Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1978, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.01.1978, Blaðsíða 9
Þjónusta vegna friðþægingarinnar í inngangi bréfsins lofar postul- inn Guð fyrir alla huggun, sem hann veitir honum í þrengingum hans, 1,3—7, en segir lesendum síðan, að hann hafi nýlega lent í lífshættu í Asíu. Má vera, að hann eigi þar við uppþotið, sem Deme- tríus olli, Post. 19. Postulinn gerir grein fyrir, hví hann breytti ferða- áætlun sinni og hvers vegna hann sendi þetta alvarlega bréf. Hann vill, að næsta heimsókn sín til Kor- intu verði til gleði, en ekki hryggð- ar, á báða bóga. Fyrir því er hann nú reiðubúinn að fyrirgefa hinum iðrandi syndara, og þess vegna var hann líka órólegur á ferðalaginu, af því hann fann ekki Títus í Tróas, svo að hann hraðaði sér áfram til Makedóníu, 1,8-2,13. Sífellt hefur Guð sýnt honum, að hryggð hans var ástæðulaus. Þess vegna vegsamar hann dýrð postulaembættis síns í næsta hluta bréfsins, 2,14—4,6. Hann fyrirverð- ur sig ekki fyrir þrengingar þær, sem eru samfara þessu em- bætti, 4,7—8. Vonin um eilífa dýrð, 5,1—10, og hugsunin um kærleika Krists knýr til látlausrar pjónustu í þágu friöþœgingarinnar, 5,11—21. Jafnframt hvetur hann söfnuðinn til að veita ekki náð Guðs viðtöku til einskis, heldur forðast alla saurgun heiðindómsins, 6,1—7,1. í raun réttri er Páll að verja sig með þessum orðum fyrir árásum júðingjanna. í 7,2 tekur hann aft- ur upp þráðinn frá 2,12nn og segir frá því, er þeir Títus hittust í Makedóníu. Leggur hann áherzlu á, hvílíka huggun og gleði hann hafi hlotið af frásögn Títusar frá Korintu, 7,2-16. Þess vegna áræðir hann nú að bæta við innilegri áminningu um, að þeir láti verða af því að safna fé handa hinum heilögu í Jerú- salem, áður en hann komi til Kor- intu. í sambandi við það lætur hann Títus fara á undan sér til Korintu, 8—9. En hann undirbýr komu sína á annan hátt: Hann sker upp herör gegn villukennendum. Gerir hann rækilegan samanburð á sér sjálf- um og falspostulunum, og vill með því knýja söfnuðinn til að velja á milli sín og þeirra, hvorum þeir vilji fylgja, 10,1,2,18. En hann hefur líka enn þá margt út á söfnuðinn sjálfan að setja, og þegar hann kemur nú til Korintu, ætlar hann ekki lengur að þyrma þeim, sem hafa ekki snú- ið frá syndum sínum. Hann biður þá samt að hlífa sér við að beita postulavaldi sínu, 12,19; 13,10, og lýkur svo bréfinu með nokkrum vinsamlegum orðum og hinni post- ullegu blessun, 13,11—13. Postulinn skrifar bréf sitt á ferð sinni frá Efesus um Makedóníu til Grikklands, Post. 20,1—2, líklega í Filippí, að hausti til árið 55 eða 56 og sendir það með Títusi til Korintu, sbr. 8,17nn. Nokkrum mánuðum síðar er Páll í Korintu og skrifar þá bréfið til Rómverja. Þar kveðst hann hafa lokið predikun fagnaðarerindisins í austurhluta ríkisins. ,,Nú á eg ekki lengur neitt ógjört í þessum héruðum", Róm. 15,19—23. Af þessu verður ráðið, að hann hafði náð því marki, sem hann setti sér með því að skrifa 2. Korintubréf, og heimsókn hans til Korintu hafi í raun og veru orðið bæði honum og söfnuðinum til gleði og upp- örvunar. Nýja testamentið varar oft við villukenningum. Á öllum tímum er vegið að kenningum fagnaðarer- indisins. Það er örlagaríkt, því að trúna verður að reisa á þeim grund- velli, sem birtist í fagnaðarerind- inu. Páll hafði vald til að flytja fagnaðarerindið óskorað. Fram- setning hans er rétt, og hún er í samræmi við predikun hinna post- ulanna og Jesú sjálfs. Höfum það í huga, þegar reynt er að kljúfa í sundur boðskap Jesú og kenningu postulanna, en það er ekki unnt, því að trú vor hvílir á grundvelli postulanna og spámannanna, en Jesús Kristur er hyrningarsteinn- inn, Efes. 2,20. FRÁ STARFINU a» ____ SAMKOMUVIKA. — Skúli Svavars- son, Jónas Þórisson og Gunnar Sig- urjónsson tóku þátt í kristniboðs- og æskulýðsviku, sem KFUM og K og kristniboðsfélögin á Akureyri héldu í kristniboðshúsinu Zíon dag- ana 6.—13. nóvember siðastliðinn. Auk þeirra töluðu á samkomum vik- unnar sr. Halldór S. Gröndal og sr. Gísli Jónasson, skólaprestur. Ungt fólk á Akureyri tók einnig þátt í samkomunum með söng og tali. Bjarni Guðleifsson stjórnaði samkomunum, sem voru vel sóttar. — Síðast i vikunni fór Jónas til Reykjavikur, þar sem hann átti að prédika við útvarpsmessu á kristni- boðsdaginn, 13. nóvember. Skúli prédikaði þann dag við guðsþjón- ustu i minningarkirkjunni á Akur- eyri, þar sem verið var að máta Akureyrarkirkju. Sr. Pétur Sigur- geisson þjónaði fyrir altari. — Á kvöldsamkomum vikunnar var út- býtt umslögum undir gjafir til kristniboðsins að vanda, og komu inn um 160 þúsund krónur. — / kirkjunni komu inn um 20 þúsund krónur. UNGLINGAMÓT. — Gunnar og Skúli tóku ásamt fleirum þátt í unglingamóti, sem KFUM og K á Akureyri héldu dagana 5. og 6. nóvember að Hólavatni. 25 ÁRA AFMÆLI. — KFUK á Ak- ureyri minntist 25 ára afmælis sins á hátiðarfundi, sem haldinn var í Zion miðvikudaginn 16. nóvember, en félagið var stofnað 15. nóvember 1952. Þórey Sigurðardóttir, tor- maður félagsins, stjórnaði fundin- um. Hanna Stefánsdóttir rifjaði upp ýmislegt frá stotnun félagsins og tildrögum hennar. Gunnar Sigur- jónsson flutti hugleiðingu út frá Guðs orði í lokin. Á fundinum voru þrjár ungar stúlkur teknar inn sem nýir félagar. ____Oti AISTW HINN 21. nóvember fóru þeir Gunn- ar og Jónas til Egilsstaða. Hötðu þeir eina samkomu í kirkjunni og töluðu auk þess á tveim samveru- stundum við fermingarbörn sóknar- prestsins, sr. Vigfúsar Ingvars Ingv- arssonar. Auk þess töluðu þeir á samkomu og kynntu kristniboðið i unglingaskólanum að Eiðum, svo og á Eskifirði. f lt EYJUM SKÚLI SVAVARSSON dvaldist i Vestmannaeyjum 19.—29. nóvem- ber og lagði lið í starfinu þar. Voru m.a. haldnar fjórar almennar sam- komur, meðan hann var í Eyjum. 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.