Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1978, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.12.1978, Blaðsíða 11
Spurningarnar eru alls 759 og svör- in jafrunörg. Þar er fjallað um margvísleg efni. Sem dæmi má nefna: 10. Hver hefur ritað Biblíuna? 208. Hvernig á maður að koma fram við eiginkonu sína? 237. Er syndsamlegt að stela frá ríkum manni? 467. Hvað gerist á dómsdegi? 660. Geta ungbörn trúað? Lærið utan að! Öll börn í Danmörku og Noregi áttu að læra bókina utan að, er þau gengu til prestsins, og var hún not- uð í marga áratugi. Það var ekki auðvelt að vera fermingarbarn í þá daga. Einkum reyndi á þá, sem voru lítt fyrir bókina eða voru jafnvel ólæsir. En Pontoppidan leit svo á, að hyggilegt væri að læra utanbókar sálmavers og ritningarstaði, meðan fólk væri ungt, því að sá dagur gæti komið, að það hefði þörf á þvi. Þó að menn skildu ekki strax eitt og annað í fræðunum, gæti það lokizt upp fyrir þeim síðar, þegar þroskinn yrði meiri, og þá fyndu þeir huggun og gleði 1 því. „Þegar við erum í nauðum stödd og ótti sækir að okkur, verður margur sannleikurinn lifandi fyrir okkur, þó að við höfum þekkt hann árum saman, en aðeins svo sem eitthvað, sem okkur kom ekkert við.“ Þannig skrifaði Pontoppidan prestum á sínum tíma. Hann lagði mikið kapp á að útbreiða þekk- ingu á kristinni trú. Sérhver mað- ur varð að fá að heyra um hjálp- ræði Guðs, svo að hann eignaðist lifandi trú í hjarta sitt. Takmark lífsins er sáluhjálp á himnum, seg- ir Pontoppidan, og er fyrir mestu að lifa þannig, að himinninn verði opnaður okkur. Fyrstu spurningamar í ritinu „Sannleikur guðhræðslunnar" eru á þessa leið: 1. Kæra bam, þráir þú ekki ekki hamingju á jörðinni og sálu- hjálp á himnum? Jú, ef ég gæti aðeins eignazt það. 2. Viltu fara þann veg, sem leiðir þig að þessu takmarki? Já, ef ég gæti fundið hann. 3. Trúir þú ekki, að Guð sé til? Jú, því að óhugsandi er, að heim- urinn hafi skapað sig sjálfur. Hann hlýtur að eiga sér orsök, sem er eldri og æðri en allir hlutir, og þessi eilifa vera er kölluð Guð. Þegar slikum spurningum í upp- hafi bókarinnar lýkur, taka við þessir kaflar: 1. Um lögmálið. Boðorðin tíu. 2. Um trúna. Þrjár greinar trú- arjátningarinnar. 3. Um bænina. Faðir vor. 4. Um skírnina. 5. Um heilaga kvöldmáltið. Þarna finnur sá mikinn vísdóm, sem vill vita vilja Guðs og læra að þekkja veginn til himins. Erik Pontoppidan samdi marg- ar bækur. Ein var um landafræði, önnur um tungumál, sú þriðja var sálmabók, fjórða um prinsinn Menoza. Má af þessu sjá, að hann var maður fróður og gáfaður og átti mörg áhugamál. Hann var biskup í Björgvin í Noregi um tíma, og var einn þeirra sem stofnuðu fyrsta kennaraskól- ann þar í landi. Bændunum í kring féll ágætlega við biskup sinn og fór vel á með þeim. Pontoppidan kvæntist þrisvar sinnum, og átti hann tíu böm. Hann lézt í Kaupmannahöfn árið 1764. Þá var hann háttsettur í há- skólanum þar, kenndi meðal ann- ars prestsefnum. Allt til hinztu stundar gerði hann sér far um að afla sér þekkingar og fróðleiks og semja bækur. „Sannleikur guðhræðslunnar" hefur verið gefin út nú á seinni árum, a.m.k. í Noregi. Sýnir það, að nútímamenn kunna vel að meta þessa ágætu bók. Skýrar línur Marka má af því, sem að ofan greinir, að Erik Pontoppidan hef- ur eignazt lifandi trú, þó að and- legur hagur hans væri mjög bág- borinn um það bil, sem hann bjó sig undir guðfræðiprófið. Hann varð heittrúarmaður, pietisti. Heittrúarmenn drógu skýr mörk á milli bama Guðs og barna heims- ins. Kristinn maður á ekki að vera eins og aðrir, sögðu þeir. Hugur hans á að beinast að því, sem er hið efra, á himnum. Þeir lögðu mikla áherzlu á, að enginn yrði hólpinn nema hann eignaðist nýtt hjarta, endurfanid- ist, því að mannaverk væm ónýt og ekkert dygði nema náð Guðs fyrir sakir Jesú Krists og fórnar hans. Ef syndugur maður treysti Jesú og miskunn hans, hefði heil- agur andi gefið honum nýtt hjarta. Heittrúarmenn komu oft saman um orð Guðs og bænagjörð. Þeir lásu líka upphátt hver fyrir öðr- um úr hugvekjubókum. Þetta eru góð einkenni, og er ástæða til að hvetja menn til að íhuga þau. Þau eiga við marga lærisveina Jesú Krists á okkar tímum. Endursagt úr norsku. Kristniboðssambandinu hafa borizt eftirtaldar gjafir í október 1978: Fró einstaklingum: BE 10.000; NN 1.000; Vina 1.000; SL 20.000; KP 5.000; KP (áh.) 8.000; GGfM 12.000; VJ 50.000; EG 10.000; NN 500; MS 5.000; BS 25.000; SM (áh.) 1.000; GA 116.500; S (kona á ellih.) 500; IG 30.000; NN 500; JÞ 27.000; Úr bréfalúgu i Betaníu 3.000; Jakobsson (áh.) 1.000; LP (áh.) 1.000; SÁP (áh.) 1.000; PÁ (áh.) 1.000; RES (áh.) 1.000; SG 25.000; Z 10.000; M (kona á ellih.) 100; Konur á Laug- arvatni 6.000; Kona 1.000; 1 og J 145.000; MJ 5.000; NN (ellih. Stykkis- hólms) 1.000; Systir (sjúkrah. Stykkis- hólms) 5.000; ÁJ 50.000; M og G 30.000; SH 10.000. Frá félögum og samkomum: Élja- gangur 12.000; Samk. á Helliss. 689; Barnasamk. Ólafsvík 13.719; Samk. Ólafsvík 28.040; Samk. Grundarfirði 6.325; Samk. Stykkish. 25.040; Akur- eyrarkirkja 15.755. Úr baukum: GGfM 10.049; SL 5.328; Litli krónukallinn 428; KFUM & K, Akranesi 8.900. Minningargjafir: Til minningar um Konráð Þorsteinsson frá ættingjum 130.000. Til minningar um Elínu Jó- hannsdóttur, Sauðárkróki: Frá Kven- félagi Staðarhrepps 10.000; frá vinum 10.000. Aðrar minningargjafir 40.800. Gjafir alls í október; 936.173. Gjafir það sem af er árinu 1978: Kr. 16.643.108. JÓLAKORT Jólakortin, sem „Árgeisli“ gefur út, fást i Aðalskrifstofunni, Amtmanns- stig 2B. Ágóðinn rennur til kristni- boðsins. 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.