Bjarmi - 01.12.1962, Qupperneq 12
12 BJARMI
JÓL FÁTÆKLINGSINS
Framli. af 4. síðu:
dálítilli stundu síðar sat inni á
skrifstofu sinni. Það var einhver
einkennilegur órói og kvíði, sem
lagzt hafði yfir hann. — Hann
mundi ekki til þess, að hann hefði
gert neitt sérstakt nýlega, en það
var engu líkara en einhver óþrif
hefðu komizt í samvizku hans. —
Gat það verið, að augnaráðið, sem
Karen frá Mörk sendi honum,
væri orsök þessa? Hann hafði séð
slíkt augnaráð einu sinn áður, og
það var þegar hann rak hníf í hel-
sært elgdýr, er hann var á veið-
um síðast liðið haust.
„Hvað heldur þú?“ spurði And-
rés konu sína skömmu síðar. —
„Ég held, að jólin gereyðileggist
fyrir mér, ef ég get ekki losnað
við þá döpru og sáru tilfinningu
úr huganum, að ég hafi breytt
rangt.“
„Já, en þú þarft ekki að fara
þangað sjálfur. Geturðu ekki sent
drenginn með Brún þangað?“
Það fór nú svo, að þegar Brúnn,
sem spenntur hafði verið fyrir
sleða fylltan alls konar jólagjöf-
um, tölti skömmu síðar eftir veg-
inum, sat Andrés sjálfur uppi á
hlaðanum, vel vafinn í úlfalda-
skinnsfeld.
Kirkjuklukkurnar hringdu og
ómuðu. Djúpu tónarnir smugu inn
í hreysi og hús niðri í dalnum,
héldu áfram unz þeir lentu á fjall-
inu, þreifuðu sig áfram upp eftir
sprungum og gjám upp að efstu
fjallabýlunum. Þær löðuðu og
fögnuðu, breyttust i dynjandi
dómsdagsóma, eins og þær væru
að reyna að mola forhert hjörtu
syndara. Þær sameinuðust aftur í
*Iá
björtum, mildum, fagnandi ómum
um föðurlega miskunn og frelsi.
Ómar frá hæðum eilífðar töluðu
orð huggunarinnar til manna, er
strituðu og voru niðursokknir í
alls konar eymd og annir heimsins.
. „Hott, Brúnn! Haltu áfram,
gamla hró! Það er ekki á hverj-
um degi, að við erum á trúboðs-
ferð.“ Og Brúnn hjó látlaust höfði
og trítlaði upp eftir brautinni.
Andrés kaupmaður beygði upp
að dyrunum á Mörk óg barði með
svipuskaftinu í vegginn. Þegar
tveir ljóshærðir drengir stungu
höfðinu í gættina, skelfdir á svip,
kallaði hann glaðlega til þeirra:
„Svona, réttið þið mér hjálpar-
hönd, piltar, svo að við getum kom-
ið þessum bögglablómum inn fyr-
ir!“ — Þegar þeir komu allir þrír
inn, hlaðnir vörum, og röðuðu
bögglunum á borðið, stóð Karen
alveg ráðþrota með spenntar hend-
ur á brjósti sér og gat aðeins sagt:
„Hvað er þetta, Andrés? Andrés
þó!“ — Og þegar þeir fóru út aft-
ur og komu inn aðra ferð, gat hún
ekkert sagt nema að endurtaka
þetta sama:
„Nei, hvað er þetta, Andrés!
Andrés þó!“
Meðan kaffið var hitað, hjálp-
aði Andrés kaupmaður drengjun-
um að klippa alls konar myndir,
englastiga og brúðarslæður, sem
hengt var á jólatréð. Og þegar lok-
ið var að drekka kaffið og búið
að borða heilan poka af vínar-
brauðum, mynduðu þau hring um
litla grenitréð og sungu:
„Heims um ból, helg eru jól,
signuð mær son Guðs ól.“
Andrés kaupmaður sat aftur í
sleða sínum og ók heimleiðis.
Kirkjuklukkurnar voru þagnaðar,
en það var eins og ómur þeirrá
lægi enn í loftinu. Ómurinn brauzt
inn í hug og hjarta, það var eins
og hann leitaði inn í hjörtu manna
til þess að fá dvalarstað um nótt-
ina.
Það var ekki siður hjá Andrési
kaupmanni að ganga umhverfis
grenitréð og syngja. Grammófónn-
inn sá um hljómlist kvöldsins, og
svo var farið einu sinni í kring
um grenitréð í lokin. — En þetta
kvöld var gamla fjölskyldubiblían
tekin fram, og nýr ömur smaug
inn í f jölskylduhópinn, þegar And-
rés kaupmaður las um hann, „sem
ræður himni háum, hann hvílir nú
í dýrastalli lágum“.
Það var gengið umhverfis tréð,
og gömlu jólasálmarnir voru
sungnir langt fram á nótt. Og þeg-
ar böi’nin loks voru komin í rúm-
ið, sagði María: „Þetta er yndis-
legasta jólakvöld, sem við höfum
átt, síðan við giftum okkur, And-
rés. Héðan í frá verðum við að
hafa jólakvöldið svona.“
„Orsök og afleiðing, María. Að-
eins orsök og afleiðing. En^verðið
var sanngjarnt í hlutfalli við þann
fögnuð, sem það veitti.“
Það var liðið langt á nótt. Karen
í Mörk og drengirnir hennar höfðu
átt fagnaðarríkt kvöld. Knútur var
nú sofnaður við borðið, en brúnir
drengjahnefar lágu á leðurstígvél-
um, eins og þeir vildu veita þeim
vinaratlot. Ólafur sat við ofninn
og var að tálga með glampandi
hníf úr Eskilstuna-stáli. — Loks
vai’ð hann einnig fáox’ður og
hljóðui’.
Karen fór út á tröppurnar. —
1 fjarska, hinum megin árinnar,
gelti hundur — sennilega að tungl-
inu, sem virtist ekki taka minnsta
tillit til hans, en synti rólega áfram
með breitt bros á kringlóttu and-
litinu. Himinninn var alþakinn
milljónum stjarna, sem blikuðu,
tindi’uðu og kinkuðu kolli til þess
að bjóða góða nótt. — Góða nótt!
Einar Berg. .
■K-K-Xi-K-K-K-K-K-K-K'K-K-K
Krislniboðssambandinu hafa í október
v borizt eftirtaldar gjafir:
Frá einstalvliiigum:
N. 1000 kr. Kona í Ve. 500 kr. H.H. Ve.
500 kr. M.J. Ve. 1000 kr. G.L. Ve. 217 kr.
Þ.H.G. kr. 5.425,65. Skjaldarvík kr. 889,50.
N.N. 600 kr. D.G.Ó. 300 kr. J.M. (áheit)
100 kr. S.Á. 1000 kr. G. og Þ.Ó. Ve. kr.
1033,30. Þ.A. 200 kr. M.K. 123 kr. Ó.J. 100
kr. Frá skipstjóra 500 kr. M.G. Hf. 30 kr.
G. 300 kr. Þ. 300 kr. S.B. 1000 kr, S.J. Sth.
500 kr. K.F. Sth. 500 kr. Baukur N.N. kr.
88,46.
Frá fólögum og samkomum:
Konsóbaukur í Landakirkju Ve. kr.
4.445,50. Krb.-deild KFUM og K Hafnarf.
2100 kr. Sjöstjarnan 8/10 297 kr. Innk. á
krb.-vikunni Rvík kr. 61.341,60. Viðbót við
krb.-vikuna 1100 kr.
í nóvembermánuði:
Frá einstaklingum:
P.J. Sólvöllum 1000 kr. Telpa Sólvöllum
50 kr. N.N. 400 km. N.N. Skjaldarvík 50
kr. Gjafir frá ýmsum 1510 kr. S.S. Isaf.
(áheit) 50 kr Áheit G.J. (Sigluf.) 50 kr.
N.N. afh. Kristm. Guðm. 500 kr. Þ.P. Ve.
(áheit) 500 kr. II.H. Ve. (áheit) 200 kr.
Kona Ve. 300 kr. M.M. Ve. 100 kr. N,.N.
100 kr. Þ.B. 200 kr. S.Þ. 1000 kr. K.Á.S.
190 kr. J.K. jólagjöf 10.000 kr. K.F. 150 kr.
J.K. verðbréf 22.500 kr. Krb.kindin Mun-
aðarhóli 500 kr. S. (afh. Ól. Ól.) 500 kr.
V. Steingr.firði (afh. Ól. Ól.) 1000 kr. A.S.
200 kr. K.Á.St. 35 kr. L.D. (áheit) 50 kr.
J.V. 500 kr. B.Á. 200 kr. Gjöf frá H.S.
100 kr.
Úr baukum:
Baukur F.B. Zíon Ak. kr. 125,80. Bauk-
ur Jónínu litlu Zíon Ak. kr. 59,30. Bauk-
ur á Bitruhálsi 316 kr. 10 ára telpa Hólma-
vík (baukur) kr. 43,60. Baukur H.S. Ilv.
Mýrdal kr. 254,52. Baukur H.J. kr. 250,06.
Ýmis félög og samkomur:
Viðbót við kristniboðsvikuna 3000 kr.
Innkomið á samk. i Zíon á Ak. í kristni-
boðsvikunni kr. 11.781,60. Þrjár sveitir
Y.-d. KFUK Rvík kr. 179,10. Innkomið við
messu i Staðarkirkju kr. 885,35. Viðbót
við kristnib.viku 950 kr. Innk.,krb.viku í
Keflavlk kr. 14.336,65. Sjöstjarna 5/11 kr.
157,00.
Minningargjafir.
Kristniboðinu í Konsó bárust í haust
minningargjafir, sem ekki hefur verið
kvittað fyrir áður og því gert hér með.
M.Á. gaf til minningar um móður sina,
Guðlaugu Kristjánsdóttur. Sama dag var
afhent gjöf að upphæð kr. 1000,00 frá
Soffíu Sigurjónsdóttur til minningar um
foreldra hennar, Jóhönnu J>orkelsdóttur
og Sigurjón Alexandersson, Gröf, Svarf-
aðardal.
14. október var afhent minningargjöí
að upphæð kr. 1000,00 frá Guilu og Boga
til minningar um ömmu þeirra, Jóhömiu
Kiríksdóttur, en þann dag var 75 ára af-
mæli hennar.
Vér þökkum gefendum margháttaðan
stuðning við kristniboðið í Konsó og þá
einnig þá velvild að láta kristniboðiö
njóta minningar ástríkra foreldra. Guð
blessi minningu þeirra bæði fyrir ástvin-
um þeirra og með þessari gjöf í starfinu
úti í Konsó.
<2z
Ritstjórn:
Bjarni Eyjólfsson, Gunnar Sigurjónsson.
Afgreiðsla:
Þórsgötu 4, Rvík. Sírni 13504. Pósthólf 651.
Áskriftargjald:
Kr. 40,00 á ári. Gjalddagi 1. júní.
einmitt lýtíur
Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, seni
veitast mun öllum lýðnum; því að yður
er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur
Drottinn í borg Davíðs. — Luk. 2,10—11.
Orsök hins mikla fagnaðar er ekki aðeins sú,
að vér höfum hlotið meiri dýrð og verið hafnir
hátt upp yfir englana, þar eð sonur Guðs, sem
allt er skapað fyrir, hinn hœsti, hefur tekið á sig
hold vort og blóð, heldur einnig sú, að oss er
frelsari fœddur. Það hœfir naglann á höfuðið,
því að það yfirgnœfir langsamlega állan venju-
legan heiður og fögnuð, að hann, maðurinn Jes-
ús, vill einnig verða frelsari vor. Þessi orð eiga
að réttu lagi að samtengja himin og jörð, —
breyta dauðanum fyrir oss í einskæran sœtleika,
og öllum slysum vorum og óhöppum, sem eru
óteljandi, í dýrlegasta vín. Hver er sá, sem hefði
getað hugkvœmzt þetta, að frelsari sé oss fœdd-
ur og að hann sé frelsari vor? Englarnir gefa
ekki aðeins móður hans, Maríu mey, þessa dýr-
mœtu gjöf, heldur oss mönnunum öllum. „Yður,
yður(C. segir engillinn, „er í dag frelsari fœddur,
sem er Kristur Drottinn.cc
Þetta litla orð, ytfur, ætti að láta oss hefja
fagnaðarsöng, því að hverja á hann við? Menn,
og ekki aðeins einn eða tvo, heldur állan lýðinn.
Hvernig eigum vér nú að notfæra oss þetta?
Viljum vér halda áfram að efast um náð Guðs
og segja sem svo: Hinir heilögu Pétur og Páll
geta glaðzt yfir frelsaranum, en ég þori ekki að
gjöra það, ég er vesœll syndari. Þessi göfugi og
dýrmæti fjársjóður snertir mig ekki og tilheyrir
mér ekki.
Góði vinur! Fyrst þú segir: Hann tilheynr
mér ekki, þá vil ég einnig spyrja: Hverjum til-
heyrir hann þá? Er hann kominn vegna gœs-
anna, andanna eða kúnna? Á því geturðu séð
hvilíkur hann er. Ef hann hefði viljað verða öðr-
um skepnum að liði, hefði hann fœðzt-í þeirra
mynd, en nú hefur hann gjörzt mannssonur.
Englarnir þörfnuðust hans ekki. Djöfullinn vildi
ekkert af honum vita. En vér þörfnumst hans
og hann er orðinn maður vor vegna. Þess vegna
ber oss mönnum að veita honum viðtöku með
gleði, þar sem engillinn segir: Yður er i dag fréls-
ari fœddur. Það er eins og hann vilji með þéssu
segja: „Þessi fæðing hefur ekki átt sér stað fyr-
ir mig, ég þori ekki að tileinka mér þetta, nemá
að þvi leyti sem ég ann yður hennar af hjarta.
En hún er yðar, þér spilltu og glötuðu menn.“
Það er út af fyrir sig stórkostlegt og dýrðlegt,
að Guð er orðinn maJður, en hitt er þó miklu
stórkostlegra, að hann vill vera andlegur og ei-
lífur frelsari vor. Sá, sem fyndi þetta og tryði
þessu réttilega, mundi vita í hverju hin sanna
gleði er fólgin, og hann mundi ekki geta lifað
lengi vegna þess, hversu stórkostleg gleðin er.
En það er ógerlegt, að vér getum hér á jörð til
fulls skynjað eða lœrt til fulls þessa rœðu, því
að þetta líf er of takmarkað, og hjarta vort er
of veikt til þess að geta höndlað og rúmað þenn-
an mikla fögnuð. Ef hjartað gœti réttilega með-
tekið þetta, þá mundi það springa af fögnuði.
Dr. Martin Lntlier.
PRENTSMIÐJAN beiFTUR