Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.02.1933, Side 4

Bjarmi - 01.02.1933, Side 4
20 BJARMI þó fallið yfir 20 þús. manna í bardögun- um í Szichwan s. 1. mánuð, og efnalegt tjón er metið í tugum miljóna króna. Það hefir verið óvenjulegt fyrir mig, að geta verið tímum saman að heiman, án þess að þurfa að óttast um fjölskyld- una heima á stöðinni. Tvisvar varð jeg þó að fara heim og hafa hraðann á. T fyrra skiftið fór kommúnistaher mikili hjer fram hjá, aðeins 6 km. frá bæn- um. En í síðara skiftið barst mjer frjett um að ræningjar hefðu tekið Tengchow og drepið fjölda fólks. Fyrst varð jeg að hlaupa eftir reiðhjólinu 10 km. og hjól- aði svo heim, 30 km. á rúmum kl.tíma, en kom að virkishliðunum harðlæstum. Þav fjekk jeg þó loks að vita, að ríkisherinn hefði verið að svifta varðsveitir bæjarins vopnum, sem ekki gátu varist nema nokkra stund; slíkar skærur teljast ekki til stórviðburða hjer. Hve mikil breyting hjer hefir orðið til batnaðar, hvað frið og öryggi snertir, get- ið þið meðal annars ráðið af því, að í haust hef jeg aldrei skilið úr, lindarj enna eða gullhring eftir l.eima, þegar jeg hef far- ið í ferðalög og verið langdvölum í þorp- um, sem til þessa hafa verið talin verstu ræningjabæli hjeraðsins. Og nú erum við að endurb'ggja suinarbústaði okkar á Haisnan í annað skifti 4 þrem árum, og erum svo bjartsýn að Lalda, að ræningj- arnir muni áreiðanlega ekki brenna þá í þriðja skifti. Vegna ræningjaóeirða Lafa tvær út- stöðvar í þessu i mdæmi legið í auðn um all-langan tíma, en safn ðarfólkið er í dreifingu enn þá, ásamt þúsundum annara manna, er ekki eiga aíturkvæmt fyr en yfirvöldin gjöra þeim fært að byrja þar nýrækt, er ræningjarnir hafa 1 erjað og breytt frjósömu akurlendi í eyðimörk. Kínverskir trúboðar eru búsettir á hin- um útstöðvunum fjórum og halda þar uppi safnaðar- og útbreiðslustarfi, eins og að undanförnu. Einn þessara samverka- manna okkar lenti í ræningjahöndum og sætti hjá þeim afarkostum, en tókst að strjúka eftir 3 vikur. Útstöðvarnar hefi jeg heimsótt alloft, á reiðhjóli, og aldrei sjaldnar en einu sinni á mánuði. Á aðal- stöðinni (Tengchow) hvílir safnaðarstarf- ið aðallega á herðum kínverska prestsins, en norskur kventrúboði, sem veitir biblíu- skóla kvenna þar forstöðu, hefir sjeð um kvenfundi i kirkjunni einu sinni á viku, og haft eftirlit með sunnudagaskólanum. En í sambandi við hann er nú allstór flokkur stálpaðra unglinga. Sunnudaga- samkomur eru alltaf vel sóttar í Teng- chow og fer riú að verða mjög bagalegt, að kirkjan er svo lítil. Jeg hef átt því láni að fagna á þessu hausti, að geta helgað krafta mína óskifta aðalverkefni okkar kristniboða, að flytja heiðingjunum fagnaðarerindið og kenna þeim, sem veittu því viðtöku, lestur og kristin fræði. — Alls eru 8 kínverskir trúboðar hjer að verki með okkur, (en tveir þeirra hafa verið á prestaskólanum í þrjá vetur), og tveir kventrúboðar auk þriggja kvenna annara, sem hjálpað hafa til í útbreiðslustarfinu og á námskeiðum, um lengri eða skemri tíma. — Þegar þetta er skrifað, höfum við verið í fjórum þorp- um með ferðatjaldið, sem ekki hafa veriö heimsótt áður. Við búum okkur út eins og menn, sem ætla sjer að liggja við í tveggja mánaða tíma á fjöllum uppi. Fyrir dyrum úti standa tveir vagnar hlaðnir, ferðatjald- ið stóra í öðrum og nokkrir kassar með yfir 20 þús. biblíur og smárit, en sængur- fatnaður okkar allra á hinum, mjöl og matvæli, áhöld og ílát og allt, sem ómiss- anlegt þykir við matreiðslu. Tveim uxuni rauðum, feyknstórum og með háum herða- kömbum, er beitt fyrir hvorn vagninn. Matreiðsluaðurinn hefir eftirlit með far- angrinum, en trúboðarnir fara skemstu leið, fótgangandi. Kventrúboðunum er

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.