Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.01.1973, Side 16

Bjarmi - 01.01.1973, Side 16
Tölur frá Bandaríkjunum. Fyrir nokkru, segir í sænska blaðinu Budbáraren, var það kannað í þéttbýlu svæðunum í Minneapolis og St. Paul í Minne- sota í Bandaríkjunum, hversu háttað væri áhuga fólks í trú- málum. Kom þá í Ijós, að trúar- áhugi á þessum slóðum hefur minnkað til muna, ef litið er til sams konar athugunar, sem gerð var árið 1966. íþróttir eru helzta áhugamál fólksins, segir í nýju skýrslunni: 16% (14% árið 1966). En í öðru sæti eru trúar brögð: 14% (39% árið 19661). Þá koma stjórnmál: 11% (8%), tónlist: 10% (10%) o. s. frv. Safnaðarfólki í níu stærstu kirkjufélögum mótmælenda í Bandaríkjunum hefur fækkað um 250 þúsund manns nú á skömm- um tíma. Til þessara kirkna telj- ast nú 25,5 milljónir manna. Aft- ur á móti hefur fjárþörf kirkn- anna aukizt til muna, eða um nærfellt 63,5 milljónir dollara, og þurfa kirkjurnar nú á 2,3 millj- örðum dollara að halda til starf- semi sinnar, samkv. skýrslum Þjóðarráðs kirkna í Bandaríkjun- um. Lútherska kirkjan er ein of- angreindra kirkna. Guðfræðinemum fjölgar í Sviþjóð. Fleiri æskumenn í Svíþjóð vilja nú gerast prestar sænsku þjóðkirkjunnar en áður var. Þetta kom fram á fundi blaðamanna og biskupa í Svíþjóð fyrr í vetur. En aðsókn nemenda í guðfræði- deildir nægir þó ekki til að bæta úr þörfinni á prestum. Ungu guð- fræðingarnir geta valið úr 467 brauðum. Góð hugmynd. Tannlæknir nokkur í Englandi vill gjarnan, að fólk það, sem til hans leitar, fái að heyra fagnað- arerindið. Hann tekur því kristi- legar útvarpsdagskrár upp á seg- ulband og leikur það síðan á lækningastofunni hjá sér, meðan hann hefur opið. Ur ýmsum áttum Indland lokað. Billy Graham hefur orðið að hætta að sinni við meiriháttar ,,herferð“, sem fyrirhuguð var í Indlandi. Ástæðan er sú, að ind- verska stjórnin hefur ekki viljað veita honum og samstarfsmönn- um hans landvistarleyfi. Kennara vantar í Eþíópíu. Eþíópía er um það bil þrettán sinnum stærra en ísland, en fólksfjöldinn er margfalt fleiri, eða um 24 milljónir. Börn á aldr- inum 7—15 ára eru skyld að sækja skóla í Eþíópíu. Einungis 15 af hundraði þessara barna njóta fræðslu. Kennarar munu vera um 14 þúsund talsins. Það táknar, að hver kennari kenni 63 börnum, ef miðað er við, að hver nemandi sæki 35 kennslustundir á viku og kennari kenni 30 kennslustundir. Nærfellt 1000 kennarar útskrifast árlega, en það er of lítill hópur miðað við þarfir þjóðarinnar. Eins og fyrr segir, eru kennarar í Eþópíu nú um 14 000 talsins. Ef gert væri ráð fyrir, að hverjum kennara væri ætlað að kenna aðeins 30 nemendum og um helmingur skólaskyldra barna sækti skóla, þyrftu kennararnir að vera um 100 000. Kennarar í Eþíópíu hafa að vonum lægri laun en stéttar- bræður þeirra í Evrópu. Þó eru byrjunarlaun þeirra meira en tíu sinnum hærri en meðaltekjur ein- staklinga í Eþíópíu. Biblíulestur í Svíþjóð. Biblían hefur haft mikil áhrif í sögu Svía um aldirnar, eins og raun er á um allar þær þjóðir, sem hafa haft orð Guðs á móð- urmáli sínu. Jafnvel árið 1948 kom í Ijós, að 16% fullorðinna Svía las Biblíuna reglulega. F seinni tíð þykir þó bera á því, að Biblían sé minna lesin en reynd- in var á meðal fyrri kynslóða í Svíþjóð. Samkvæmt skýrslu, sem kom út á iiðnu ári, lesa nú að- eins tíu af hundraði fullorðinna Svía ritninguna, þ. e. fimm af hundraði daglega og önnur fimm eigi sjaldnar en einu sinni í mán- uði. Og þetta fólk er flest eldra en fimmtugt. Æskufólk á aldrin- um 18—19 ára les Ðiblíuna mun minna, eða aðeins 2% að stað- aldri. Hins vegar teljast Biblíu- lesarar á aldrinum 30—49 ára vera 13%. í dreifbýli eru 30% slíkra lesara, sem opna Biblíuna á hverjum degi, en í stórborgum eru þeir aðeins 5% og 12% að öðru leyti í þéttbýli. — Flestir þeir, sem eiga Biblíur, fengu þær á fermingardaginn eða við svip- uð tækifæri, eða 64%. Aðeins 9% keyptu Biblíurnar sínar sjálf- ir. Það kom í Ijós, þegar athug- unin var gerð, að tilkoma sjón- varps á heimilin dró nokkuð úr lestri orðsins. Þó horfa flestir biblíulesarar á sjónvarp, en ekki eins mikið og þeir, sem hafa lagt Biblíuna á hilluna. Ritningin á segulbandi. Stofnaður hefur verið félags- skapur í Bandaríkjunum, sem hefur það markmið að dreifa guðsorði meðal ólæsra manna um allan heim. Hyggst félagið framleiða svonefndar kassettur með þýðingum úr Biblíunni og veita kristniboðum kost á að fá segulbandstæki ókeypis. Guðsorð frá Hawai. Billy Graham-stofnunin hefur sótt um leyfi til að reisa stutt- bylgjustöð á fjallstindi einum á Mauya-eyju á Hawai. Á þetta að verða milljón vatta sendir, sá mesti sinnar tegundar í einka- eign (ef leyfi fæst), og á að ná til allrar Norður- og Suður-Amer- íku og til fjarlægra Austurlanda.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.