hvítum blómum teygðu sig upp móti sól
og himni.
En hvað haldið þið að einn drengurinn
hafi gert? Hann fær sjer lurk og slær
blómin niður, hvert á fætur öðru, eins og
það væri eitthvert afreksverk, sem hann
var að vinna.
Hirtingu hefði hann átt skilið að fá,
því það var ljótt verk og s.vndsamlegt,
sem hann vann. bæði gagnvart Guði og
blómunum.
Haldið þið að Jesús vilji að við förum
þannig með hin indælu blóm Guðs?
En þegar þú á fögrum sumardegi geng-
ur út í haga, þar sem brekkurnar eru