Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1978, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.09.1978, Blaðsíða 13
son, Helgi Hróbjartsson, Gunnar Sigurjónsson og Benedikt Arnkels- son. Þrír þátttakendur námskeiðsins voru teknir tali sem snöggvast. — Emilía Guðjónsdóttir er frá Kefla- vik. ,,Þetta er fjórða námskeiðið hér, sem ég tek þátt i“, segir Emilia. „Ég komst til trúar, eftir að ég varð fullorðin, og þráði upp- byggingu í Guðs orði, samfélag trúaða og ekki hvað sizt að drag- ast nær Guði. Þess vegna hef ég komið hingað. Námskeiðin hafa veitt mér mikla blessun. Héðan kem ég endurnýjuð og full af djörfung til að vinna þau verk, sem Guð get- ur notað mig til". ,,Er eitthvað, sem mætti vera öðruvisi?" „Það, sem mér finnst athyglisvert, er aldur þátttakenda, sem er frá 16 ára til áttræðis, og allir eru sem einn. Það, sem mætti vera betra, væri til dæmis dagstofa, þar sem hægt væri að koma saman milli tima. Þá finnst mér fólk utan af landi ekki notfæra sér þetta nógu vel. Það er vel til þessara námskeióa vandað og efnið fjölbreytilegt". Ásgerður Baldursdóttir, Reykjavik, er á biblíunámskeiði i Vatnaskógi i fyrsta sinn. Hún var spurð, hvers vegna hún hefði komið. Hún kvað það vera löngun til að uppbyggj- ast i trúnni og öðlast meiri skiln- ing á Biblíunni. „Ég hef hlotið meiri þekkingu á því, sem ég vissi lítið um, og ég hef fengið að reyna það, að Guð er máttugur". Ásgerður sagðist að lokum vera að öllu leyti mjög ánægð með námskeiðið. Elzti þátttakandinn á námskeiðinu var Ebenezer Ebenezersson úr Reykjavik. Hann er 83 ára gamall. Hann hefur verið á biblíunámskeið- um undanfarin fjögur ár. „Ég kem lika til þess að uppbyggjast og endurnýjast i Guðs orði", sagði Ébenezer. „Mér finnst kannararnir útskýra Guðs orð rétt og vel og af gætni. Maður saknar vina, sem ekki gátu verið með". Ebenezer kann vel við skipulag námskeiðanna, segir hann. „Það er rúmur timi, svo að æskufólkið, sem er I mikl- um meirihluta, geti hreyft sig og farið i leiki milli kennslustunda og aðrir fariö í stuttar gönguferöir i fögru umhverfi. Ég trúi, að nám- skeiðin séu kristni lands okkar til blessunar og veki kærleika til kristniboðsins". Laugardaginn 2. september hófst i Vatnaskógi tveggja daga starfs- mannanámskeið KFUM og KFUK í Reykjavik. Þar voru fluttir nokkrir fyrirlestrar um ýmiss konar efni, sem varða beint eða óbeint starf félaganna. Var fræðslan i höndum sr. Karls Sigurbjörnssonar, Gunnars Finnbogasonar, Guðna Gunnarsson- ar, Geirlaugs Árnasonar, Sigurðar Pálssonar og Höllu Jónsdóttur. Þá störíuðu umræðuhópar. Þátttakend- ur sóttu guðsþjónustu og altaris- göngu i Saurbæjarkirkju á sunnu- deginum. Séra Tómas Sveinsson predikaói, en altarisþjónustu ann- aðist með honum séra Jón Einars- son. Námskeiðið sóttu um 70 manns. Þegai* andi Guð§ starfar Ég er að spjalla við þá Asefa, forstöðumanninn, og Davíð, trú- boðann, um starfið 1 sveitunum kringum Irgalem í Eþíópíu. Þeir segja frá vakningum og vexti í starfinu og miklum tækifærum í söfnuðunum. Allt í einu segir Asefa, þegar hlé verður á samtalinu: „Heilagur andi Guðs hefur fallið yfir okkur í söfnuðunum í Badegallo." Nú hefur svo verið í seinni tíð, að í bænum Irgalem hefur verið lögð ofuráherzla á nokkrar náðar- gáfur á meðal skólaæskunnar, og mér kom strax í hug, hvort þetta hefði líka borizt út til safnaðanna í byggðarlögunum. Ég spurði því, á hvern hátt andinn starfaði á meðal þeirra. Ég fékk greið svör, og leikur ekki vafi á, hvers konar „verk andans" þeir eiga við. Svo sögðu þeir söguna um kúlupenn- ann, sem kostar 1—2 krónur í ís- lenzkum peningum: „Það var á samkomu fyrir nokkru. Þá var meðal annars gef- inn kúlupenni í samskotin. Ætlun- in var að selja hann á uppboði ásamt afurðunum sem gefnar voru á samkomunni. Þannig er slíkum gjöfum breytt í peninga þegar í stað. „Uppboðið" var haldið með miklu fjöri, sögðu þeir. Fyrst seldist penninn fyrir hátt verð. Því næst var hann aftur gefinn söfnuðinum af þeim, sem keypti hann. Enn var hann keyptur og gefinn á ný. Þannig seldist penninn, þangað til skotsilfrið þraut — en þá var penn- inn borgaður með afurðum! Þegar samskotin voru talin, hafði þetta komið inn: Eitt hundrað og átján eþíópskir dollarar, kvíga, þrjár kindur, geit, hæna, um hundrað kíló af byggi og eitt búnt af inset-stiklum (mat- vara). Verðmæti alls um 250 doll- arar (um 25 þúsund ísl. kr.). Þegar þeir voru að segja frá þessu, sá ég fyrir mér þessa fá- brotnu, tötralegu og fátæklegu safnaðarmenn, sem keyptu og gáfu óvandaðan kúlupenna af áhuga og eldmóði. Þetta gera þeir til þess að útvega söfnuðinum peninga til starfsins á erfiðum tímum. Andi Guðs vei’kar á „hagnýtan“ hátt meðal fólksins í Badegallo. Björn Östby. Tökum af skarið Þeir eru viargir, sem kunna því illa, þegar hörö orö falla í umrœö- um um guöfrœöileg mdl. Þó oö ummælin snerti einungis málefniö, sem er á dags'krá, taka margir þau svo sem um sé aö rœöa árás og fordœmingu á einstaklingum. Menn eru sakaðir um kærleiksleysi og „galdrabrennur", og þaö furöulega gerist, aö.fólk, sem hefur látiö í Ijós skoöanir, er ganga í berhögg viö Biblíuna, fœr á sig dýröarbaug, jafnvel í augum velviljaöra, krist- inna manna. Hér er vissulega þörf á aögætni. Lítum á spámenn Gamla testa- mentisins, Drottin Jesúm Krist sjálfan eöa Pál postula. Enginn þeirra kom sér hjá því aö tala skýrt og greinilega um falskenn- ingar. Já, jafnvel postuli kœrleik- ans kxxiö mjög fast aö oröi um þessi mál. Trygve Sandvik, ritstj. Hvar er kirkjan? Þar sem ekki er samfélag heil- agra, þar er engin Mrkja, hvort sem hún er kölluö frtkirkja eöa þjóökirkja. En þar sem samfélag heilagra er, þar er kirkjan. Minna máli skiptir, hvaöa nafn er notaö um vinnupallana. Tormod Vágen. 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.