Bjarmi - 01.01.1978, Page 2
BREF FRA ELSU JACDBSEN
Ljós og skuggar á akrinum
Arba Minch, 19. nóv. 1977.
Kæru kristniboðsvinir.
Mig langaði til að senda ykkur
kveðju. Það var mér óblandin
ánægja að hitta ykkur svo mörg
á íslandi síðastliðinn vetur, og vil
ég þakka ykkur aí hjarta fyrir
alla umhyggju og kærleika, sem ég
naut af ykkar hálfu. Guð blessi
ykkur öll í þjónustunni, sem þið
innið af hendi, bæði heima og
ytra.
Ég flyt ykkur þakkir, ykkur, sem
minnizt mín enn þá í bæn, þó að
ég sé ekki í Konsó að þessu sinni.
Ég var sett til starfa í Abra
Minch, eins og þið vitið mörg ykk-
ar, og var fengið hlutverk hér við
sjúkrahúsið. Arba Minch er ykkur
íslendingum ekki ókunnur staður,
enda störfuðu Áslaug og Jóhannes
Ólafsson hér um langt skeið, og
hefur staðurinn því á sérstakan
hátt verið umvafinn fyrirbæn
kristniboðsvinanna. — íslenzku
kristniboðarnir, sem hafa verið í
Gídole og Konsó, hafa líka haft
náið samband við Arba Minch.
FYRIRBÆN VEITIR STYRK
Hér er gott að vera, og mér
þykir vænt um að vera hér. Ýmis
konar vandamál hafa komið upp,
bæði fyrr og nú, en Guð hefur ver-
ið nálægur með sérstæðum hætti
í öllum erfiðleikum. Mér hefur
sjálfri fundizt, að mjög margir
hafi beðið fyrir mér að þessu sinni.
Ég þakka ykkur öllum innilega.
Sjötíu rúm eru á sjúkrahúsinu,
Berisha Húnde er stöðvarstjóri í Konsó
og hefur á hendi yfirumsjón með starf-
inu i héraðinu.
og þau eru alltaf fullskipuð. Auk
þess koma um það bil 100 manns
daglega á varðstofuna.
Nú eru hér tveir læknar að störf-
um, og um þessar mundir erum
við fjórar hjúkrunarkonur, tvær
norskar, ein dönsk og ég. Áður
hafa verið hér þrjár hjúkrunar-
konur. Við erum fegin, að við er-
um svona vel mennt.
Það eru miklir möguleikar að
boða fagnaðarerindið á sjúkra-
húsinu. Á hverjum morgni, áður
en störfin hefjast, er flutt hug-
vekja við anddyrið fyrir sjúkling-
unum, sem eru komnir ásamt
fylgdarfólki. Þeir, sem eru rúm-
liggjandi, heyra líka í hátalaran-
um.
Predikarinn á sjúkrahúsinu
gengur um og ræðir við sjúkling-
ana. Á kvöldin gefast okkur líka
tækifæri til þess að hafa hugvekj-
ur inni á stofunum. Fólkið gefur
gaum að fagnaðarerindinu, og
marga hungrar beinlínis eftir að
heyra orð lífsins. Það er mikið
spurt um Biblíur, og fjölmargar
Biblíur hafa verið seldar ódýrt. Þá
höfum við einnig dreift ógrynni
af góðum smáritum, og þeim er
veitt viðtaka með þakklæti.
ÆSKAN FYLKIR LIÐI
Kristnir menn í landi hér búast
við þrengingum vegna Krists, og
margir hafa þegar fundið fyrir
þeim. Margir kaupa Biblíur til að
fela þær í jörðu. „Ef þeir taka
Biblíu frá okkur, er gott að eiga
aðra falda,“ segja þeir.
Annars er margt gleðilegt hér
í Arba Minch. Guð er að verki, og
við undrumst og þökkum. Hans
er dýrðin, nú og um alla eilífð.
Stóra, fallega kirkjan á kristni-
boðsstöðinni er nú troðfull á hverj-
um sunnudegi, þegar guðsþjónust-
ur eru haldnar. Þetta er mest-
megnis skólaæska. Margir koma
líka úr bænum.
Niðri í bænum hefur Mekane
Jesús kirkjan líka samkomuhús.
Þar er fullt hús síðdegis á laugar-
dögum og sunnudögum.
Bændafélagið hefur margsinnis
lagt hald á húsið og bannað, að
haldnar séu kristilegar samkomur.
Það hefur líka hótað að taka
Biblíumar af kristnum mönnum
og brenna þær.
Kristna fólkið ræddi við yfir-
völd hér á staðnum, og hefur það
nú fengið húsið sitt aftur, og sam-
komurnar hafa haldið áfram.
Fyrir nokkrum vikum kom hóp-
ur unglinga aftur á sunnudegi og
truflaði samkomuna. Þeir tóku
lykilinn og lokuðu húsinu einu
sinni enn. Enn er farið að semja.
Samkvæmt landslögum er trúar-
bragðafrelsi í landinu.
Ríki Guðs eflist í erfiðleikum.
FRÉTTIR FRÁ KONSÓ.
Okkur kristniboðunum líður vel,
og við erum frísk. Hér í Gamu
Gofa er enn rólegt. Við verðum
ekki beinlínis vör við stríðið, að
öðru leyti en því, að einnig héðan
er fólk sent austur á bóginn. Við
gerum okkur ljóst, að við dvelj-
EÞÍÓPÍA:
KFUM „þjóðnýtft"
Herstjórnin í Eþíópíu hefur „þjóö-
nýtt'' KFUM-hreyfinguna i landinu,
eins og komizt er að oröi f frétt-
um frá KFUM í Þýzkalandi. Hefur
stjórnin lagt hald á allar stofn-
anir, starfslið og œfingabúöir
hreyfingarinnar í Addis Abeba,
höfuöborginni. KFUM í Eþíópiu er
því ekki lengur til. Hvergi í Afríku
var KFUM eins öflugt og í Eþíópíu.
2