Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1978, Síða 14

Bjarmi - 01.01.1978, Síða 14
Ég var gudspekingur Framhald af bls. 1. fólk hrósaði sér af því að vera víðsýnt og laust við allar kreddur. Það varð til þess, að trú mín á guðspekina efldist stórum. Þegar ég var 19 ára gömul, hitti ég pilt, sem var með mér í lista- skólanum, og við gengum í hjóna- band. Það markaði upphaf þess, að guðspekin lyti í lægra haldi í lífi mínu. Ég reyndi að fá manninn minn á mitt band, en hann var svo „van- þróaður", svo skammt á veg kom- inn, að hann vildi meira aö segja sœkja kristna kirkju. Fór ég með honum í nokkur skipti. Við áttum heima í fjölbýlishúsi, þar sem aðfluttir mótmælendur bjuggu, og hér var það, sem ég fór að efast um niðurstöður guð- spekinnar. Ég hafði heyrt guð- spekinga flytja marga fyrirlestra um bræðralag mannkynsins, en ég haföi ekki séö neitt gert þeim til hjálpar, sem traökaö var á og liöu skort. Auk þess vissi ég mörg dæmi þess, að fjölskyldur leystust upp meðal guðspekinga. En þarna meðal nýbyggjanna var þessu öðruvísi farið. Þetta fólk Leiðrétting Lesendur blaðsins eru vinsam- lega beðnir að athuga, að nokkur orð féllu niður í greininni Sunnu- áagurinn eftir sr. Magnús Guð- mundsson í 11. tbl. Bjarma 1977. Fer stuttur kafli úr greininni hér á eftir, og er það skáletraö, sem niður féll. Lesendur ættu að færa leiðréttinguna inn í blaðið, fyrir neðan 3. dálk á blaðsíðu 12: „Á 2. öld e. Kr. var farið að tala um áttunda daginn og er þar ber- sýnilega átt við sunnudaginn. Sjö daga vikan var í augum kirkjufeðr- anna tákn hinnar gömlu sköpunar, sem algjöröist á þeim tíma. Áttundi dagurinn var því tákn hinnar nýju sköpunar, sem hófst eftir sabbat- inn.“ talaði lítið um bræðralag, en breytti þeim mun meir í anda þess. Forystumennirnir vörðu kröftum sínum til þess að létta undir með öðrum. Mér féll vel við leiðtoga þeirra og konu hans. Ham- ingja og öryggi virtist einkenna hjónaband þeirra, og sú ægilega staðreynd rann upp fyrir mér, að hjónaband mitt var að sigla i strand. Ég var hinn veiki hlekkur í hjónabandi okkar, ég, hinn gáfaði og veraldlegi guðspekingur. Ég talaði um alþjóðlegt bræðralag, en ég neitaði að þóknast eiginmanni mínum. Ég var orðin óstjórnlega afbrýðissöm og hafði ekkert mér til málsbóta. Starfið vanrækti ég af algjöru ábyrgðarleysi, þvi að ég fór ekki nógu snemma á fæt- ur til þess að komast til vinnu á réttum tíma. Og væri ég með fólki og þættist þola móðganir, þreif ég það, sem hendi var næst, og henti því út úr herberginu. Ég var hin aumasta húsmóðir — og ég vissi það. Dag nokkurn kom maðurinn minn til mín og sagði einbeittur: „Ég vil, að við skiljum. Það er ekki unnt að búa með þér“. Mér var allri lokið. En jafnframt vissi ég, að ég hafði unnið til þess, að hann hafnaði mér. Þó virtist mér skilnaður ekki koma til greina, enda biði ég þá algjöran ósigur. Ég minntist bernsku minnar. Ég hafði svarið, að hjónaband mitt mundi vara við. Ég velti vandanum fyrir mér fram og aftur. Hvaða svar gat ég fundið í trúarbrögðum mínum? Ég hlustaði og heyrði: „Jæja, væna mín, þetta er fyrra líf þitt, eins og þú veizt. Það hlýt- ur að koma þér í koll fyrr eða síðar“. Eða: „Mundu eftir guðsneistan- um í brjósti þér. Seztu niður í íhug- un, og þú verður betri manneskja. Hinir huldu kraftar innra með þér munu bjarga þér og hjónabandi þínu“. Mér varð allt í einu Ijóst, að guð- spekin bauð fólki áferðarfallegar kenningar, en engan kraft. Hún setti fram, að því er virtist, skyn- samlegar skýringar á lífinu, en ekki kraft til daglegs lífs. Um það leyti, sem við sóttum kristna kirkju, hafði presturinn heimsótt okkur nokkrum sinnum. Ég hafði bókstaflega fært hann í Sumarstarfið Ekki líður á löngu, þar til farið verður að undirbúa starfið í kristi- legu sumarbúðunum. Þangað munu koma, ef Guð lofar, hundruð bama og unglinga og njóta kristilegrar boðunar í umhverfi, sem leitazt er við að móta í trúnni á frelsarann, Jesúm Krist. Vér ættum því að biðja Guð að blessa huga og hend- ur þeirra, sem leggja á ráðin og búa allt í haginn fyrir starfið á sumri komanda. í því sambandi má geta þess, að í sumarbúðir KFUK í Vindáshlíð vantar ráðs- konu og forstöðufólk, sem vildi taka að sér fleiri en einn dvalar- flokk næsta sumar. (Flokkarnir voru tíu í fyrra.) Lesendum blaðs- ins er lagt þetta á hjarta. „Biðjið herra uppskerunnar, að hann sendi verkamenn til uppskeru sinnar“. kaf með rökum mínum og víðsýni í anda guðspekinnar. Nú stóð ég frammi fyrir blá- köldum og beizkum veruleikanum, og kenningar mínar voru eins og ótímaburðir. Ég sá fram á, að Ijós vona minna var að slokkna, og ég fór til prestsins. Ég skynjaði strax hugarró hans og einlæga elsku til Krists og hversu hann gerði sér allt far um að leiðbeina mér. Þetta var svo ólíkt því, sem ég þekkti hjá sum- um vinum mínum meðal guðspek- inga. Þeir litu á erfiðleika mína næstum því eins og áhugalausir áhorfendur. Ég sá kærleika Krists í þessum presti, þegar hann benti mér á veginn til hjálpræðis Guðs. Ég tók enga ákvörðun þennan dag. En nokkrum vikum síðar, þegar ég var í kirkju þessa prests, sá ég, að Kristur var eina von mín. Ég tók glöð á móti kærleika hans og og fyrirgefningu og gekk fram, þegar fólki var boðið að koma, til þess að staðfesta hina nýju trú mína. Nú sé ég, í ljósinu frá Kristi, blekkingavef guðspekinnar. Guð- spekin kennir, eins og mörg fáls- trúarbrögö, aö maöurinn búi yfir innri krafti til þess aö frelsa sig sjálfur. Frh. á næstu síðu, 1. dálki. 14

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.