Bjarmi - 01.01.1973, Síða 6
Starfssvæði kristniboðsins
í Suður-Eþíópíu
Norska lútherska kristniboðs-
sambandið hóf starf í Suður-
Eþiópíu árið 1948, eða fyrir 25
árum. Uppdrátturinn hér á síð-
unni sýnir starfssvæði þeirra,
og skulu hér nefndar helztu
stöðvar þeirra og samstarfs-
manna þeirra. Þarna starfa ekki
aðeins Norðmenn, heldur einnig
Færeyingar, Danir, Finnar og
Islendingar.
Stöð vor er í Konsó. Á upp-
drættinum má sjá ána Seggen.
Hún stefnir í suður, unz hún fer
fram hjá Konsó, en þá beygir
hún til vesturs. Fyrrum lá leið
islenzku kristniboðanna norðan
frá Addis Abeba (sést ekki á
kortinu) um Javelló, og var
Seggen þá oft mikill tálmi á
þeirri leið. Nú hefur hún verið
brúuð. Nýi presturinn í Konsó,
Kússía Goyola, á að þjóna söfn-
uðum í grennd við Seggen. Eitt
kunnasta þorpið á því svæði
heitir Geldeha.
Varla getur verri veg á starfs-
svæðinu í Suður-Eþíópiu en á
milli Konsó og Gidole (norðar).
Honum er lítt eða ekki haldið
við. Hafa kristniboðarnir farið
margar svaðilfarirnar á þeirri
leið, enda reyna þær mjög á
þrek þeirra og þolrif. Stundum
er farinn „neðri vegurinn og til
Gidole að norðan“. Er þá haldið
austan við veginn, sem sýndur
er á myndinni, yfir mikla sléttu
og gróðursæla og langleiðina til
vatnsins Chamo og síðan beygt
til Gidole, upp í fjöllin. Islenzk-
ir kristniboðar hafa lagt lið í
Gidole um árabil. Nú er þar eng-
inn Islendingur. Barnaskólar eru
í Konsó, en framhaldsskólar eng-
ir. Því fara margir unglingar til
gagnfræðanáms í ríkisskóla í
Gidole (og Arba Minch). Þeir
fá sumir rúm í heimavist í
,,Konsóhúsinu“ á kristniboðs-
stöðinni í Gidole, sérstöku húsi,
sem kirkjan í Konsó á og reist
var fyrir gjafir íslenzkra kristni-
boðsvina á sínum tíma. Allmargt
æskufólk frá Konsó hefur sótt
biblíuskóla í Gidole, enda er slík-
ur skóli ekki enn risinn í Konsó.
Arba Minch er höfuðstaður
fylkisins Gamu Gofa. Á kristni-
boðsstöðinni þar er m. a. iðn-
skóli, og kvennaskóli á að rísa
þar. Þar á Jóhannes Ólafsson að
veita forstöðu sjúkrahúsi, sem
ríkið er að láta reisa rétt við
kristniboðsstöðina. — Vatnið
Abai er næststærsta stöðuvatn-
ið i Eþíópíu.
Danskir kristniboðsvinir hafa
undanfarið verið að reisa stöð
í Geressí, en það er hérað á
starfssvæði Gidole-stöðvarinnar
(sést ekki á kortinu). Sé farið
frá Gidole, er ekið í átt til Arba
Minch. Þegar komið er miðja
vegu eða þar um bil, er farið út
af aðalveginum og haldið til
vesturs, fyrst um alllangan bein-
an og sléttan veg, en síðan tek-
ur við mikill fjallvegur. Stendur
Geressí hátt, og er útsýni frá
væntanlegri kristniboðsstöð hið
fegursta. Áætlað er, að þama
starfi dönsk hjón og færeysk
hjúkrunarkona. Annar fulltrúi
Færeyinga i Eþíópíu er Elsa Jac-
obsen. Hún hefur starfað i
Konsó. I vetur hefur hún verið
hjúkrunarkona á stöðinni í Gata,
austur af Agere Selam. Danimir
eru fulltrúar lútherskrar leik-
mannahreyfingar, Danska lúth-
erska trúboðsfélagsins. Fær-
6