Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1978, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.12.1978, Blaðsíða 10
Heittrúaöur Á öðrum stað hér í blaðinu er minnzt á Erik Pontoppidan og fermingarkver hans, sem notað var hér á landi um tíma. Pontoppidan var uppi 1698—1764. Eru því liðin 280 ár frá fæðingu hans. Hér verð- ur stuttlega sagt frá þessum merka manni. Trúin dauf Ungur maður er að lesa í Biblí- unni. Hann átti að verða prestur. Hann las á latínu, og honum fannst lesturinn bæði þurr og þreytandi. En innan stundar skyldi hann þreyta próf, og þá var betra að kunna lexíuna. Allt í einu leit hann upp. Ein- hverjir voru að syngja. Ýmist sungu þeir eða báðust fyrir. Þetta var nágranni hans með fjölskyldu sinni. Hann var að halda guð- ræknisstund. Erik Pontoppidan skammaðist sín. Hér sat hann og átti að verða prestur, en hann bað ekki. Það var langt síðan hann hafði þurft á hjálp Guðs að halda. Félagar hans voru ekki heldur neinar eldsálir varðandi eftirfylgd- ina við Krist. Sumir urðu prestar, af því að feður þeirra voru það. Aðrir lærðu guðfræði til þess að verða síðan kennarar. En þeir höfðu ekki komizt að raun um, að þeir þyrftu á frelsara að halda og þörfnuðust fyrirgefningar synd- anna. Erik Pontoppidan fæddist á tíma- skeiði, þegar alls konar andstæð- ur ríktu í trúmálum. Svo er sagt, að á stað einum í Danmörku hafi bændurnir leyst hestana frá plógunum og haft guðræknisstund í hvert skipti, sem þeir heyrðu kirkjuklukkurnar hljóma. Á öðr- um stað varð að senda hermenn af stað til þess að reka bænduma í kirkju á sunnudögum. Þeir vildu vera ails staðar annars staðar en í kirkju. Kannski var það ekki svo undar- legt. Kirkjan þeirra hafði brunnið. Þess vegna urðu þeir að fara í þýzku kirkjuna á staðnum, og þar hirðprestur var aðeins talað á þýzku. Þegar þar við bættist, að prestamir voru vanir að predika þrjár eða fjórar klukkustundir, verður enn skiljan- legra, að fólk var ekki allt kirkju- rækið á þessum tíma. Reyndar var danska ekki sér- lega vinsæl meðal lærðra Dana. í konungshöllinni í Kaupmannahöfn talaði enginn dönsku. Fólk leit svo niður á móðurmál sitt, að það breytti nöfnum sínum, svo að þau hljómuðu á útlenda vísu. Dæmi um þetta er stúdentinn Erasmus Mon- tanus. Hann hét í raun réttri Ras- mus Berg (sbr. Ludvig Holberg: „Erasmus Montanus"). Erik Pont- oppidan hefði átt að heita Erik Broby. En langafi hans breytti ættamafninu í Pontoppidan, sem var latina. Kverið er heil bók Erik Pontoppidan yngri fæddist í ágúst árið 1698 í Árósum í Dan- mörku. Hann missti snemma for- eldra sína, og átti hann erfiða ævi í bernsku. „Frá þeim tíma og allt til fullorðinsára kynntist ég engu góðu,“ segir hann í bók einni. — Pontoppidan varð prestur hjá konunginum í Kaupmannahöfn, en sá var Kristján VI. Hann var hæg- Látur og iðjusamur og gerði höll- ina að klaustri, að áliti sumra þegna sinna. Og það orð lék á, að dorttningin væri bæði þunglynd og treggáfuð. Hallargarðinum var lokað með jámhlekkjum. Þegar fólk mætti konungi á förnum vegi, bar því að fara af hestbaki og hneigja sig djúpt. Ströng viðurlög vom við hvers konar skemmtunum og sam- kvæmum á sunnudögum. Voru sak- bomingar jafnvel settir í gapa- stokk. Síðar varð Pontoppidan biskup á Sjálandi og í Björgvin. Meðan Pontoppidan var hirð- prestur, var fermingarskyldu kom- ið á í Danmörku (og Noregi). Spurningabörnin áttu að fá góða kennslubók, fermingarkver. Áður höfðu fermingarkver verið samin. Marteinn Lúther hafði til dæmis gefið út tvær slíkar bækur, Fræð- in meiri og minni. Nú samdi Pontoppidan sjálfur kver. Það heitir Sanrileikur guö- hrœöslunnar. Þessi fræði eru meira en lítið kver. Þau em sett fram í mörgum spumingum og svömm. MARTEINN LÚTHER: €. nn er Oft er óróleiki og barátta í hjarta mér. Og enn í dag á ég fullt í fangi meö aö verja sjálfan mig fyrir þessu. Þetta játa ég opinskátt þeim til dœmis, sem vilja heyra þaö. Ég er nú aö veröa gamall doktor og predikari, og reyndar karnn ég — eöa œtti aö kunna — eins mikið í Ritningunni og hver annar slík- ur vitur og klókur maöur. En enn þá verö ég aö vera eins og bam. Ég þarf daglega, snemma á morgn- ana, aö lesa fyrir sjálfan mig Faöir- voriö mitt, boöoröin tíu, hinar þrjár greinar trúarjátningarinnar og þaö, sem ég á annars af góöum sálm- um og Biblíuversum, eins og þeim, sem börnum eru kennd og inn- rætt. Þótt ég umgangist auk þess Ritn- inguna daglega og eigi í höggi viö djöfulinn, árœöi ég ekki enn aö segja í hjarta mtnu: Faöirvor er gamalt, þú kannt boðorðin tíu, þú þekkir greinar trúarjátningarinnar. Nei, ég kenni mér daglega þessa hluti. Ég held áfram aö vera lœri- sveinn kversins og finn, aö þaö er mér til hjálpar. Þannig hef ég komizt aö raun um, aö orö Guös veröur aldrei lœrt til fulls, en þaö er vissulega rétt, sem Sálm. llft segir: „Speki hans er ómœlanleg." 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.