Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1978, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.09.1978, Blaðsíða 6
Á ævikvöldi Heimilið ogfjöiskyldan -10 EFTIRVÆNTING „í Jerúsalem var maður að nafni Símeon, réttlátur og guð- rækinn, og vænti huggunar ísraels . . . foreldrarnir komu með barnið Jesúm . . . þá tók hann það í fang sér og lofaði Guð . . . og þar var Anna spákona Fan- úelsdóttir; hún var háöldruð; hafði hún lifað sjö ár með manni sínum og síðan verið ekkja fram að áttatíu og fjögurra ára aldri. Hún veik eigi úr helgidóminum og dýrkaði Guð með föstum og bænahaldi nótt og dag“ (Lúk. 2,32-40). Það er eitthvað ákaflega há- tíðlegt við þennan texta. Undar- legur, djúpur og heilagur friður, hljóð, þakklát gleði ásamt frið- sælli eftirvætningu. Það er eins og að sitja í dal á kyrru haustkvöldi, þegar sólin sígur í hafið. Tárin vilja brjótast fram — ekki hörð og bitur, held- ur mjúk og full þakklætis. Hvað er það þá við þetta orð, sem kallar fram þennan blíða hugblæ? Það eru þessi gamalmenni, Símeon og Anna. Þau eiga mörg og löng ár að baki sér, ævi, ríka að reynslu, tárum og spurning- um. Og nú sitja þau og hugsa, bíða og spyrja. Þau verja tíma sínum í eílinni til að eiga sam- fundi við Guð í húsi hans, þau fasta, bíða og biðja. Eftir hverju bíða þau? Þau bíða eftir Messíasi. Þau vænta huggunar ísraels, frelsara heims- ins. Þau langar innilega til þess að líta hann augum, áður en þau fara af þessum heimi, og svo eiga þau samfélag við Guð í bæn, þakkargjörð og þrá, dag eftir dag og ár eftir ár — og gefast ekki upp. Með Símeon vex kyrrlát, kröftug von: Ég skal fá að sjá hann, áður en ég dey. Guð hefur skapað þá vissu í hjarta mínu. Hin aldna Anna virðist ekki hafa eignazt þessa vissu. Samt þraukar hún, og svo rann upp dagurinn, einnig henni. Sólin dreifði dimmu skýinu, og bæði fengu að sjá Messías. Undarlega, gamla fólk! Bless- uð sé minningin um það, og blessaður sé hann, sem skrifaði um það í Biblíuna.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.