Bjarmi - 01.07.1968, Blaðsíða 13
(--—----------------------------------
GÓÐI JESÚS
\____________________________
Ég er svo ungur. Það er svo ljúft að lifa; sól-
in skín svo skært; dagurinn fullur af lærdómi og
leik; nóttin svo rósöm og svefninn svo vær. Ég
veit þú ert með mér, góði Jesús; þú sem sjálfur
varst barn; þú þekkir barnsins glaða hjarta. Þér
vil ég líkjast, og þig vil ég elska. Góði Jesús!
Góði Jesús! Ég er svo ungur. Það er svo ljúft
að lifa. Sólin skín svo skært. Skuggarnir fullir af
draumum. Vorið er fullt af vonum og þrá. Æskan
svo björt og fögur. Veröldin er svo víð og stór,
og ég finn í mér kraftana vaxa. Ég veit þú ert
með mér, mildi Jesús. Þú varst sjálfur æskumað-
ur og þekkir æskunnar þrá; þekkir drauma sælu
um framtíðar hreysti og fagra dáð. Þér vil ég
fylgja. Góði Jesús!
Ó, Jesús, ég er enn á bezta skeiði, og vinnu-
þrótt hef ég, og skyldu lífsins skil ég; byrðar
margra hlutverka hvíla þegar á mér, en þær eru
enn ekki svo þungar, og sæl eru viðfangsefni, og
sælt að finna orku og kraft til þess að fást við
þau. Hádegið er að nálgast, hitinn að vaxa og
þungi dagsins hvílir yfir sem ok. En þú barst
Eftir séra Friðrik Friðriksson
einnig hita og þunga dagsins og fannst ok fyrir-
hyggjunar fyrir þér og þínum hvíla á þér í vinnu-
stofunni í Nazaret. Þú skilur því einnig áhyggj-
ur og umsvif og þreytu og þunga, ábyrgð og erf-
iði manndómsáranna. Ég vil ganga undir ok með
þér, því þitt ok er indælt og byrði þín er létt og
í þér finnur hjartað hvíld. Ég kem til þín og vil
vera í þér, að þú megir kenna mér að gjöra vilja
þinn og þíns og míns himneska föður. Blessa þú
byrðar mínar, blíði, sterki Jesús!
Góði Jesús. Vertu hjá mér, því að kvölda tek-
ur og degi hallar. Sól hnígur til vesturs, og senn
kemur nóttin, en enginn fær unnið. Höfuð verð-
ur lotið og hárin grána, kraftarnir þverra og
þrótturinn dvínar. En þú ert hinn sami. Láttu
hjartað haldast ungt, og innra manninn þroskast,
þótt sá ytri hrörni. Vert þú ljósið, er lífsljósið
daprast. Ég styð mig við þinn armlegg, svo áfram
mér skili. Ég vil fylgja þér gegnum dauðann, því
þú yfirvannst dauðann. Góði Jesús!
Jesús Kristur er hinn sami í gær og í dag og
um aldir. Hebr. 13,8.
Aldarafmæli séra Friðriks
Auk þess sem sagt var í síð-
asta tölublaði frá hátíðahöldum
í sambandi við aldarafmæli séra
Friðriks Friðrikssonar má geta
þess, að sunnudaginn 26. maí
efndi séra Frank M. Halldórsson
til minningarguðsþjónustu í
Neskirkju. Var hún fjölsótt og
í lok hennar var altarisganga,
þar sem mjög margir gengu til
Guðs borðs.
Sunnudaginn 7. júlí var efnt
til helgistundar í Garðakirkju á
Álftanesi.. Var þar erindi um
séra Friðrik, lesið úr ljóðum
hans og sögukafli eftir hann,
auk þess sem sungin voru lög
og Ijóð eftir hann.
Þann 28. júlí var minningar-
guðsþjónusta í tilefni aldaraf-
mælis hans í Hallgrímskirkju í
Saurbæ. Var tilhögun í flestu
svipuð og að Görðum. Fjölmenni
var við báðar athafnirnar. Þess
má geta, að guðsþjónustan í
Hallgrímskirkju var haldin á 11
ára vígsludegi kirkjunnar, en sr.
Fr. Fr. orti sálm, er notaður var
við þá athöfn, og flutti bæn, þá
orðinn blindur.
Samkomur í Selfosshíó
Hópur unglinga úr K.F.U.M.
og K. í Reykjavík og Hafnar-
firði efndi til samkomuhalda
síðari hluta júní á Selfossi.
Fengu þau leigt Selfossbíó að
kvöldi 19. og 20. júní. Voru þau
alls um 30, sem önnuðust söng,
hljóðfæraslátt og önnur atriði
samkomanna. Gestur kvöldsins
á fyrri samkomunni var Har-
aldur Ólafsson, kristniboði, sem
þá jafnframt var aðalræðumað-
ur það sinni. Tveir unglinganna
sögðu nokkur orð. Síðara kvöld-
ið var séra Frank M. Halldórs-
son gestur kvöldsins. Sú sam-
koma var ágætlega sótt, en sú
fyrri miður. Þeir, sem þátt tóku
í samkomum þessum, voru ákaf-
lega ánægðir með, hvernig tókst.
Er mikill áhugi á því að efna til
svipaðra samkomuhalda aftur,
en óvíst, hvort farið verður á
sama stað eða reynt annars
staðar. Unglingahópurinn sá
sjálfur um allan kostnað í sam-
bandi við samkomur þessar, og
voru það allmikil fjárútlát fyr-
ir þau.
Heimsókn frá Noregi
Þegar Björn Willoch, norski
stúdentapresturinn, var hér í
heimsókn fyrir tveim árum,
hafði hann orð á, að hann myndi
reyna að koma því til leiðar, að
einhverjir kæmu hingað að
hausti til þess að halda sam-
komur og aðstoða í starfi. Ár-
angur þess er sá, að eftir ára-
mót er von á Carl Fr. Wislöff,
prófessor, K. Fuglestrand, biblíu-
skólastjóra, og Gudmund Vin-
skei, æskulýðsframkvæmda-
stjóra Norska kristniboðssam-
bandsins. Verður nánar frá
þessu skýrt í næsta blaði.
HJAllMI 13