Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1978, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.12.1978, Blaðsíða 2
Guð efndi heit sín JÓLAHUGLEIÐING eftir Hilmar Baldursson, guðfræðinema Matt. 1,18-25. Djúpt hugsað: Hvað er að gerast, þegar Jesús fæðist? Er hér á ferð atburður, já, venjulegur atburður, eins og þegar lítið barn er að fæðast í þennan heim? Vissulega er það stór atburður, þegar nýr ein- staklingur fæðist. Fyrir mér er það undur. Við heyr- um, að margt getur komið upp á, þegar lítið barn fæðist. Sköpun þess í móðurkviði er flókinn ferill. Þess vegna er fæðing einstaklings stórt undur fyrir mér. Samfara því að vera undur vekur það mikla gleði og fögnuð, og maður er þakklátur Guði, sem skapar. Sérstaklega verður þetta áþreifanlegt, þegar maður verður áhorfandi að því, að barn fæðist. Allir verða glaðir. Já, það er gaman að horfa á foreldrana, syst- kini, afa og ömmu. Hvílík gleði! Allir eru glaðir. Þannig er þetta yfirleitt, þegar nýr einstaklingur kemur í þennan heim. En hvað gerðist í raun og veru, þegar Jesús fæddist? Jú, við vitum af lestri guðspjallanna að ung kona, María, sem var ,,trúlofuð“ manni er hét Jósef, varð þunguð. ,,Já, en er það nokkuð svo merkilegt? Gerist þetta ekki svo oft?“ Jú, en María reyndist þunguð af heilögum anda. Hér voru engir menn að verki. Hér var GUÐ sjálfur að verki. Við vitum, að þegar Jósef kemst að því að unnusta hans er þunguð, ætlar hann að skilja við hana í kyrr- þey til þess að gjöra henni ekki opinbera minnkun. Þetta virðast í fljótu bragði vera mjöð eðlileg, mannleg viðbrögð. En þá grípur GUÐ aftur inn í. Engill Drottins vitr- ast Jósef í draumi og getur sannfært hann um hið rétta. „Jósef, sonur Davíðs, óttast þú ekki að taka til þín Maríu konu þína, því að fóstur hennar er af heilögum anda.“ Jósef fór eftir orðum engilsins. Og við vitum meira af lestri guðspjallanna. Þegar langt er liðið á meðgöngutíma Maríu, er gefin út til- skipun frá Ágústusi Rómarkeisara að gera manntal, skrásetja alla heimsbyggðina. Og við þurfum ekki bara að lesa um þessa skrásetningu í Nýja testa- mentinu. Aðrir sagnaritarar staðfestu þetta. heyrist. Það er hljótt eins og i auðri kirkju. Hann hallar hurðinni íast að stöfum og hjálpar birkikubbunum, sem glóð er komin í á arninum, svo að í þeim logar fjörlega. Nei, nú verður hann að hafa hraðan á, koma kaffikatlinum á sinn stað og taka upp úr pokan- um. Hann skal að minnsta kosti ekki hrökklast heim, þó að hann verði einn. Hann blístrar og tekur upp far- angurinn. Jólamaturinn — sannar- lega hefur mamma séð um, að hann fengi hann með sér. Hún hefur ekki látið niður í pokann í þeirri heimskulegu von, að týndi sonurinn ráfaði heim aftur á jóla- kvöldið. Hún hefur trúað honum. Það var eiginlega meira en hann hafði vænzt. Þama var líka glæsi- leg steik í hádegismatinn. Hann skar sér vænan bita. Epli og appel- sínur. Súkkulaðikaka. Aumningja mamma. Hann rótar í pokanum. Það hefði ekki komið honum á óvart, þó að eitthvert jólalesefni — eða Nýja testamenti — lægi á botninum. Nei, hann fann ekkert. Drjúga stund á eftir blístrar hann ekki. Hvers vegna hefur hún ekki látið það i pokann? Hefur hún gefizt upp? Það hefði verið betra, ef bók- in hefði verið þama. Þá hefði hann getað brosað svolítið að mömmu — og látið bókina vera. Nei, nú vill hann fá sér svolít- inn sprett upp í Stórholt, áður en orðið er aldimmt. Hann spennir á sig skíðin, en stendur kyrr og hugs- 2

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.