Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1968, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.07.1968, Blaðsíða 16
' ' ' ‘ '• •>’ d}‘ SS8PS Þá er eg horfi á himininn, verk lianria þinna, tunglið og stjörnurnar, er þú hefur skapað, — hvað er þá maðurinn þess, að þú minn- ist hans og mannsins barn, að þú vitjir þess. Hinmarnir segja frá Guðs dýrð og festing- in kunngjörir verkin hans handa. Hver dag- urinn af öðrum mælir orð, hver nóttin af annarri talar speki. (Sálni. 8 og 19). Kveðja til kristniboðsvina. Mikið erum við þakklát ykk- ur kristniboðsvinunum heima fyrir samverustundirnar í sum- ar, sem okkur verða ógleyman- legar. Við gleðjumst yfir verki Drottins meðal ykkar og yfir því, sem hann lœtur vinnast í Konsó og Gídole. Við sjáum Drottin sjálfan fyrir okkur í því, sem gerzt hefur. Hann var einn og öllum ókunnur, þegar hann steig fram fyrir lýðinn í fyrstu, en vann sér brátt vini, sem komu til hans, sendir honum af föður hans. Nöfn sumra eru þekkt og kœr, en hann átti líka aðra, ekki síður trúa og þarfa, og honum hlýðna, þótt ónefndir séu. Sjálf- ur vissi hann um þá og hvað hann gat sett þá til og að hann átti þá að, hvar sem var og hve- ncer sem var. Bersýnt er, að í höndum Drottins verður állt miklu meira en vœnta má. Blessun hans lcetur mikið verða úr því, sem honum gefst. Ekki er það auður og stórlœti, sem að verki hefur gengið, og þó lánast kristniboðið öðru fremur og ryður sér braut. Þeir sem að því standa gefa Guði sjálfa sig fyrst og síðan það sem á er þörf til eflingar hins mikla málefnis, sem Drottinn hefur fálið söfn- uði sínum, að afturhvarf og syndafyrirgefning verði boðuð öllum þjóðum, áður en hann op- inberast að nýju til lausnar þeim, er hans bíða. Vöxtur Guðs ríkis meðál heiðinna þjóða er lír bréfum ekki einungis þeim til blessunar, heldur lika öllum, sem eru með í verki. Þeirrar reynslu hefur Drottinn unnað ykkur, kœru kristniboðsvinir, og hvetur með því til stöðugra bœna og þraut- góðra s+arfa. Þið finnið, að þið getið hvergi brugðizt. Verður það um stjörnurnar sagt, að þcer lýsi glaðar skapara sínum og segi hann: „Hvern á ég að senda“, svari þœr: „Hér erum við“, og lýsi glaðar honum, sem þœr skóp, er bœn okkar, að það mœtti vottast um ykkur líka. Megi blessunin sífellt fylgja kristniboðunum og kristniboðs- starfinu og hverjum, sem gefst Guði fyrir trúna á Jesúm Krist. Málöy 17.7. ’68 Með kærri kveðju, Lára og Sigurður Þorsteinsson. Minning Margrétar Th. Jóns- dóttur frá Gilsfjarðarbrekku. Margrét burtkállaðist 12. ág. í fyrra. Ómetanlega gleði og blessun hef ég haft af samfylgd- inni við hana á löngum kafla lífs míns. Stóran búnka á ég af kœrleiksríkum bréfum í kristn- um anda frá henni, einkum þó eftir að sjúkdómurinn hafði her- tekið líkamsþróttinn. Lítið var á það minnzt í bréfum, en meira af lofgerð og þákklceti til Drott- ins fyrir hvern gleðigeisla. Þannig skrifaði hún einu sinni á sunnudagskvöldi: ,JÉg átti í dag indœla stund: Ólafur kristni- boði kom til mín og las textann, sem hann hafði lagt út af við guðsþjónustu á Elliheimilinu um morguninn og hafði svo in- dœla bænastund.“ Oft skrifaði hún mér með veikum burðum og mundi eftir að lofa mér að fylgjast með í kristilega starf- inu. Ánœgjulegt var líka að koma á fallega heimilið hennar, vera tekið opnum örmum og eiga þar fyrirbœna og sambœna stund. Ekki gleymi ég, þegar ég átti að ganga undir uppskurð á Landákotsspítála. Þá fœrði hún mér fállega sálminn, sem staðið hafði í Bjarma: „Lausnarinn góði, ég legg þér í hönd ...“ Hún orti hann fyrir mig. Kœr- leiksrík umönnun hennar var mér ómetanlegur styrkur og uppörvun á erfiðri stund. Eg þákka Guði liðnar sœlu- stundir í samfélagi trúaðra og vil vera með í anda og biðja Guð að blessa og efla allt kristniboðs- starf innan lands og utan, í Jesú nafni. Steinunn Guðmundsd., Slcriðnisenni. m IUAKMI

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.