Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.02.1933, Side 2

Bjarmi - 01.02.1933, Side 2
18 BJARMI þaktar indælustu blómum, brosa þau til þín og segja: »Þjer er velkomið að eiga okkur, ef þú ætlar að búa til blómvönd handa mömmu þinni eða einhverjum sjúkl- ingi. En að granda okkur til engra nota — það máttu ekki.« Allt hið fagra, sem Guð hefir skapað, er okkur gefið til að gleðjast við það, en ekki til að ónýta það. Það er skemdar-fýsnin, sem Jesús vill uppræta hjá okkur, og þá fyrst og fremst gagnvart öllu sem lifir. Vertu góður við allt, sem lifir, segir Jesús, bæði dýr og jurtir. Hugsaðu um litlu söngfuglana. Er það ekki skammarlegt, að nokkur skuli geta fengið af sjer að granda þessum smáu vinum, sem fylla allt umhverfi okkar með sínum indæla söng? En þó er þetta mjög svo algengt. Hreiðrin þeirra fá ekki að vera í friði, og þeir sjálfir ekki heldur. Svei attan! Á trjágrein úti í garðinum situr lítill söngfugl. Hann er nýkominn frá hreiðr- inu, þar sem hann var að fara með mat til móðurinnar, sem annast eggin svo dyggilega. Og nú situr hann þarna svo sæll í sólskininu og fyllir loftið með gleði- söng. En þá kemur stálpaður strákur út í garðinn og 1 eldur á boga. Hann sjer fugl- inn og hugsar með sjer: »Þarna er svei mjer tækifæri til að reyna nýja bogann.« Og svo laumast hann nær og skýtur. Odd- hvöss orin þýtur af boganum, en nær ekki alla leið. »Jeg verð að komast miklu nær,« segir hann við sjálfan sig. Mjer er sem jeg sjái hve meinfús hann er; það er eins og augun ætli út úr höfðinu á honum, er hann læðist áfram, e.ns og köttur. Svo leggur hann ör á streng og skýtur. Fugl- inn þagnar í sama bili, örin rifur fjöð- ur úr stjeli hans, og hann ílýg, r burtu óttasleginn. »Þar skall hurð nærri hælum,« segir strákurinn; »en næst skal jeg hitta betur.« Hann hugsar ekkert um það, hve ljótt og syndsamlegt það er, að ætla sjer að drepa saklausan og glaðan söngvara Guðs. Það hefði átt að flengja hann! Verið góð við smáfuglana, segir Jesús; það eru góðir vinir, sem Guð gefur okk- ur til gleði og ánægju. Á hverjum morgni sje jeg gamlan manr ganga fram hjá glugganum mínum. Hann leggur leið sína út á barnaleikvöllinn og stráir fæðu handa fuglunum, sem safn- ast þar saman. — Mjer er farið að þykja, svo vænt um hann. Verið góð við fuglana og öll dýrin! Þau eru sköpuð af Guði og gefin okkur til gagns og gleði. T. d. hundurinn, sem er orðlagður fyrir trygðina, og hesturinn, sem með rjettu er nefndur »þarfasti þjónn- inn!« Það er svipað um dýrin, eins og mann- inn. Ef farið er vel að þeim og talað vin- gjarnlega við þau, þá verða þau líka vin- gjarnleg og góð. En ef við förum illa með þau, verða þau ill og önug. Hognestad biskup, vinur minn, sagði mjer einu sinni góða sögu um mann og hest úti á Jaðri. Maðurinn, sem mig minnir að hjeti Lars, var óvenju geðstirður og hafði allt á hornum sjer. En mest bitnaði önuglynd- ið á hestinum hans: sífeldar snuprur og skammir, högg og hrindingar. En hesturinn varð þá líka litlu betri; hann galt líku líkt. Þegar Lars hratt hon- um, sló hann hann, og þegar hann skamm- aði hann, þá beit klárinn. Þeir voru orðn- ir nafnkunnir um sveitina, hann Lars og klárinn hans. En svo kom að því, að Lars vaknaði til trúar, iðraðist synda sinna og varð Guðs barn. Og þá urðu mikil umskifti. Nú barði hann ekki nje skammaði hest- inn, þegar hann kom út í hesthúsið á morgnana, heldur lagði hendina vinsam- lega á lendina á honum.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.