Bjarmi - 01.01.1978, Qupperneq 5
HALLA BACHMANN:
Hendur GuSs
Eru hendur Guðs í þínu lífi?
Hefur þú rétt út hendur þínar móti
höndum hans?
Drottinn sagði við ísrael: „Ég
hef rétt út hendur mínar allan dag-
inn í móti þrjózkum lýð.“
ísraels Guð er Guð alheimsins
og því þinn Guð. Enn í dag eru
hendur hans útréttar til þín, fyrir
þig-
Hann segir: „Er hönd mín svo
stutt, að hún geti ekki frelsað, eða
vantar mig mátt til að bjarga?“
(Jes. 50.2).
Svarið er: „Sjá, hönd Drottins
er eigi svo stutt, að hann geti ekki
hjálpað — en það eru misgjörðir
yðar, sem skilnað hafa gjört milli
yðar og Guðs yðar“ (Jes. 59,1—2).
Hendur Guðs eru enn þær sömu,
reiðubúnar að frelsa og bjarga.
Frelsa frá synd og dauða og feykja
burtu misgjörðunum. Já, hendur
Guðs kasta öllum misgjörðunum
i djúp hafsins, ekki vegna þess að
þær séu svo máttugar, heldur
vegna þess að þær eru gegnum-
stungnar. Það er vegna fómar-
dauða guðssonarins, því að nú er
hið eilífa mark kærleikans í hönd-
um Guðs.
Þess vegna er það, að hversu
margar og stórar sem syndimar
kunna að vera, þá mást þær út,
þegar þær hafa farið um þessar
heilögu hendur.
Hendur Guðs em ávallt til reiðu,
útréttar til að leysa hvem vanda.
Hann getur greitt úr flækju, sem
mannlega séð virðist óleysanleg.
Ef það er í höndum hans, þetta
mál, sem þú ræður ekkert við, seg-
ir hann þér að taka hendur þínar
burt og treysta sér einum. Og sá,
sem treystir Drottni, verður ekki
til skammar.
Ef til vill stendur þú á vega-
mótum og veizt ekki, hvert-skal
halda. Þá er hönd hans enn útrétt
til að leiða og benda. Hvar sem ég
er og hvert sem ég fer, þá ert þú
þar, „þótt ég settist við hið yzta
haf, einnig þar myndi hönd þin
leiða mig“ (Sálm. 139,10).
Ef við höfum rétt hendur okk-
ar móti höndum hans, þá láta þær
okkur aldrei afskiptalausar, hend-
ur Guðs. Þær eru sívinnandi okk-
ur í hag.
Þær móta okkur líka. „Eins og
leirinn í hendi leirkerasmiðsins,
svo eruð þér í minni hendi, ísraels
hús, segir Drottinn“ (Jer. 18,6).
Eru ekki margar misfellur í okk-
ar lífi, sem þyrfti að laga, svo að
úr verði ker til heiðurs, helgað ker
og hagfellt húsbóndanum, hæfilegt
til sérhvers góðs verks?
Ef til vill þurfa þessar hendur
að taka fastar á, ef til vill slá, ef
mótspyrnan er mikil og efniviður-
inn harður og óþjáll. ,,í reiði minni
sló ég þig, en af náð minni misk-
unna ég þér“, sagði hann við lýð
sinn (Jes. 60,10). Það er sama
höndin, sem særir og græðir. Það
er hann, sem agar, af því að hann
elskar. Það er blessuð höndin hans.
Minnumst þess, að sá, sem faðir-
inn sló þyngsta höggið, var sá, sem
hann elskaði mest.
Ef til vill læðist að okkur efi.
Ögunin getur verið hörð og löng,
og við spyrjum: „Hefur hann
sleppt af mér hendinni?“
Jesús svarar: „Ég gef þér eilíft
líf, og þú skalt aldrei að eilífu
glatast, og enginn skal slíta þig
úr minni hendi — og enginn getur
slitið þig úr hendi föðurins."
Okkar er að fylgja góða hirðin-
um og hlýða raust hans.
Orðið segir okkur, hvað þessar
hendur hafa mesta unun af að
gera. Það er að blessa.
„Og Guð blessaði þau.“ Það voru
okkar fyrstu foreldrar.
Enn segir: „Guð blessaði Nóa og
syni hans.“ „Guð blessaði Abra-
ham og hann sagði: Ég skal ríku-
lega blessa þig — og af þínu af-
kvæmi skulu allar þjóðir jarðar-
innar blessun hljóta.“
Og fyrirheitið rættist í Orðinu,
sem varð hold. Og við sjáum mynd-
ina fyrir okkur: Jesús er um-
kringdur af börnum, og hann —
lagði hendur yfir þau og blessaði
þau.
Ef til vill er langt síðan þú hef-
ur beðið um blessun handa hans.
Þú segir þá: „Hann hefur gleymt
mér.“
Þá svarar hann: „Hvort fær
kona gleymt brjóstbarni sínu, að
hún miskunni eigi lífsafkvæmi
sínu? Og þó að þær gætu gleymt,
þá gleymi ég þér samt ekki. Sjá,
ég hef rist þig á lófa mína“ (Jes.
49,15—16).
Já, Guði sé lof fyrir það, að þótt
við séum ótrú, þá er hann samt
trúr.
Hendur Guðs — getum við kom-
izt af án þeirra?
Þegar okkar hendur eru mátt-
vana, finnum við gleggst, hve
hendur hans eru máttugar. Þegar
hendur okkar fálma og flækja,
finnum við bezt, hve mikil list og
hagleiki býr í höndum hans.
Hefur þú rétt hendur þínar móti
þessum höndum?
Eru hendur Guðs í þinu lífi?
HaTla BacTimann.
Bezta óskin
Danski rithöfundurinn H. C.
Andersen heimsótti einhvem tíma
sálmaskáldiö Ingemann. Skáldið
spuröi gestinn:
,fHvers mundir þú óska þér, ef
þú mœttir fá þrjár óskir upp-
fyUtar?“
Andersen svaraöi: ,fÉg mundi
óska þess, aö ég yröi mikiö skáld,
aö mér tækist aö umbreyta mönn-
unum í samræmi viö þá mynd, sem
ég ber í brjósti mér, og aö þjóö
mín minnist mín ávallt meö kær-
leika í huga. — En hversu mundir
þú óska þér, Ingemann?“
Ingemann svaraöi: „Ég mundi
óska mér þess eins, aö vilji Guös
yröi í öllum greinum í Itfi minu“.
,fÞú hefur rétt fyrir þér“, mælti
Andersen. „Ósk þín er miklu betri
en minar þrjár“.
5