Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1978, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.12.1978, Blaðsíða 12
NÝFÆDDA BARNIÐ BJARGAÐI ÞEIM Hollenzk kona, Corrie ten Boom, sat í þrælabúöum nazista á stríðsárunum, af því aö hún og fjölskylda hennar liösinntu Gyðingum. Hefur hún ritað marg- ar bækur, m.a. frásögn af veru sinni i fangabúðunum. Kallast bókin „Fylgsnið" og hefur verið gefin út á íslenzku af bókaútgáfunni „Salt“. Enn fremur hefur hún ritað aðra bók, sem er eins konar framhald af þeirri fyrri. Segir hún þar frá ýmsum atvikum, sem hafa komið fyrir hana á ferðalögum, sem hún hefur stöðugt verið á, eftir að hún varð írjáls, til þess að flytja fagnaðarerindið um Jesúm Krist og vitna um trú sína á hann. Eftirfarandi kafli er úr seinni bók hennar, Tramp for the Lord (Heimshornaflakkari fyrir Drottin). Höfundur er nú um áttrætt. — Sjá einnig „Ógleymanleg jól“ hér neðar á síðunni. Meðal mestu forréttinda, sem ég hef notið, eru þau að fá að heim- sækja kristniboða um allan heim. Þau okkar, sem lifa við þægindi og öryggi heimila okkar, geta ekki ímyndað sér, hvemig líf kristni- boðanna er. Margir þeirra hafa ekki ferskt vatn og aðeins mjög óbrotið fæði. Sumir búa við mjög frumstæð skilyrði, þar sem lífi þeirra er oft hætta búin. Mér til mikillar hryggðar, en þó Guði til dýrðar, lengist með hverjum degi listinn yfir þá, sem bókstaflega fórna lífi sínu vegna Jesú á kristni- boðsakrinum. Þessir karlar og kon- ur standa í fylkingarbrjósti, oft á einmanalegum stöðum. En þau vita það, að Meistari þeirra, sem hefur sett þau þar, mun einnig standa með þeim. Einu sinni heimsótti ég kristni- boðahjón á frumstæðum stað í Afríku. Litla heimilið þeirra var á yndislegum stað með fallegt út- sýni yfir stöðuvötn og fjöll. Þau áttu mjög lítið af gæðum þessa heims, en voru rík af náð Guðs, og þeim var gefinn aðsetursstaður, sem margt auðugt fólk hefði vilj- að borga þúsundir dollara fyrir að mega eignast. Þröngt var í litla húsinu, því að börnin voru sex, það yngsta aðeins fárra mánaða gamalt. „Komdu með mér,“ sagði kona kristniboðans, „mig langar til að segja þér sögu.“ Við sátum á bekk með stórkost- lega tignarlegt útsýni fyrir augum okkar, há fjöll, víðáttumikill frum- skógur og stöðuvötn og fossar hér og þar. „Það getur orðið byrði fyrir kristniboða að eiga mörg lítil börn,“ sagði hún. „Það koma þeir tímar, að maður verður að senda þau til heimalandsins, af því að engir góðir skólar eru hérna. En við reynum að njóta þeirra, á með- an þau eru lítil.“ Hún þagnaði og leit niður á litla yndislega bamið, sem lá sofandi í örmum hennar. Rödd hennar bar vott um mikla geðshræringu, er hún hélt áfram. „En þegar mér varð Ijóst, að ég mundi eignast eitt barn í viðbót, reis ég upp gegn Guði. Við áttum fimm lítil böm fyrir, og það virtist ekki sann- gjarnt, að við yrðum að bæta þeirri byrði á okkur að eignast eitt enn. Heilsa mín var ekki góð, og ég var mjög hrygg og vansæl við tilhugs- Ógleymanleg jól - í fangabúSum Það voru komin jól áríð 1944. Betsie systir mín var látin. Ég var á sjúkradeildinni í Ravensbruck, íangabúðum nazista. Myrkur var í hjarta mínu og sorti allt umhverfis mig. Sett höfðu veríð upp jólatré við stígana milli gœzlubúðanna. Líkum fanga, sem látizt höfðu, var hent undir trén. Ég reyndi að tala við samfanga mína um jólahátiðina, en þeir hœddust að mér, svo að ég ákvað loks að þegja. Um miðnœtti heyrði ég skyndilega barnsgrát. Einhver kallaði: „Mamma, komdu til Oelie. Oelie er svo einmana." Ég gekk á hljóðið og sá ráðvillt barn, sem var þó eldra en ég hafði œtlað. „Oelie, mamma getur ekki komið, en veiztu, hver vill koma til þín? jesús vill koma til þin." Oelie lá í rúmi við gluggann, skammt frá fleti mínu. Þó hún bœrí merki hungurs og nœringarskorts, var andlit hennar fagurt og augun töfrandi skœr. Sáraumbúðir, gerðar úr salernispappír, huldu merki um mikinn uppskurð á baki hennar. Þessa nótt sagði ég þessu bágstadda barni frá Jesúm, hvernig hann kom í þennan heim sem lítið bam til þess að frelsa okkur frá syndum okkar. „Drottinn Jesús elskar Oelie og hefur borið synd hennar á krossi. Nú getur Oelie náð til himins. Jesús er þar núna. Hann er að gera litið hús fyrir Oelie." Síðar spurði ég hana að því, hverju hún myndi eítir af því, sem ég var að segja henni. „Hvemig er litla húsið?" spuröi ég. „Það er mjög fallegt, og þar eru engir vondir menn eins og hér í Ravensbruck — aðeins gott fólk og englar. Og þar fœr Oelie að sjá Jesúm." Og barnsleg röddin hélt áfram: „Ég œtla að biðja Jesúm að gefa mér styrk, þegar ég finn mikið til. — Ég œtla að hugsa um kvöl hans. þegar hann þjáðist, til að sýna Oelie veginn til himins." Oelie spennti greipar, og í sameiningu þökkuðum við Guði. Þá vissi ég. hvers vegna ég þurfti að dveljast um jól í Rotvens- bmck. (Úr jólaminningum Corrie ten Boom, höfundar bókarinnar „Fylgsnið"). 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.