Bjarmi - 01.02.1933, Qupperneq 3
BJARMI
19
»Brúnsi minn,« sag-ði hann með svo hlý-
legum málróm, að hesturinn leit undr-
andi til hans, eins og hann vildi spyrja:
Er þetta hann Lars?
Og Lars tók um hálsinn á honum og'
lagði hann undir vanga sinn.
»Nú er jeg orðinn Guðs barn, Brúnn
minn,« sagði hann, »og nú skal jeg líka
láta þjer líða reglulega vel og við vera
góðir vinir!«
Og hvað skeði? Brúnn breyttist smátt
og smátt og varð svo góður viðureignar
og spaklátur, að nágrannarnir sögðu sín
í milli, að þeir væru víst báðir búnir að
taka sinnaskifti, hann Lars og klárinn
hans!
Kæru börn! Svona fer, þegar við breyt-
um samkvæmt Guðs vilja!
Endurtökum nú í sameiningu orðin, sem
mjer voru gefin, til að færa ykkur í dag:
Þrá skepnunnar bíður eft.ir opinberun
Guðs barna.
Þegar við erum góð við allt sem lifir,
bæði dýr og jurtir, þá lifum við í samræmi
við þessi orð.
Minnumst þess, að allt er þetta af Guði
skapað, og ef við erum Guðs börn, þá ætti
okkur að vera ljúft, að vera góð við allt,
sem honum tilheyrir. Á. Jóh.
Úr skýjunum skín.
Jeg stend nú í stríði
mjög ströngu og kvíði.
1 bœn mig ef beygi,
jeg birtu þá eygi
úr skyjum er skín.
Jeg kveina og kvarta,
en krenki Guðs hjarta.
Ó, sál mín, lát sefast
um sól Guðs ei efast,
Úr skýjunum skín.
Þitt Ijós, Guð, mjer lýsi
og leið þína vísi:
Ef frelsarann fæ jeg
og faðmi hans næ jeg,
nr skýjunum skín.
N. St.gr. Thorláksson,
sneri úr norsku.
-----—----------
Árið og árslokin 1932.
Ölafur Ólafsson ritaði i des 1932.
Laufið er bókstaflega hrunið af trján-
um, eftir tvær fyrstu frostnæturnar. Þau
standa nakin eftir og litlaus. Fallegi, gamli
skrúðinn liggur nú við fætur þeirra, velkt-
ur og ósjelegur, sem ekki er tiltökumál,
úr því komið er fram á miðja jólaföstu.
En um líkt leyti og grös tóku að fölna
og' trjen hristu af sjer slitrurnar, hafa
hveiti-akrarnir ífært sig nýjum möttli,
iðjagrænum. Vetrarhveitið brýtur algjör-
lega í bága við þá algildu reglu náttúr-
unnar, að hætta öllum lífshreyfingum meö
haustinu, heldur býður það skammdeginu
og kuldanum birginn og er hvítt til upp-
skeru um það leyti að vorinu, er íslenskir
bændur hafa lokið að bera á tún.
Maður er því vanastur, að hjer sjeu
mikil staðviðri á haustin, en því erum við
þakklátir, sem erum sífelt á ferðalögum
um þetta leyti árs. En jafnvel okkur þykir
þó nóg komið, þegar ekki hefir sjest ský
á lofti í þrjá mánuði fulla.
Það er að nokkru leyti blíðviðrinu að
þakka undanfarna þrjá mánuði, að jeg
man engan tíma ánægjulegri í mínu starfi
í Kína. Og svo hefir verið friður og spekt
í hjeraðinu, þótt geysað hafi borgara-
styrjaldir á tveimur stöðum í landinu all-
an þennan tíma. Þess má geta, til dæmis
um hve stórt þetta land er og auðugt, að
hjer hefir alls ekki gætt neinna áhrifa
frá þessum styrjöldum, og almenningur
ekki heyrt þeirra getið nema óljóst, hafa