Bjarmi - 01.12.1962, Síða 2
2 BJARMI
Sönn frásaga:
MAÐUR ÚTBYRÐIS
Frásögn þessi er skráð af norska sjómannaprestinum
Sv. Seliartum. Sá, sem segir frá, er norskur skipstjóri,
Markus Moe, sem lengi var skipstjóri á seglskipum,
en síðar gerðist starfsmaður sjómannatrúboðsins.
Við vorum á ferð frá Cardiff,
og var ákvörðunarstaður okkar
Pernambuco í Brazilíu. Við vorum
komnir inn á meðbyrs-beltið beint
vestur af Afriku, á móts við Cap
Verde-eyjar. Stinningskaldi á norð-
austan, eins mikill og rá og reiði
þoldu, lét seglskipið þjóta með
þandar rær á fleygiferð í talsverð-
um sjógangi.
Það var síðari hluti laugardags.
Ég sat niðri í klefa mínum að
störfum, en þeir sem á verði voru,
voru að þvo þilfarið fyrir helgina.
Þá heyrði ég allt í einu þetta
ægilega óp ofan af þilfari:
„Maður útbyrðis!“
Það smýgur í gegn um merg og
bein hjá hverjum manni um borð,
þegar þetta angistaróp ómar —
ekki sízt á siglingaleiðum eins og
þessari, þar sem hákarlinn, „mann-
ætan“, ræður ríkjum. Oft má sjá
þá elta skipin dögum saman.
Strax og þetta ægilega aðvör-
unarhróp náði eyrum mínum, þaut
sú hugsun eins og elding í gegn
um huga minn: „Ó, guð minn góð-
ur, þetta er sonur minn!“
Ég var með sautján ára gamlan
son minn á skipinu. Hann var dug-
andi sjómaður og öllum ósmeyk-
ari, en svo glannalegur — þrátt
fyrir allar áminningar, — að ég
var í sífelldum ótta um það, að
Guð yrði að taka hann í strang-
an skóla.
Ég þaut skelfdur upp á þilfar.
Og alveg rétt, þarna lá drengur-
inn minn í kjölfari skipsins, en
seglskipið þaut á fullri ferð frá
honum.
Guð, sem vakir yfir öllu, hafði
hagað því þannig að fyrsti stýri-
maður stóð rétt við björgunardufl,
þegar drengurinn féll útbyrðis.
Hann tók eftir honum og gat þeg-
ar í stað fleygt dufli til hans.
Drengúrinn þurfti aðeins að taka
nokkur sundtök, þá sáum við, að
hann náði duflinu.
Mér tókst að hrópa til hans:
„Vertu óhræddur, drengur minn!
Með Guðs hjálp muntu bjargast!
Fel Drottni vegu þína og treystu
honum!“
Áður en ég hafði lokið að kalla
þetta allt til hans, höfðum við fjar-
lægzt svo mikið, að hann heyrði
ekki framar til okkar.
Þetta var ömurlegt útlit.
Það var ekki sérlega auðvelt við
þessar aðstæður að stöðva segl-
skip, sem fór fyrir stinningskalda
beint i seglin, var í miklum sjó-
gangi og öll segl uppi.
Ailir skipverjar komu upp á þil-
far í skyndi. Áður en við höfðum
getað fellt seglin, sveigt skútunni
svolítið upp i vindinn og komið
báti útbyrðis, var drengurinn minn
gjörsamlega horfinn. Það var
meira að segja ekki unnt að koma
auga á hann i sjónauka úr stór-
siglunni.
Ég gat auðvitað ekki hugsað
mér annað en okkur tækist að
finna hann tiltölulega fljótt. Ég lét
fyrsta stýrimann og nokkra af
traustustu skipverjunum halda af
stað í þá átt, sem við töldum hann
vera. Ég varð sjálfur að vera kyrr
um borð í skipinu, til þess að
stjórna því.
Þeir réru og réru og skyggnd-
ust í allar áttir í röska klukku-
stund — án þess að koma auga á
hann. Svo hvarf báturinn okkur
út við sjóndeildarhring!
Við skyggndumst kvíðafullir út
á sjóinn, til þess að sjá, hvort við
kæmum auga á hákarl. Við sáum
engan. Ég komst að því síðar, að
hann var þarna samt.
Ég sá með skelfingu, hvernig
sólin nálgaðist óðfluga sjóndeild-
arhring. Og þar sem nýtt tungl
var, mundi fljótlega skella á kol-
svarta nótt. Auk þess virtist þoka
nálgast og rigning. Þá vissi ég, hve
ógerlegt það yrði stýrimanninum
að finna skipið aftur í svartnætt-
inu, því hann hafði einnig í flýt-
inum gleymt að taka áttavita með
sér í bátinn.
Það eru ekki langar rökkur-
stundir á þessum breiddarstigum
jarðar, eins og eru heima, þar sem
rökkrið er nær því alla nóttina. Á
þessum breiddarstigum jarðar, sitt
hvorum megin við miðjarðarlínu,
skellur kolsvarta myrkrið á andar-
taki eftir að sól er horfin.
Sá faðir, sem hefur verið í sömu
aðstöðu og ég, getur einn skilið,
hve skelfilegár þessar stundir voru.
Hvert sinn, sem mér varð litið á
skipverja, sá ég þá gráta. Og þeg-
ar ég þaut fram hjá bátsmannin-
um, sem stóð við stýrið, og sem
var faðir, sá ég, hve hann langaði
til þess að geta hvíslað huggunar-
orði I eyra mér. En það varð að-
eins gráthreimur.
Ég fór inn í klefa minn og varp-
aði mér riiður í bæn fyrir hástól
náðarinnar. Það urðu andartök,
sem gleymast ekki auðveldlega.
Ég hafði ekki legið þar lengi og
hrópað ólýsanleg andvörp sálar
minnar, andvörp, sem Guð einn
getur skilið, fyrr en dagur rann
mér og birti yfir. Styrkur og ró-
legur reis ég upp frá bæn minni.
Guð hafði þegar veitt veslings
barni sínu öflugan styrk.
Svo bað ég Guð um að gefa mér
orð, sem gæti styrkt mig til þess
að mæta í trú hverju, sem að hönd-
um bæri. Ég fór að „mannakorna-
kassanum“ og fékk þetta orð: „Bið
mig þess, er þú vilt að ég veiti þér.“
(I.Kon. 3,5).
Ó, hve ég blygðaðist mín! Mér
fannst ég eins og heyra Guð segja:
„Ég hef lengi beðið þín — hvers
vegna komst þú ekki fyrr? Bið
mig þess, er þú vilt að ég veiti
þér!“
Mér var léttara um hjarta, er
ég gekk út úr klefa mínum, en
þegar ég fór þangað inn. Og um
leið og ég þaut framhjá bátsmann-
inum við stýrið, sagði ég:
„Gráttu ekki, bátsmaður! Dreng-
urinn minn bjargast!“
Ég var jafn öruggur um þetta,
eins og ég héldi honum þegar i
örmum mér.
Ég fór beina leið upp í varð-
tunnuna á siglutrénu, og þaðan
litaðist ég um í sjónaukanum að
bátnum. Og loks, — þarna kom ég
auga á hann, út við sjóndeildar-
hringinn. 1 sömu andrá og hann
hófst upp á háan öldutopp, sá ég,
að hann stefndi beint á skipið.
Hann var samt enn svo langt í
burtu, að ég gat jafnvel ekki í
sjónaukanum talið, hve margir
-****++***>f*>«-*>t>f***>f>f>f>f>*->fH->f>t>i-**>t>I->4->*->*->t*>t>*->í-><->t><-*>f*>f)f**H-***)f*)t-*
Afgreitt mál
„Nei, ég skal segja yður
hreinskilnislega: Éfif er bú-
inn að afgreiða það mái, en
má ekkl bjóða yður vind-
il?“
Það var kristindómurinn,
sem hann var búinn að losa
siff við.
Hann hefur þá tekið af-
stöðu. Það er virðingarvert.
I'eir eru svo sárafáir, sem
hafa fif jört reikningrana upp.
„Hvað finnst yður um
Markúsargnðspjall?“
Hann lítur spyrjandi á
mig. „Ég- hef ekki lesið
það,“ segir hann.
„Jæja þá. I>að er samt
aðeins fjórtán síður í Nýja
testamentinu, en þér hafið
ef til vill lesið Matteusar-
guðspjall?"
Nei, hann hefur ekkert
guðspjallanna iesið.
„Þegar þér afgreidduð
kristindóminn, höfðuð þér
ef tii vili ekki lesið mikið
í Nýja testamentinu?“
Nei, hann hafði reyndar
ekkert lesið í því.
Jæja, það er heldur ekki
hægt að krefjast þess. Vér
erum öll svo önnum kafin.
Ekki sízt' í frístundumun.
„Hafið þér aldrei farið f
kirkju?"
Jú, jú, fyrir tveimur ár-
um var hann í aðfangadags-
kvöldsguðsþjónustu. En
hvers vegna spyrjið þér um
það?
„Mér finnst, að þegar
menn afgreiða eitthvert
mái, þurfi þeir að vita dá-
lítil skil 4 því, sem þeir eru
að afgreiða. En þér eruð
maður hins starfandi hag-
nýta lífs. I*ér hafið ef til
vill um skeið reynt að
biðja?“
Nei, það hafði hann ekkl
heldur gert.
„Þá vitið þér aUs ekki,
hvað það er, sem þér hafið
afgreitt!"
„I>að getur eitthvað ver-
ið til í því,“ segir hann.
— Þelr, sem segjast vera
búnir að afgreiða krlstin-
dóminn, þekkja ekki Krlst.
Sá, sem þekkir Krist, losn-
ar aldrel við hann. Hann
mun mótast af honum ævi-
langt, annað hvort með því
að fylgja honuni eða hafna.
Þýzki heimspekingrurinn
mikli, Nietzsche, sagði skii-
ið við kristindóminn, en
hann játaði fyrir dauða
sinn: „Kristur hefur kvalið
mig alla ævi mína!“
Sá, sem lærir að þekkja
hann og fela líf sitt x hend-
ur hans, játar: Haim hefur
aldrei brugðizt, alia liluti
hefur hann gjört vel.
P. Sevelsted, Holstebro.
(Þýtt úr stúdentablaðlnu
Credo.)
væru um borð í honum. Ég var
þess samt fullviss, að drengurinn
minn væri um borð í bátnum, —
og ég mundi bráðlega fá hann
aftur. •
Enn í dag verð ég að þakka Guði
fyrir, að ég vissi þá ekki, hvað
bærðist í huga mannanna í bátn-
um. Þá hefði reynslustund mín
orðið allt önnur en sú, sem hún
varð. Ég held, að það hefði orðið
mér ofviða.
Stýrimaðurinn og félagar hans
höfðu róið í meira en klukkustund,
án þess að koma auga á drenginn
eða duflið. Hann sá einnig, að sól-
in var í þann veginn að setjast, og
hann sá einnig þokuna nálgast.
Hann skildi hættuna, sem óðfluga
nálgaðist einnig fyrir þá, sem í
bátnum voru. Þeir gátu átt á hættu
að fórna lífi sínu. Þeir höfðu ekki
nokkurn brauðbita eða vatnsdropa
í bátnum hjá sér.
Hann áræddi ekki að halda leit-
inni áfram á eigin ábyrgð, heldur
hélt ráðstefnu með mönnunum um
það, hvaða kosti þeir ættu að taka
— hvort þeir ættu að halda leit-
inni áfram og þar með eiga hið
versta á hættu, eða hverfa aftur
við svo búið.
Þeir kusu síðari kostinn. Þeir
réru aftur til seglskipsins.
Það er auðvelt að gjöra sér í
hugarlund, að þessir þögulu menn
hafa ekki léttir í huga róið bátn-
um. Þeir hugsuðu með skelfingu
til þeirrar stundar, er þeir stigu
á þilfar og tilkynntu föðurnum, að
drengurinn hans fyndist ekki.
Er þeir höfðu róið um það bil
stundarfjórðung áleiðis til skipsins,
gerðist dálítið. I þeirri svipan var
sólin niðri við sjóndeildarhring-
inn og varpaði síðustu gullnu geisl-
um sínum á öldutoppana. Þá sá
stýrimaðurinn skyndilega hvíta
björgunarduflið með drenginn bera
beint í sólina sjálfa. Það lyftist
upp á öldutopp á sjónum langt í
vestri, og sólargeislarnir léku á
hvítum lit þess.
Þeir höfðu þá róið svona langt
fram hjá, án þess að uppgötva
hann. Og nú, á leiðinni aftur til
skipsins, kveikti Guð á stóra Ijós-
kerinu sínu til þess að sýna þeim
leiðina!
Ég sá, þar sem ég var, að bát-
urinn breytti skyndilega um stefnu
og réri í allt aðra átt. Ég gat alls
ekki skilið, hvað í því fólst. Mér
datt í hug, að þeir hefðu ef til
vill séð eitthvert rekald, sem þeir
ætluðu að taka með sér — og ég
varð óþolinmóður yfir því, að þeir
skyldu ekki heldur flýta sér til
skipsins, á meðan enn væri eitt-
hvað eftir af dagsbirtu.
Þá voru þeir einmitt að róa til
þess að sækja drenginn.
Síðar sögðu þeir frá því, að þeg-
ar þeir komu til hans, hefði tæp-
lega verið unnt að þekkja hann
aftur. Dauðans angist hafði breytt
andliti hans svo mjög. Rétt eftir
að hann hafði fallið fyrir borð,
sá hann eitthvað nálgast sig. Hann
hélt, að það væri bakuggi hákarls,
og þá vissi hann, að nú væri ævi
hans lokið.
Þegar þetta kom nær, kom í ljós,
að þetta var húfan hans. Hann
hafði misst hana af sér, er hann
steyptist í sjóinn, og hún flaut á
lofti, sem í henni var.
Jæja, loks komust þeir upp á
þilfar. Það er hægara að gera sér
Frninh. á IO. siðu.