Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.02.1933, Side 6

Bjarmi - 01.02.1933, Side 6
22 B J ARMI haust. En í síðasta þorpinu sá oddvitinn okkur fyrir ágætu plássi á sínu eigin heim- ili. —- Það er uppi fótur og' fit í þorpinu þeg- ar um kvöldið er við komum, og ber margt til þess. Þetta er fyrsta skifti, að útlend- an mann hefir borið að garði. í>ví næst er öllum, en börnunum þó einkanlega, mikil forvitni á að sjá tjaldbúðina og það sem á að fara fram í henni. Og um morg- uninn, þegar búið er að koma tjaldinu fyrir á auðu svæði, sem næst þorpinu miðju, og kínversk flögg blakta við hún beggja megin inngangsins og glymjandi málmbumba (»gong-gong«) kallar til fund- ar, verðum við að lyfta tjaldskörinni á þrjá(vegu, svo allir viðstaddir geti sjeð til okkar og heyrt. Áheyrendurnir flestir hafa aldrei hlust- að áður á ræðuhöld eða söng, og þreytast ekki á að sækja þrjár samkomur daglega í viku. Samkomurnar árdegis falla nið- ur. Við skiftum svo með okkur verkum. Kennum nýbyrjendum kristilega söngva og seg'jum þeim megindrætti æfisögu frels- arans og kenninga hans. Aðrir vitja þorpa og markaðsstaða í nágrenninu og úthluta þar smáritum, selja biblíurit og bjóða fólki á samkomurnar í tjaldbúðinni síð- degis og að kvöldinu. Við fáum því allt aðrar viðtökur, en kristniboðarnir sem hingað komu fyrstir, nefnilega fyrir rúmum 20 árum; þeim var hvarvetna »heilsað« með tortrygni, en kvaddir með fyrirlitningu. Kínverjar hafa lengstum sætt þungum dómi, sakir þjóðardrambs og útlendings- haturs. En þess hefir ekki æfinlega verið gætt, að þjóðardramb er víðar landlægt orðið en í Kína, og það í löndum, sem hafa langt um minna að stæra sig af/en Kín- verjar. Islendingar hafa til skamms tíma gotið hornauga til flestra útlendinga, sem gistu bygðir lands vors, en það er eðlilegt og' afsakanlegt að nokkru leyti, eigi síð- ur en útlendingahatur Kínverja. Hugsun- arhátturinn breytist með auknum sam- göngum og.auknum kynnum. Flestar þjóð- ir hafa um langan tíma sýnt Kínverjum jöfnuð og fulla sanngirni í viðskiftum, og yfirleitt hafa kristniboðarnir reynst þeim velgj,örðarmenn. Þessa njótum við og jafnframt njóta þeir þess sjálfir. Breyttur hugsunarháttur almennings í Kína og um leið breytt aðstaða til kristni- boðs, stafar þó fyrst og fremst af hrað- fara hnignun hinna fornu trúarbragða þjóðarinnar, hnignun, sem alls ekki fær leynt sjer og minnir eigi all-lítið á trú- málaástandið í Rómaveldi hinu forna rjett fyrir kristnitökuna. Það eitt út af fyrir sig, að hofunum hefur ýmist verið breytt í skólahús eða stjórnarbyggingar, eða eru látin hrynja af viðhaldsleysi, fær eng- um dulist að er merkilegt tákn nýrra tíma, enda einstæður viðburður í sögu landsins. Frá trúarlegu sjónarmiði skiftast Kín- trúarmenn og guðsafneitara. Kristna trú- in og nýmenning'in í sameiningu, hafa veitt fjölgyðistrúnni ólífissár, en ný heimsskoð- un er að kippa fótum undan guðsafneit- un, sem haldist hefur í hendur við dauða- dæmda ífnishyggju. — Þetta, ásamt reynslu ára, bendir allt til þess, að krist- indómurinn finni hjer frjórri jarðveg meó ári hverju. Þar sem við nú höfum ferðast, hafa áreiðanlega ekki fleiri en tíu af hundraði kunnað að lesa. Islendingar munu eiga erfitt að gjöra sjer grein fyrir, hve þröng- ur sjóndeildarhringur þeirra manna er, sem aldrei hafa litið í bók eða blað og þar fyrir utan aldrei verið að heiman. Fáfræði alþýðunnar er áreiðanlega versti þröskuldurinn á vegi fagnaðarboðskapar Krists í Kína. Við verðum þess varir á útbreiðslufund- unum. Við látum okkur ekki nægja, að tala til veggjanna og verðum því að taka fult tillit til skilningssgort og fáfræði þess- ara áheyrenda okkar, sem aldrei hafa set-

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.