Bjarmi - 01.01.1978, Side 10
Heimilið og fjölskyldan - 7
TAKTU
HEIMILI
MITT
Það kemur fyrir, þegar ungt,
trúað fólk, sem hefur starfað að
kristilegum málefnum, stofnar
heimili, að það „dregur sig inn
í skel“ og sinnir upp frá því lítt
eða ekki þeim verkefnum, sem
bíða lærisveina Drottins. Heim-
ilið er þó vissulega vettvangur,
þar sem Jesús Kristur vill veita
blessun sína, enda eru þeir læri-
sveinar að sönnu ófáir, sem hafa
einmitt opnað heimili sín í þágu
frelsara síns. ,,Er þeir nú voru
á ferð, kom hann (Jesús) í þorp
nokkurt. En kona ein að nafni
Marta tók á móti honum í hús
sitt“ (Lúk. 10,38-39). Þegar
Lýdía í Filippíborg hafði tekið
trú á Drottin, sagði hún við þá
Pál postula og félaga hans: ,,Ef
þér álítið mig trúa Drottni, þá
gangið inn í hús mitt og takið
þar dvöl“ (Post. 16,15). ,,Ak-
vílas og Priska ásamt söfnuðin-
um í húsi þeirra biðja kærlega
að heilsa yður“, skrifar Páll í
niðurlagi fyrra bréfs síns til Kor-
intumanna (16,19). Sá, sem
helgar heimili sitt Drottni, kemst
að raun um, að ómæld blessun
fellur honum í skaut.
Það er staðreynd, að allur
þorri manna gengur fram hjá
kirkjum og samkomuhúsum. Þá
verða lærisveinar Krists að taka
til sinna ráða. Það er eitt ráðið að
nota heimili sitt. Á heimili hefur
margur maðurinn heyrt það orð,
sem varð honum orð frá Drottni
og jafnvel úrslitaorð, svo að
hann sneri sér til Drottins og tók
að lifa honum. Á heimili er unnt
að auðsýna kærleika og þjón-
ustu, sem hvergi annars staðar
verður látin í té.
Tske W!y Home (Taktu heim-
ili mitt) heitir bók, sem Scrip-
ture Union í Lundúnum hefur
gefið út. Höfundur er Margaret
Warde. Þar segir frá nokkrum
hjónum og einstaklingum, sem
hafa ákveðið að nota heimili sín
til að veita öðrum hiálp og þjón-
ustu og bera vitni um Jesúm
Krist. Fer hér á eftir fyrri hluti
eins kaflans úr bókinni, með leyfi
útgefanda. Síðari hlutinn mun
birtast í næsta blaði „Kærleik-
urinn gerir menn uppfinninga-
sama“, segir í útlendum söng.
Það sannast hér.
PABBI VAR BARNAViNUR
,,Ég man ekki eftir pabba
öðruvísi en umkringdum hópi af
börnum, þegar hann kom heim
úr kolanámunum, svartur upp
fyrir höíuð“, segir Leonard Willi-
ams hlýlega. „Börnin elskuðu
hann. Hann vann baki brotnu, og
við vorum fátæk heima, en við
vorum hamingjusöm, af því að
við vorum auðug að því, sem
mestu varðar. Faðir minn var
guðhræddur maður og safnaði
okkur saman á hverjum degi til
guðræknisiðkana“.
Þótt fjölskyldan hefði úr litlu
að spila, voru ferðapredikarar
ætíð aufúsugestir á heimilinu,
og það var einmitt einhverju
sinni, þegar trúboði var í heim-
sókn, að Leonard gaf sig Jesú
Kristi á vald. Hann var þá um
það bil nítján ára gamall.
„Ég var heillaður af persónu
trúboðans", segir hann. „Við töl-
uðum saman á kvöldin, og síð-
asta laugardaginn, sem hann
stóð við, spurði hann mig, hvað
mér virtist um Jesúm Krist. Ár-
angur þeirrar spurningar varð sá,
að við krupum á kné, og ég veitti
Jesú viðtöku sem frelsara mín-
um“.
í margra mílna fjarlægð átti
heima stúlka nokkur, á mjög
ólíku heimili, og hafði hún þá
ekki enn heyrt nefndan Leonard
Williams. Móðir hennar var kom-
in á miðjan aldur, þegar hún
snerist til lifandi trúar fyrir áhrif
biblíulestrar á heimili nokkru.
Tólf ára dóttir hennar, Muriel,
varð svo snortin af að sjá, hví-
líkum stakkaskiptum móðir henn-
ar tók, að hún sneri sér til frels-
arans ári síðar. Enn leið eitt ár,
og þá varð faðir Muriel einnig
kristinn.
Þetta var sérstætt heimili, af
því að það var í hverfi, þar sem
tekið var á móti flóttafólki, og
móðir Muriel átti ekki aðeins
frænda og frænkur, sem bjuggu
hjá henni, heldur hýsti hún líka
sex flóttamenn. Hún hélt fund
fyrir þessi börn í setustofunni
sinni, og um nítján börn úr
grenndinni létu sjá sig.
Leonard Williams var boðið
að tala á þessum fundi eða sam-
komu, og þannig bar það til,
að þau Muriel hittust. Og ást-
in dafnaði, þangað til einn góð-
10