Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1978, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.12.1978, Blaðsíða 9
HELGAKVER 100 ARA í kjölfar siðbótar Lúthers má segja, að fylgt hafi markviss kennsla í kristnum fræðum, bæði fyrir böm og fullorðna, enda samdi hann sjálfur kristin fræði bæði fyrir börnin og hina fullorðnu (fræðin minni og fræðin meiri). Heittrúarstefnan, pietisminn, sem upp kom á 17. öld, sinnti fræðslu- málum af mikilli kostgæfni. Þessi stefna náði útbreiðslu og hafði all- mikil áhrif meðal ráðamanna í Danmörku, m.a. við dönsku hirð- ina. Því er stiklað á þessum atriðum hér, að pietisminn eða áhrif hans bárust til íslands með þeim manni, sem hefur haft einna mest áhrif á fræðslumál á íslandi almennt og kristna fræðslu sérstaklega, en það var Ludvig Harboe. Um starf hans hér á landi verður ekki f jallað hér, en aðeins getið þess, að hann flutti með sér hið fyrsta eiginlega barna- lærdómskver, sem löggilt var til kennslu í kristnum fræðum til fermingar. Kver þetta nefndist Sannleikur guöhrœöslunnar og var eftir Erik Pontoppidan, Sjálands- biskup, og hlaut það viðumefnið „Ponti“ manna á milli. Tvö kver komu út eftir þetta, bæði eftir kennimenn. Árið 1878 kemur út hið fyrsta barnalærdómskver, samið af ís- lenzkum manni. Það var kver Helga Hálfdanarsonar, prestaskólakenn- ara, og gekk það lengst af undir heitinu „Helgakver“. Það eru því á þessu ári rétt 100 ár frá útkomu þess. Kveri þessu var mjög vel tekið, og útrýmdi það á skömm- um tíma hinum eldri kverum. Þótti það betur samið og var m.a. um það sagt: „Það tók lærdómana fram í fastri röð sem óbifandi sannindi, sem hvorki þurfti að sanna né verja nema með beinum orðum ritning- arinnar, og er það vafalaust hin eina rétta aðferð frá evangelísku sjónarmiði, þegar kverin eru svona löguð. En innan um í kveri þessu er þungskilin „dogmatík", sem mjög veitir torvelt að gera böm- um skiljanlega; það eru háskóla- vísindin, sem þar koma fram ósjálf- rátt og jafnan heldur til að spilla en bæta.“ Helgakver var kennt við ferm- ingarundirbúning nær eingöngu, allt fram undir 1930 og víða (í styttri útgáfu) fram á 5. tug ald- arinnar. Innihald þess var harð- lega gagnrýnt af svo nefndum ný- guðfræðingum eða aldamótaguð- fræðingum. Meðal annars skrifaði þáverandi fræðslumálastjóri og síðar forseti íslands, Ásgeir Ás- geirsson, harðorða gagnrýni á kverið í bæklingi, sem hann nefndi Kver og kirkja. Mun þessi ádeila ásamt breyttum viðhorfum í guð- fræði hafa valdið því, að „Helga- kver“ aflagðist smám saman sem kennslubók við fermingarundir- búning,. Sú rétttrúnaðarguðfræði, sem kverið mótaðist af, átti ekki upp á pallborðið á þessum tíma. Hvaða skoðun, sem menn kunna að hafa á guðfræði og kennslu- fræðilegri framsetningu „Helga- kvers“, er hitt óumdeilanlegt, að framlag Helga Hálfdanarsonar til kristinnar fræðslu hér á landi var hið merkasta, og má ætla, að stór hluti íslendinga, sem komnir eru yfir miðjan aldur, eigi þekkingu sína í kristnum fræðum „Helga- kveri“ að þakka, enda algengt að heyra roskið fólk vitna orðrétt í kverið, þótt það hafi ekki litið í það síðan um fermingu! Siguröur Pálsson, námsstjóri. LÆGING OG UPPnEFD Kafli úr Helgakveri, þar sem rœtt er um e61i og hlutverk Krists. 71. Eptir guðs eilífa vísdómsráði kom guðs sonur í heiminn á þann hátt, að hann var getinn af heilögum anda og fæddist af mannlegri móður, en átti engan mannlegan föður. — Móðir hans hjet María; en Jósep, sem varð maður hennar, var kallaður faðir hans, af þvi að hann gekk honum i föður stað. Jóh. 1, 14. Orðið varð hold og bjó með oss, fullt náðar og sannleika. Gal. 4, 4. Þegar fylling tímans var komin, sendi guð son sinn, fæddan af konu, lögmálinu undirgefinn. Matt. 1, 20. Engillinn sagði við Jósep: Víla þú eigi fyrir þjer að ganga að eiga Maríu, festarkonu þina; því sá þungi, er hún gengur með, er getinn af heilögum anda. 72. Síðan guðs sonur gjörðist maður, hefur hann tvö eðli, guðlegt og mann- legt, og er því sannur guð og sannur maður undir eins eða guðsmaSur. Róm. 9, 5. Kristur er af feðrunum að holdinu til, hann, sem er guð yfir öllu, blessaður um aldir. 1 73. Lif guðs sonar eptir holdtekjuna skiptist í lœgingarstöðu og upphefðar- stöðu. Lægingarstaðan byrjar með holdtekjunni, en upphefðarstaðan með upp- risunni. 2. Kor. 8, 9. Þjer þekkið náð drottins vors Jesú Krists, að hann gjörðist fátækur yðar vegna, þótt hann ríkur væri, svo að þjer auðguð- uzt af hans f átækt. Fil. 2, 8. 9. Hann litillækkaði sig sjálfan, og var hlýðinn allt fram í dauðann, já, fram í dauðann á krossinum. Fyrir því hefur og guð hátt upp hafið hann og gefið honum tign, sem aliri tign er æðri. 74. Guð sonur fæddist i borginni Betlehem á Gyðingalandi, og var að guðs boði nefndur Jesús, sem þýðir frelsari,- en hann er lika nefndur Kristur eða Messías. sem hvorttveggja þýðir hinn smuröi. Spámenn, æðstu prestar og konungar voru smurðir hjá Gyðingum; en endur- lausnari vor er hinn sanni spámaður, æðsti prestur og konungur, og bendir nafnið Kristur á þetta þrefalda embœtti hans. Mikk. 5. 1. Og þú Betlehem Efrata, litil til að vera meðal Júda þús- unda, frá þjer skal sá koma mjer til handa, er vera mun drottnari i ísrael, og uppruni hans vera frá alda öðli, frá eilifðar dögum. Matt. 1, 21. Engillinn sagði við Jósep: Hann skaltu láta heita Jesús; því hann mun frelsa sitt fólk frá þess syndum. Jóh. 1. 42. Andrjes sagði við Símon bróður sinn: Við höfum fundið M e s s í a s , það er út lagt K r i s t u r. Pgb. 10, 38. Guð smurði Jesúm frá Nazaret með heilögum anda og krapti. 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.