Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1968, Síða 1

Bjarmi - 01.07.1968, Síða 1
Senn eru liðin 2000 ár síðan Jesús gaf skipun sína um að boða fagnaðarerindið öllum þjóðum. Enn er þessi skipun í fullu gildi og megin-driffjöður ails kristniboðs. Þrátt fyrir allt, sem gert hefur verið, er tak- markið samt enn í órafjarlægð. Gleðiboðskapurinn á ekki aðeins að ná til margra, heldur allra þjóða. Þó eru enn milljónir manna, sem hafa ekki heyrt hann, og með hinni öru fólks- fjölgun, fjölgar ekki-kristnum mönnum með hverju ári sem líður. í þessu efni er kristniboðið í Japan engin undantekning. Fjöldi safnaðarmeðlima hefur enn ekki náð einum hundraðs- hluta íbúanna. Árið 1945 voru stórir hlutar ríkisins í rústum og átti það einnig við um f jölda kirkna. En að örstuttum tíma liðnum streymdu þangað hundr- uð kristniboða og dyrnar virt- ust standa þeim opnari en nokk- urn tíma áður. Reynslan sýndi þó fljótlega, að starfið var ekki auðvelt. Ekki skorti mennina á þessu eyríki. Alls staðar úir og grúir af fólki, enda fjölgar þjóð- inni um milljón á hverju ári. Þrátt fyrir þetta voru það til- tölulega fáir einstaklingar, sem kristniboðið náði til. í því landi er fátítt, að kirkjur séu fullsetn- ar. Það var þess vegna ekki und- arlegt, þótt menn leituðu nýrra leiða og tækja í þjónustu fagn- aðarerindisins. Árið 1951 var leyfður einkarekstur útvarps- stöðva. Þetta markaði djúp spor í sögu kristniboðsins í Japan, því þá opnaðist möguleikinn til að kaupa tíma til útsendingar kristilegs útvarpsefnis. Á þenn- an hátt opnaðist ný leið til millj- óna manna með boðskap hjálp- ræðisins. Framh. á 4. síðu. Hið heilaga fjall Japans, Fujiama, gnæfir til himins sem tákn hreinleiks og fegurðar. Samt hefur þaft um aldir verift vottur harm- leiks margra friðvana hjartna.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.