Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1973, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.01.1973, Blaðsíða 10
Gleðifrétt frá Gidole Það hefur komið fram í frétt- um frá íslenzku kristniboðunum í Eþíópíu, að nokkur afturför hefur orðið í sumum kristnu söfnuðunum á starfssvæðunum kringum Gidole. Einkum er hér um að ræða þorp og sveitir, sem eru í nágrenni kristniboðsstöðv- arinnar. Hefur eldur trúarinnar kulnað í ýmsum söfnuðum, svo að fáir einir eru eftir, þeirra er áður vitnuðu um Krist og sungu honum lof. Ekki er efi á því, að margir hafa beðið fyrir þessum söfnuðum, að andi Drottins vitj- aði þeirra, svo að þeir risu á ný upp af andlegum dauða og tækju háttaskipti með endumýjungu hugarfarsins. Þessar bænir hafa ekki verið án árangurs. 1 Utsyn, málgagni Norska lútherska kristniboðssambandsins, segir Pet Karlsson frá því, sem hún sá og heyrði í þorpi einu í nánd við Gidole-stöðina, er hún var þar í heimsókn á liðnu ári: Fræðslu vanÉaði — Staðurinn heitir Ojóma og er um það bil fimm kílómetra frá sjálfri kristniboðsstöðinni. Þarna var mikil vakning fyrir mörgum árum. Komu þá marg- ir til þess að hlýða á fagnaðar- erindið og játuðu, að þeir vildu afneita djöflinum of taka trú á Jesúm. Því miður reyndist örð- ugt að fræða allt þetta fólk og leiða það til vitandi lífs með Kristi. Það hvarf því smám sam- an aftur út í heiðindóminn, af því að það hlaut ekki hjálp. Þarna var reynt að hefja starf að nýju síðar meir, en þá var jarðvegurinn orðinn harður. Það reyndist næstum ókleift að fá nokkurn mann til að koma á sunnudagasamkomurnar, svo að kirkjan, sem var reist á vakn- ingatímanum, stóð auð sunnu- dag eftir sunnudag. Þeir voru ekki allfáir, sem reyndu hver af öðrum að byrja starf að nýju, en þeir urðu að gefast upp. Kvenfélagið, sem hóf göngu sína, leystist líka upp. En biblíukonan vildi ekki gefa upp vonina um, að þarna vakn- aði lífið að nýju. Hún og Bryn- hild Sagberg, skólastjóri barna- skólans á kristniboðsstöðinni, fóru því reglulega í húsvitjanir. Skírðir 05 Þá kallaði Guð ungan pilt, sem heitir Kússia Tolonge. Hann hefur gengið í skóla í átta ár, og þeir voru margir, sem töldu hann ekki hæfan „trúboða". En Guð gat notað hann. Þetta síð- asta árið hefur hann farið á hverju kvöldi til Ojóma. Þar kallaði hann fólkið saman, kenndi því að lesa og skrifa, jafnframt því sem hann fræddi það í kristinni trú. Kvennastarfið lifnaði nú við, og þær komu 40—50 konur á þessar samkomur. Námskeiðs- kennari var skipaður til þess að annast skírnarfræðslu, og sVo rann upp sá dagur, er um 95 manns voru teknir í söfnuðinn með skírn og 16 með fermingu. Það var þessi athöfn, sem eg var ,,Vi«) tiiihkum Huifi ffirir hvern einníakun hrinínihoihtvin, nem slendur nif huki okkur oij ber meif okkur i/leifi ofj [ijáninfiu kiillunarinnar oij ijerir iikkur kleiií aif flfjija eliíiípsku lijóif- inni hjáliirieifishoifskaji iiaifs." --------------- t'Jr hréii. viðstödd, og það var hrífandi stund. Kirkjan rúmar um 300 manns. Fólkið sat þröngt á gólfinu, en gólfið hafði í tilefni guðsþjón- ustunnar verið þakið kaktus- blöðum. Fram með veggjunum stóðu lágir, snúnir og skakkir trébekkir, sumir þeirra klæddir kýrskinnum, og þar var hvíta fólkinu boðið sæti. „Altaris- klæðið“ var hálfsaumað pils, sem sótt var í efnis-kassa kvennastarfsins, og skímarskál- arnar voru nokkur mjög lítil þvottaföt úr jámi. En stundin var heilög. Fólkið söng, svo að unaður var á að hlýða. Fagnaðarerindið var boð- að. Það var mikið beðið. Og menn hétu að afneita djöflinum og trúa á Drottin. Fyrst var fullorðna fólkið skírt. Síðan gengu foreldrarnir fram með börnin. Þau krupu niður á moldargólfið og voru skírð í nafni föðurins, sonarins og heilags anda. Að skímarat- höfninni lokinni talaði Johan Naustvik, stöðvarstjórinn í Gi- dole, og síðan söng pilturinn ungi, sem hafði fengið að vera sendiboði Guðs til þessa þorps. Hann hvatti líka þessa nýju lærisveina til þess að ástunda heilagt líferni, sækja samfélag heilagra og lifa allt sitt líf í Kristi. Þegar þessi samveru- stund var á enda, fóru allir út úr kirkjunni. Efiirminnilcgasta stumlin Stundu síðar var kúabjöllu hringt, þ. e. kirkjuklukkunni, og skyldi nú altarissakramentið haft um hönd. Var nú nákvæm- lega fylgzt með, að einungis safnaðarmeðlimir kæmu inn. Þegar allir voru komnir á sinn stað, gekk leiðtogi safnaðarins um og leit á alla, sem höfðu setzt þarna. Einn maður var látinn fara aftur út, og hurð var sett fyrir dyrnar. Þetta varð mér al- varleg áminning. Mér kom í hug líkingin í Matt. 22,1—14: „En er konungurinn kom inn . . . leit hann þar mann, er eigi var klæddur brúðkaupsklæðum.“ 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.