Bjarmi - 01.07.1968, Page 2
12. SUNNUDAG E FT I R ÞRENNINGARHATIÐ - M A R K. 7, 31 - 37
Allt hefur hann gjört vel
Kraftaverk koma ekki til mála. Að vísu
getur eitt og annað gerzt, en sé betur að gáð,
hefur allt sínar skýringar. Trú á kraftaverk
heyrir liðnum tíma til. Það er meira að segja
orðið furðulangt síðan allir sæmilega gefnir
menn strikuðu allt yfirnáttúrlegt út úr Ritn-
ingunni. Það er bezt fyrir alla að þegja seni
mest um kraftaverkasögurnar, nema þar sem
unnt er að benda á hliðstæður annars staðar.
Afleiðing þessa viðhorfs er auðsæ. Kristin
kirkja hefur ekkert myndugt orð að flytja
mönnunum. Það loðir svo margt óþægilegt
og ótrúlegt við trúarbók hennar, að vandi er.
Öðruvísi var þetta á dögum frumvottanna.
Þeir fóru borg úr borg og land úr landi og
báru með fögnuði, djörfung og brennandi
hjarta vitni um Jesúm, sem Guð hefði gert
bæði að Kristi og að Drottni.
Hvað boðuðu þeir?
Þeir boðuðu hann sjálfan sem Drottin og
frelsara — eina líf og hjálpræði mannanna.
Máli sínu til stuðnings sögðu þeir frá dauða
hans og upprisu og einnig ótal sögur frá at-
burðum, sem þeir höfðu séð með eigin aug-
um. Þeir voru þannig, að ógerlegt var að
skýra þá nema á einn veg: Jesús bjó yfir
mætti, sem ekki var af þessum heimi.
Frammi fyrir hundraðshöfðingjanum í
Sesareu sagði Pétur: „Guð hefur sent Israels-
mönnum boðskap sinn, er hann boðaði fagn-
aðarerindið um frið fyrir Jesúm Krist, sem
er Drottinn allra. Þetta erindi þekkið þér . . .
söguna um Jesúm frá Nazaret, hversu Guð
smurði hann Heilögum Anda og krafti,
hversu hann gekk um kring, gjörði gott og
græddi alla, sem af djöflinum voru undir-
okaðir, því að Guð var með honum.“
Nikódemus, ráðherra meðal Gyðinga, kom
til hans um nótt og sagði: „Rabbí, vér vit-
um, að þú ert lærimeistari, kominn frá Guði,
því enginn getur gjört þessi tákn, sem þú
gjörir, nema Guð sé með honum.“
Lærisveinar hans og mannfjöldi, sem vott-
ur var að máttarverkum hans, vitnaði og
sagði: „Sannarlega ert þú Guðs sonurinn“ og
„Spámaður mikill er risinn upp meðal vor,
og: Guð hefur vitjað lýðs síns.“
Þótt guðspjall það, sem yfirskrift þessarar
greinar er tekið úr, segi frá miklum hlutum,
sem í'ram komu við eitt af neyðarinnar börn-
um, talar það þó skýrast um hann, sem í lok
frásagnarinnar fær vitnisburðinn: „Allt hef-
ur hann gjört vel, jafnvel daufa lætur hann
heyra og mállausa mæla.“
Kraftaverk Krists eru staðreynd. Miðað
við mannlega getu og út frá mannlegri skyn-
semi geta slík verk ekki átt sér stað. Þegar
því er staðið frammi fyrir staðreynd krafta-
verksins, hlýtur undrunin að spretta upp
gagnvart honum, sem í sannleika getur unn-
ið slík verk. Þetta er eitt af því, sem sýnir
oss, að Jesús er Drottinn, Guðs sonurinn,
sem kom í þennan heim.
Með þakkargjörð og lofsöng göngum vér
inn í hóp þeirra, sem vegsama hann, sem
lýkur upp eyrum hins daufa og læknar tungu
þess málhalta, svo að hann getur lofað Guð
sinn og talað rétt um hann og stórmerki
hans meðal mannanna.
Og að tala rétt um hann er að viðurkenna
hiklaust guðdóm hans og hjálpræðisverk og
vitna um það, að Jesús Kristur er i sannleika
frelsari heimsins.
Hefur hann fengið að taka þig afsiðis frá
mannfjöldanum og snerta svo eyru þín, að
þú heyrir í sannleika rödd hans gegnum all-
ar afneitunarraddir? Hefur hann fengið að
snerta svo tungu þína, að þú takir þátt í
lofgjörðinni, er segir: „Allt hefur hann vel
gjört."
2 B .1 A R M I