Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.02.1933, Qupperneq 8

Bjarmi - 01.02.1933, Qupperneq 8
24 B J ARMI Svo segir Drottinn. »Jeg hef eigi' talað í. leynum, ein- hversstaðar 1 landi myrkranna,« segir Drottinn. »Jeg hef eigi sagt: Leit- ið min út i bláinn.« — Hann birt- ir þjer vilja sinn i biblíunni og svarar þar öllum vandamálum lífs þlns. Hef jeg syndgað? — Allir hafa syndg- að og skortir dýrð Guðs. Ekki er neinn rjettlátur, ekki einn. Vjer fórum allir vill- ir vega, sem sauðir, stefndum hver sína leið. — Róm. 3, og Jes. 53. Hvernig fer fyrir mjer, ef jeg held áfram í syndum mínum? •— Laun synd- arinnar er dauði. Það liggur fyrir mönn- um eitt sinn að deyja, eftir það er dóm- urinn. — Róm. 4, og IJebr. 9. Hef jeg svo sakir syndarinnar orðið við- skila við Guð? - Það eru misgjörðir yð- ar, sem skilnað hafa gjört milli yðar og Guðs yðar, og syndir yðar, sem byrgt hafa auglit hans fyrir yður. Augu Drottins eru of hrein til þess, að líta hið illa, og hann getur ekki horft upp á rangsleitni. Jes. 59, og Hab. 1. Hvernig get jeg öðlast fyrirgefning syndanna? »Jeg játaði synd mína fyr- ir þjer,« sagði Davíð konungur, »og fól eigi misgjörð mína. Jeg mælli: Jeg vil játa afbrot mín fyrir Drottni, og þú fyrir- gafst syndasekt mína.« Því að Kristur leið líka einu sinni fyrir syndir, rjettlát- ur fyj-ir rangláta, til þess að hann gæti leitt oss til Guðs. Sáim. 32, og I. Pjet. 3. Hvernig get jeg vitað, að syndir mín- ar eru fyrirgefnar? Sá, sem trúir á Soninn, hefir eilíft líf. Honum bera spá- mennirnir vitni, að sjerhver, sem á hann trúir, fái fyrir hans nafn syndafyrirgefn- ing. Þjer elskaðir, nú erum vjer Guðs börn. Af því vitum vjer að vjer erum stöðugir í honum, og hann í oss, að hann hefir gefið oss af sínum anda. - Jóh. 3, Post. 10, I. Jóh. 3, og 4. Hvernig get jeg vitnað fyrir öðrum um sáluhjálpina? Ef þú játar með munni þínum Drottin Jesú og trúir með hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauð- um, muntu hólpinn verða. Þannig lýsi ljós yðar mönnunum, til þess að þeir sjái góð- verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnunum. Róm. 10, og Matt. 5. En er ekki hætt við að jeg hrasi og leiði aðra í hrösun? Drottinn hefir sagt: Jeg mun alls ekki sleppa þjer og eigi heldur yfirgefa þig; svo að vjer get- um öruggir sagt: Drottinn er minn hjálp- ari; eigi mun jeg óttast. Hvað geta menn- irnir gjört mjer! Náð mín nægir þjer, því að mátturinn fullkomnast í veikleika. — Iíebr. 13, og'II. Kor. 12. 01. Öl. ------------ iaJ teliur velli sem tæfast er. Fyrir löngu bárust raddir um það til íslands, að semja þyrfti nýja trúarjátn- ingu. En ekki er mjer kunnugt hvort nokk- ur með okkar þjóð hefir tekið undir með þeim mönnum út í löndum, sem eru að ympra á því öðru hvoru, að biblían sje svo úrelt að brýn nauðsyn sje á að gefa út nýja biblíu handa okkar hálofuðu nútíma- mönnum, og láta nú hvorki Guð nje Jesú Krist koma þar nokkursstaðar nærri. Um þetta hefir Ameríkumaður einn skrifað langt mál ekki alls fyrir löngu; honum þykir auðvitað sjálfsagt að kasta gömlu biblíunni alveg fyrir borð, en semja aðra nýja og sjóða upp úr ritum vísinda- mannanna Jeans og Eddington, og rithöf- undanna H. J. Wells og J. B. S. Haldane og einhverra fleiri. Mjer barst um líkt leyti og jeg las þetta, skýrsla frá ameríska biblíufjelaginu. Af tölum, sem þar eru birtar má ráða, að sala ritningarinnar eykst ár frá ári um

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.