Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.07.1968, Qupperneq 10

Bjarmi - 01.07.1968, Qupperneq 10
Þess er getið í frásögn af al- menna mótinu, að Haraldur Ól- afsson, kristniboði, hafi verið einn þeirra, sem töluðu á kristni- boðssamkomunni þar. Þau hjón- in Björg og Haraldur eru nú í venjulegu hvíldarleyfi frá starfi sínu meðal Bórana-þjóðflokks- ins í Suður-Eþíópíu. Þau hafa verið starfsmenn Norska lúth- erska kristniboðssambandsins þar syðra, og hefur Haraldur stjórnað starfinu á stöðinni í Neghelli. Simonetta Bruvik hef- ur einnig undanfarna mánuði starfað í sjúkraskýlinu þar. Þau Björg og Haraldur hafa dvalið á þriðja mánuð hér á landi. Á þeim tíma hefur Har- aldur talað á samkomum og fundum í Reykjavík, á Akureyri og Akranesi og auk þess heim- sótt sumarbúðir og mót. Segja má, að að því er samkomuhöld snertir hafi heimsókn þeirra hjóna verið á óheppilegum tima, því erfitt er að stofna til sam- komuhalda á þessum tíma árs. Hafa þau því ekki komizt í sam- band við jafnmarga kristniboðs- vini og ella hefði orðið. Starf það, sem Haraldur vinn- ur meðal Bórana, er að ýmsu leyti ólíkt því, sem fram kemur í frásögnum frá starfinu í Konsó. Konsómenn eru akuryrkjuþjóð með fasta búsetu. Er því tiltölu- lega auðvelt að halda uppi reglu- bundnu starfi meðal þeirra. Bóranar eru hins vegar hirð- ingjaþjóð, sem reikar með hjarð- ir sínar um gresjurnar. Þjóð- hættir og siðir eru því allt aðrir. Múhameðstrú hefur náð mikl- um tökum í héruðum þeim, sem þeir reika um. Er baráttan þvi hörð. Erfitt er og að halda uppi reglubundnu fræðslustarfi með- al þeirra, þar eð þeir flytja sig sífellt með hjarðir sínar miiii bithaga. Lífsskilyrði eru oft erfið, en þjóðin nægjusöm og harðger. Þrátt fyrir allt hefur talsvert unnizt á meðal Bórana og áhrif- anna gætt i vaxandi mæli að undanförnu. Söfnuðir hafa myndazt og þáttur innlendra votta í starfinu aukizt. Haraldur hefur orðið að fara margar ferðir til boðunar fagn- aðarerindisins meðal Bórana. Vegna reiks þeirra um slétturn- ar er þess ekki að vænta, að þeir sæki samkomur á kristniboðs- stöðvum að jafnaði. Verður kristniboðinn því að heimsækja þá í tjaldbúðir þeirra, ræða við þá, fræða og boða orðið. Sumar þessara ferða hafa verið hættu- farir, því óeirðasamt hefur ver- ið á þessum slóðum. Ræningjar hafa vaðið þar uppi um skeið, og Sómalar gerðu herhlaup inn í landið, svo sem kom fram í fréttum í fyrra og hitt ið fyrra. Síðustu mánuðina fyrir heim- ferð þeirra hjóna var þó miklu friðvænlegra þar suður frá. Eins og kunnugt er, var það upphaflega ætlunin, að Harald- ur og kona hans tækju að sér kristniboðsstöðina í Konsó, er Katrin og Gísli Arnkelsson fóru heim í hvildarleyfi sitt 1966. Af því varð þó ekki, þar eð Harald- ur taldi erfitt fyrir sig að hverfa frá starfinu í Neghelli eins og þá stóð á, skömmu eftir að kona norska kristniboðslæknisins á stöðinni þar var myrt af ræn- ingja. Hefur áður verið sagt frá því í ,,Bjarma“. Lánuðu Norðmenn þá Gunnar Almelid og konu hans í staðinn til Konsó. Haraldur hefur unnið mikið IO II JARMI

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.