Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1978, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.09.1978, Blaðsíða 4
AÐ LÍFSINS ÞÖRF Sem kornabarnið teygar mjólk, sem fuglinn þiggur, tínir fræ að lífsins þörf, Drottinn, lát oss meðtaka þitt orð. Sem þyrstur akur drekkur regn, sem jörðin heimtar sæði sitt og geymir það, Drottinn, lát oss meðtaka þitt orð. Sem nótt gegn dagsbrún teygir sig, sem blómið krónu breiðir út við morgunsól, Drottinn, lát oss meðtaka þitt orð. Sem bundinn fagnar frelsisstund, sem vinur tekur vini mót með opinn faðm, Drottinn, lát oss meðtaka þitt orð. Ó, Guð, vér bíðum, bíðum þín. Þíns Ijóss og sannleiks leitum vér að lífsins þörf. Drottinn, lát oss meðtaka þitt orð. BRITT G. HALLQUIST Sr. Sigurjón Guöjónsson þýddi. anna á þessu ári. Með þessura upp- lýsingum vakti Gísli athygli á hinni miklu fjárþörf kristniboðs- ins. Þá var upplýst, að samkvæmt bréfi frá Skúla Svavarssyni hefði hann gert ráð fyrir, að hann og fjölskylda hans færu frá Noregi, þar sem þau höfðu dvalizt með fjölskyldu sinni í nokkrar vikur, til Eþíópíu 7. ágúst og áfram það- an til Kenýu að tíu dögum liðn- um. Jóhannes og fjölskylda hans munu dveljast í Arba Minch í Eþí- ópíu. Ólafur Ámi, elzti sonur þeirra, verður eftir í Noregi. Þar er hann bifvélavirki. Fjögur böm þeirra Jóhannesar eru á skóla- skyldualdri. Þau munu sækja skóla í Naíróbí, höfuðborg Kenýu, enda verður norski bamaskólinn í Addis Abeba, sem íslenzku bömin hafa sótt, ekki starfræktur nema að litlu leyti. Yngsta dóttirin, Anna Svala, verður heima hjá foreldr- unum í Arba Minch. Helgi Hróbjartsson, kristniboði, söng einsöng á samkomunni. I lok- in var tekið á móti gjöfum til kristniboðsins, og námu þær 200 þús. kr. Það er íslenzkum kristniboðs- vinum mikið fagnaðarefni, að nú skuli þrjár fjölskyldur frá íslandi vera úti á kristniboðsakrinum, Jóhannes og fjölskylda hans, Skúli og fjölskylda hans og Jónas Þóris- son og fjölskylda hans. í dýpsta skilningi eru þau erindrekar Drott- ins. En þau eru og sendiboðar ís- lenzkra kristniboðsvina, sem hef- ur veitzt sú náð að fá að leggja hönd á plóginn á akrinum og verja kröftum sínum til að kunngjöra hjálpræði Drottins meðal heiðinna þjóða. Lofum því Drottin af öllu hjarta og biðjum um staðfestu og tryggð við verkefnið, sem okkur er falið. Látum bæn, fórn og starf haldast í hendur. r SAMBAND fSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Skrifstofa: Amtmannsstíg 2B Pósthólf 651 — 121 Reykjavík Póstgíró 65100 Simar 17536 og 13437 Bréf og gjafir til starfs sambandsins sendist til skrifstofunnar L---------------------------' Kristniboðssambandinu hafa borizt eftirtaldar gjafir í júlí 1978: Frá einstaklingum: GS, Ölafsvík 50,000; GA, An 131,106; BGE 40,000; ÁMJ 50,000; A og G 13,000; Z 40,000; NN 700; HK 10,000; EM 25,000; Kona 150,000; GGfM 13,000; SH 400; HH, Hrafnistu (áh.) 4,000; Kona á Ellih. M 1,000; MF 100,000; LG, Skagastr. 16,500; VJ 25,000; KM 100,000; Afh. í Betaníu 2,500; ÓD 10,300; JÞ 40,000; KP, An (áh.) 6,000; KP, An 5,000; Eldri hjón 100,000; NN 3,000; Kona á Ellih. G 500; HB 100,000; GB 20,000; HM 50,000; Kona á Ellih. S 1,000; SÁP 1,000; LP 1,000; J og MD 1,000; RES 1,000; VP 1,000; PÁ 1,000; EG og SL 585; GS, Ólafsvík 50,000; HS 5,000; ÞI og ÁP 100,000; BÓ (áh.) 500; Guðrún, An 1200; Kona á Ellih. M 1,000; LAH 10,000; MI 5,000; SB, Ak 100,000; HÁ 4814; NN 1.400; BZ 12.000; JT 30,000; GA og KG 200,000; DS, Hf. 25,000. Frá félögum og samkomum: Sam- skot á almenna mótinu í Vatnaskógi 919,950; Kristniboðsfél. kvenna, Rvik 1,000,000. Úr baukum: Vindáshlíð 6,392; NN, Hverag. 4,721; GGfM 8,557; GBÞ 3,003; Litli krónukarlinn 535; GOS 1.147; MÞ 16,860. Minningargjafir: 33,100. Gjafir alls í júlí: Kr. 3,644,770. Gjafir það sem af er árinu 1978: Kr. 12,685,981. 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.