Bjarmi - 01.01.1978, Blaðsíða 11
Fagnaðarerindið um Krist kemur alls staðar með birtu og hjólp í lífsbarótt-
unni. Því œtti fólk að skipa frelsaranum í heiðurssœti á heimilum sínum,
er það stofnar til hjúskapar, — og íhuga, hvort það getur ekki gefið öðrum
hlutdeild í þeirri blessun, sem Kristur veitir því á heimilum þess. — Greinin
hér á opnunni segir frá kristnum hjónum, sem opnuðu heimili sitt fyrir
unglingum, er þurftu sérstaklega hjálpar við. Þar nutu þeir kœrleika og
öryggis.
an veðurdag að þau giftust og
stofnuðu heimili. Þau voru mikl-
ar andstæður. Leonard var opin-
skár, aldrei feiminn, og sífellt
fullur af orku. Muriel var hlé-
dræg og varð óstyrk í hnjálið-
unum, þegar fólk leit inn til
þeirra. Af þessu varð hún önug
í lund, og hún varð að læra að
leyfa fólki að vera eins og því
var eðlilegt, án þess að mögla
eða kvarta.
,,Fyrsta íbúðin okkar var ekki
nema tvö herbergi", segir hún.
,,Húsgögnin voru gömul og vegg-
fóðrið svart á litinn, en við vor-
um staðráðin í að nota hana i
þjónustu Drottins, og við gerð-
um það“.
[ þá daga var ekki til rieitt
sjúkrasamlag. En Leonard hafði
sótt stutt læknisnámskeið, og
því kornu grannarnir til hans út
af alls konar vandamálum og
erfiðleikum. Hann minnist konu
einnar. Hún kom með barn sitt,
sem hafði gleypt prjón. Leonard
og Muriel voru vingjarnleg við
alla sem bar að garði, og hjálp-
uðu þeim, ef þau máttu.
ÞRJÁTÍU OG FJÖGURRA
MANNA FJÖLSKYLDA
,,Leonard var alltaf að fara út
í skemmtigarðinn til þess að
leika knattspyrnu við börnin í
hverfinu", segir Muriel hlæjandi.
,,Hann eignaðist nokkra góða
kunningja, og þegar okkur fædd-
ust sonur og dóttir, komumst við
að því, að við áttum heilmarga
vini fyrir þeirra tilstilli".
Lífið gekk sinn vanagang um
skeið. En Drottinn hafði aðrar
fyrirætlanir í huga með ungu
hjónin. Leonard kynntist manni
einum. Sá var að leita að hjón-
um, sem vildu ganga nokkrum
piltum ,,i foreldra stað“. Þeir
voru nemendur úr skóla fyrir
vandræðapilta. Þeim var nauð-
syn á að komast á heimili, þar
sem þeim væri hjálpað til þess
að lifa í sátt og samlyndi við
þjóðfélagið. Og fyrr en varði
voru Williamshjónin orðin ,,pabbi
og mamma" þrjátíu pilta í stóru
húsi.
Þau tóku við húsinu af fólki,
sem hafði geymt alla hluti í lok-
uðum hirzlum og herbergjum.
Þessu var fljótlega breytt, og
stefnt var að því, að allt væri
með eðlilegum heimilisbrag.
Aldrei var nokkru stolið, eftir að
auðvelt var að nálgast það, og
hjónin sáu, að sú breyting, sem
þau höfðu gert í þessu efni, hafði
örvandi áhrif á piltana.
Muriel játaði, að í fyrstunni
hefðu þau hugsað sér að veita
börnum sínum fullkomna vernd
— miklu meiri en nauðsynlegt
var, einkum dótturinni, þar sem
sumir drengirnir höfðu gerzt
brotlegir gagnvart stúlkum. ,,En
við komumst fljótlega að raun
um, að traust kallar á traust í
þessum efnum, og piltarnir lærðu
að bera virðingu fyrir henni, og
þeir gættu jafnvel tungu sinnar,
þegar hún var náiægt. Við urð-
um líka að reyna að vera al-
gjörlega réttlát og forðast að
afsaka okkar börn fremur en hin
— en um tíma var það mjög
erfitt", segir Muriel.
Hjónin höfðu hluta hússins út
af fyrir sig, einkum til þess að
börn þeirra hefðu næði til náms.
Samt læstu þau aldrei dyrun-
um, og drengirnir máttu koma
inn, hvenær sem þeir vildu. Sum-
ir komu af sjálfsdáðum til þess
að spjalla við þau, og Muriel
fann, að þeim líkaði vel að tala
við hana í eldhúsinu. Þeir gátu
trúað henni fyrir tilfinningum sín-
um og lesið fyrir henni bréfin,
sem vinkonur þeirra skrifuðu
þeim.
,,Við urðum að vera við því
búin að hlusta með þolinmæði,
þó að okkur virtist þeir fara með
eintómt rugl. Það var drengjun-
um hjálp til að létta á sér og
losna við byrðarnar", segir hún.
Framhald.
11