Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.01.1978, Qupperneq 12

Bjarmi - 01.01.1978, Qupperneq 12
Það er alkunna, aS kristniboSar hafa kennt ótalmörgum þjóðílokkum að lesa og skriía (og víða orðið fyrstir manna til að fœra tungur þeirra í letur) og þar með opnað þeim leið til þekkingar og frœðslu. Þeir geta síðan lesið Biblí- una, orð Guðs, — en losna lika úr viðjum vanþekkingar, hjátrúar og sjúkdóma, sem oft haldast í hendur. — Myndin er tekin i kennslustund í Austur-Afríku. Æskan kemur til Krists Sagt frá kristniboðsstarfi í Kenýu Norska lútherska kristniboðssambandið hefur haft fáeina sendiboða í bœn- um VOÍ í suðurhluta Kenýu undanfarin ár. Þar var nokkurt kristilegt starf fyrir, og hafa Norðmenn ekki stefnt að því að mynda þar nýja söfnuði, eins og gert er t.d. I Eþíópíu og œtlunin er að vinna að, þegar nýtt starf verður hafið annars staðar I Kenýu (vœntanlega í samvinnu við íslenzka kristniboðs- vini). Hins vegar hafa kristniboðarnir í Voí meðal annars unnið mikið að því að útbreiða kristilegt lesefni og kennt kristin írœði í skólum í bœnum. Góðar fréttir berast nú af starfi þessu í Voí, og segja norsku hjónin Edit og Jakob Trodahl í effirfarandi grein frá hrœringu, sem orðið hefur meðal ungs fólks, er hlustað hefur á krístinn vitnisburð. „Viltu biðja fyrir mér“ „í helgu skrauti frá skauti morg- unroðans kemur dögg æskulýðs þíns til þín“ (Sálm. 110,3). Stórfenglegir hlutir hafa gerzt hér í Voí. Æskan kemur til Jesú, ekki í stórum hópum, heldur einn og einn æskumaður, svo að lítið ber á, stundum tveir saman. „Get- ur þú hjálpað okkur, svo að við megum frelsast?" Piltur kom hlaupandi eftir kennslustund í skólanum: „Sir (herra), viltu biðja fyrir mér, svo að ég frelsist?" Við lásum í Biblí- unni, ræddum saman og báðumst fyrir. Þegar ég hitti hann næst, var hann glaður í bragði og sagði: „Nú hef ég líka vitnað fyrir öðr- um“. Þessi piltur er úr menntaskóla, sem er 25 km frá Voí. Þegar guðs- þjónustunni var lokið á sunnudag- inn var, kom piltur til mín og mælti: „Ég vil láta frelsast. Getið þið liðsinnt mér?“ Á þeim slóðum hafa töluvert margir veitt Jesú viðtöku sem frelsara sínum undan- farna mánuði. Þar eru fullorðnir stúdentar og margir, sem eru þroskaðir, kristnir menn og færir um að hjálpa öðrum. Hér í gagnfræðaskólanum í Voí byrjuðum við fyrir tveimur mán- uðum að halda guðsþjónustur árla á sunnudagsmorgnana, en það höf- um við ekki gert áður. Við byrj- um klukkan átta, áður en þeir borða morgunverð, enda er það eini tíminn á sunnudögum, sem við getum notað til þessa. Þarna koma sjötíu til hundrað œskumenn á hverjum sunnudegi, og flestir staldra við eftir samkomurnar til þess að taka trúna á Drottin. Því miður hafa nokkrir þeirra, sem komu, horfið í burtu, af því að þeim „tókst ekki að trúa“. Það er rótgróinn hugsunarháttur á meðal þeirra, að trúin sé eitthvað, sem við verðum að koma til vegar, leysa vel af héndi, svo að við verð- um örugglega hólpin. En eins og fyrr segir virðist sumt sæðið „bera ávöxt“, og hlutverk okkar er að taka þá unglinga að okkur. Allt verður að kenna þeim: Hvernig eigum við að biðja? spyrja þeir. Hvernig á að lesa orð Guðs? Hvernig breyta eins og kristinn maður? í þessu sambandi er gott að benda á lesefni, auk hinna per- sónulegu tengsla. Ég vil bæta því við, að í seinni tíð höfum við fengið góðan hóp samverkamanna, sem veita okkur mjög mikla hjálp, einmitt við að sinna nýliðunum. Þetta eru ekki starfsmenn, sem við höfum ráðið eða launum. Maður einn. sem hef- ur nýlokið prófi í lyfjafræði og starfar á sjúkrahúsi, kemur úr samfélagi stúdenta og veit, hvar „skórinn kreppir að“. Annar sam- starfsmaður er hjúkrunarkona; einn er skrifstofustjóri í trygging- arstofnun héraðsins, og annar vinnur í fangelsinu. Sumir eldri stúdentanna hjálpa okkur líka, tala á útisamkomum, ná sambandi við nýja fólkið o.s.frv. Áhrifamiklar kvikmyndir Það hefur verið sérlega ánægju- legt að ræða við þetta nýja fólk. Oft koma fram sömu atriðin: „Ég hef lengi þráð að frelsast og hef aðeins beðið eftir tækifæri til þess, að einhver leiðbeindi mér“. „Kvik- myndirnar, sem þið hafið sýnt, hafa talað til okkar“. Einn sagði: „Áður en ég kom hingað í skólann, vissi ég ekki, að neitt væri til, sem hét að láta frels- ast. Kvikmyndin, sem þið sýnduð á sunnudaginn, sannfærði mig um, að ég gæti líka orðið hólpinn". í kennslustundunum í skólanum er líka beint til okkar spurning- 12

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.