Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1978, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.01.1978, Blaðsíða 7
Hraun og aska íœrðu stóran hluta af byggðu bóli á Heimaey í Vestmanna- eyjum í kaf, þegar eldgos varð í Helgafelli fyrir fimm árum. Margir fundu þá til mannlegrar smœðar og getuleysis frammi fyrir ógnarmœtti náttúrunnar. En trúaðir menn tóku eftir, hvernig Guð var nálœgur i öllum hamförunum og sannaði fyrir þeim gœzku sína með mörgu móti, og býr enn lofgjörð í hjörtum þeirra. — Myndin er af eldgosinu. Þegar svo bátarnir komu inn að bryggju í Höfninni, kom mannkær- leikurinn í ljós. Allar hendur voru á lofti til að hjálpa, þar til allur þessi mannfjöldi fengi einhvern samastað. Já, „Drottinn, þú hefur verið oss athvarf frá kyni til kyns. Áður en fjöllin fæddust og jörðin og heim- urinn urðu til, frá eilífð til eilífðar ert þú, ó, Guö.“ — Það eru einkum fimm atburðir, sem gerðust í sambandi við þenn- an voða, sem við hlutum öll að sjá og voru augljóst kraftaverk frá Drottins hendi, mitt í þeim ham- förum, sem yfir gengu. Hefði veður verið hvasst af austri, þótt ekki hefði verið um nema fimm til sex vindstig, hlyti bærinn að hafa farið í bjart bál á svipstundu og þá augljóst mál, að fjöldi fólks hefði farizt, þar sem flestir voru í fastasvefni. Frá þeim voða voru Vestmannaeyingar varð- veittir augljóslega af Drottins hendi. Svo tók hraun að renna í gígn- um með ósegjanlegum krafti og í’ann í austur, beint í hafið. Þannig stýrði sterk hönd Guðs þeim voða til hafs. Við skulum hugsa okkur, að farið hefði eins og þegar Helga- fell gaus. Þá rann hraunið í suð- vestur, vestur og norðvestur, eins og giöggt má sjá enn í dag. Hvað hefði gerzt þá? Varla hefði þá eitt hús sézt upp úr hrauni. Svona er Drottins máttur. Á löngum tíma leit svo út, sem hraunið myndi loka eða granda innsiglingunni í höfnina. Dögum saman óttuðust menn það, sem ekki var að ástæðulausu. Það er mælt, að örfáir metrar séu frá fláanum úr Klettsnefi í fláa þann, sem kom úr nýja hraun- inu beint á móti (í botninum). Það er hreint undur, að ekki skyldi lokast þetta þrönga bil mitt í hamförunum, og ekki verður með orðum lýst, hvað þá hefði orðið. Þó að tækni sé mikil nú á dög- um, þá er það víst, að erfitt hefði verið að bjarga útgerðinni í Vest- mannaeyjum um árabil, svo að ekki sé meira sagt. — Þar gerðist eitt kraftaverkið. Allir, sem þekkja til í Vest- mannaeyjum, vita, að austan og suðaustan áttin er þar ríkjandi, einkum á vetrum. Er það kannski tilviljun, að ekki komu nema ör- fáir dagar, sem austan átt ríkti í Eyjum allan tímann, sem gosið stóð ? Enda þótt einn eða tveir dag- ar hafi komið með sterkan vind af austri, hefði bókstaflega allt farið í kaf, allur bærinn austur og vestur. Fjöldinn veit, að þegar eldgos verður, hvar sem það á sér stað, fylgir ætíð jarðskjálfti. I þessu til- felli var hann svo vægur, að fáir fundu hann. Það er eitt þakkar- efnið enn. Sá voði, jarðskjálfti, hef- ur oft orðið í landi okkar og hlot- izt mikið tjón af og stundum mann- skaði. — En nú er okkar blessaða Eyja að gróa upp aftur, eftir að margar vinahendur hafa unnið að hreinsun á gjalli og ösku. Nú bið ég Guð að blessa mína kæru Heimaey og þakka honum þau mörgu starfsár, sem hann gaf mér þar. Ég bið hann að blessa Landakirkju og söfnuð hennar, bið hann að blessa það nýja trúarlíf, sem virðist vera að fæðast í söfn- uðinum, trúarlíf, sem margir trú- aðir hafa beðið Drottin um í mörg ár. ,,Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni, og hann leiddi þá úr angist þeirra. Hann breytti storm- viðrinu í blíðan blæ, svo að bylgj- ur hafsins urðu hljóðar. Þá glödd- ust þeir yfir því, að þær kyrrðust og hann lét þá komast í höfn þá, er þeir þráðu. Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans og dásemd- arverk hans við mannanna börn“ (Sálm. 107, 28-31). Þóröur H. Gíslason. Greinarhöfundur er netagerðarmað- ur. Hann var og árum saman með- hjálpari í Landakirkju í Vestmanna- eyjum. Nú á hann heima í Reykjavík. 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.