Bjarmi - 01.07.1968, Page 15
Oft sátu þau á kvöldin í kringum litla kola-
arininn. Þá beindist talið að trúmálum. Og Fred
hafði áhuga á öllum slíkum málum. Hann fór oft
með konu sinni á samkomur únítara. Og Georg
var vel að sér um þá stefnu, siðan hann var í
Bridgewater. Þekking hans var svo víðtæk, að
einatt gerðu þau ekki annað en spyrja, og Georg
varð fyrir svörum. Það var engin furða, þótt aðr-
ir únítarar í þorpinu litu hann hornauga.
Hann minntist þess varla, að hann hefði nokk-
urn tíma verið eins hamingjusamur og þegar
hann skrifaði góða vininum sínum, William í
Bridgewater, bréf til þess að segja honum frétt-
irnar. Kona Freds var orðin kristin! Hún hafði
séð, að Jesús var frelsari hennar! —
Hann varð ekki ýkjalengi í Petherton.
Bróðir hans vildi gjarnan hafa hann í verzlun-
inni. En Fred var skynsamur. Það voru engir
framtiðarmöguleikar í litlu búðinni hans. Sjálf-
ur hafði hann verið við nám í Lundúnum. Þang-
að vildi hann senda Georg líka. Vera mætti, að
gamla fyrirtækið hans vildi taka við honum.
Það kom fyrir stöku sinnum, að Fred fór minni
háttar verzlunarferðir til Lundúna. Að öðrum
kosti fékk hann ekki nógar vörur. Og hann varð
að halda á spöðunum, ef hann átti að standast
samkeppnina við aðra í þorpinu. 1 október 1841
ætlaði hann til Lundúna, og þá tók hann Georg
með sér.
Hið gamla fyrirtæki Freds var Hitchcock og
Rogers. Það stóð við Kirkjugötu, rétt við Páls-
kirkjuna í miðri miðborg Lundúna. Allt, sem fyr-
ir augun bar, frá því Georg stökk niður úr vagn-
sætinu niður í steinlagðan húsagarðinn í Lun-
dúnaveitingahúsinu, orkaði mjög á hann. Hann
hafði aldrei séð neitt þessu líkt um dagana. Og
þegar Fred fór með hann í ferð inn í borgina,
þótti honum umferðin alveg mögnuð. Og fólkið,
hvað það var allt að flýta sér!
Hann fann það á sér, að hér mundi honum
líka lífið. Hér var nóg um vinnu og ótal tæki-
færi til að nota huga og hönd.
Daginn eftir lögðu þeir leið sína um miðborg
Lundúna, fram hjá Pálskirkjunni og eftir þröngri
Kirkjugötu til þess að hitta Hitchcock. Þá grun-
aði þá sízt, að eftir nokkur ár mundi yngri bróð-
irinn sitja í skugga hins volduga kirkjuturns —
Georg fannst eins og hann sameinaðist himnin-
um — og vera einn helzti verzlunarjöfur Lund-
únaborgar.
Þeir hittu Hitchcock, en hann tók kuldalega
á móti þeim. Hann reyndi að losna við þá þegar
í stað.
— Ég þarf alls ekki á honum að halda! Auk
þess er hann allt of lítill!
En Fred hafði liðugt málbein. Hann brá skjótt
við og hélt lofræðu um bróður sinn.
Honum mæltist svo vel, að Hitchcock virti
Georg enn einu sinni fyrir sér og hét síðan að
íhuga málið til næsta dags.
Snemma morguninn eftir — löngu áður en
verzlunin var opnuð — var Georg kominn, sveitt-
ur af eftirvæntingu.
Loksins kom Hitchcock. Georg minnti hann á
viðtalið daginn áður. Og nú lá dável á Hitchcock.
— Við getum auðvitað reynt þetta, mælti hann.
— Þú virðist vera röskur piltur.
„Röski pilturinn" fann hjá sér næstum óvið-
ráðanlega löngun til þess að stökkva hæð sína
í öllum herklæðum af einskærri gleði og þakk-
læti. En hann stillti sig, þangað til Hitchcock
hafði lokað dyrunum vel á eftir sér. Þá sneri
Georg sér snögglega við og hljóp eins og fætur
toguðu niður steinlagða og ávala Kii’kjugötuna.
Hann vai’ð að finna leiguhúsið og segja Fi’ed tíð-
indin. Fx’ed var ekki við, en Georg notaði tím-
ann, meðan hann beið, til þess að þakka Guði
fyrir það, sem hafði gei’zt, og biðja um ki’aft og
djörfung til nýs starfs og nýrra aðstæðna, sem
hann mundi nú eiga við að búa.
Fred hugðist halda heim síðari hluta dagsins.
Þegar hann heyrði fréttirnar, tók hann Geoi’g
með sér upp í hei’bergið til þess að leggja hon-
um lífsreglurnar, áður en þeir skildu. Fred hafði
litla hugmynd um, hvað það var að vera yngst-
ur í stóru Lundúna-fyrirtæki eins og Hitchcock
og Rogers, og hann hafði sömuleiðis litla hug-
mynd um þær freistingar og hættur, sem leynd-
ust í stói’boi’g. Og Georg hlustaði þakklátur á
allar góðar ráðleggingar.
— Þú getur orðið ríkur á stuttum tíma, ef þú
ert svolítið slunginn, sagði Fi’ed. — Mér leiðist
í Lundúnum, og þess vegna vildi ég komast héð-
an. Ég hef ekki heldur þrek til þess að fylgja
þessum hi’aða. En ég á kunningja, sem komu til
Lundúna með tvær hendur tómar, en eru nú
orðnir auðugir.
Og Fi’ed hafði á réttu að standa. Það var und-
arlegur tími skjótfengins gi’óða í Englandi.
En Fred gi’eindi honum líka frá því, hvaða
dilk þetta dró á eftir sér.
Þetta voi’u óeðlilegir tímar, og siðgæði allrar
verzlunar var á óhugnanlega lágu stigi. Menn
beittu öllum hugsanlegum brögðum í samkeppn-
inni. Sannleiki og heiðarleiki sátu ekki ætíð í
fyrirrúmi. Þetta átti vissulega ekki aðeins við
framámennina í heimi viðskiptanna. Einnig með-
al stai’fsmannanna voru lestir metnir sem dyggð-
ir. Afgi’eiðslumaður hagnaðist á því að svíkja
og pretta viðskiptavinina sem allra mest. Slíkur
maður sýndi kunnáttu og leikni. Hann þótti dug-
legur starfsmaður. Yfirmennirnir ypptu öxlurn
við drykkjuskap og ólifnaði, sem átti sér stað
meðal margra starfsmannanna. Fred mundi vel,
þegar deildarstjóri hans hafði bent þeim á frá-
bæra fyrirmynd, en sá var afgreiðslumaður úr
Vestur-Lundúnum og var frægur fyrir að Ijúga
án þess að blikna og féfletta viðskiptavinina af
mikilli slægð.
BJAKMI 15