Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1978, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.12.1978, Blaðsíða 15
Já, i ár verður jólagjöfin frá Eymundsson, við bjóðum gjafavörur í glæsiiegu úrvali. PIUSMA ur úti stundarkom. Stjörnubjart, bláhvítt kvöld. Dauðakyrrð. Dauð- inn læðist inni. Og hér stendur Kann, ráðþrota og fávís og lætur dýrmætar mínútur líða. Fjöllin . . . „Ég hef augu mín til fjallanna. Hvaðan kemur mér hjálp?“ Orðin þutu hratt um huga hans. Guö. Það voru mörg ár síðan hann hafði verið í þörf fyrir að biðja, en hann hafði ekki gleymt vegin- um. — Þú veizt allt. Hjálpa þú okkur! Út í bláinn að bíða þess, að Guð ómakaði sig til þess að hlusta á hann. Skammarlegt að koma — hann, sem hafði spottað, spymt á móti — farið í burtu. Þegar hann laut aftur yfir Önnu og reyndi að hjálpa henni í verstu kviðunum, stóð hinn vondi fyrir aftan hann og hló. Hann hafði unnið til þess. Hann varð að taka málið í sínar hendur. Hann sagði hratt: — Þorir þú að liggja hér ein, meðan ég skýzt heim og sæki Blakk? — En ef ég dey — héma — ein — áður en þú . . . Hún fór að gráta, hátt og hjálp- arlaust. — Auðvitað deyrðu ekki, sagði hann og var meir. — Nú reynir þú að liggja alveg kyrr, þá er hugsan- legt, að þú getir sofið stundar- kom. Hún leggst róleg út af, rennir niður í stað þess að kasta upp og reynir að brosa — og heldur fast í hönd hans. — Guð! Leyfðu henni að blunda. Láttu sársaukann hverfa. Gefðu mér það tákn þess, að ég geti yfir- gefið hana. Hann bað um þetta sama aftur og aftur. Beið. Fann, að takið á hendinni losnaði. Hún var sofnuð. Það var ekki djúpur svefn, en hann færði með sér hugrekki. — Þú — baðst fyrir, hvíslar hún. - Já. Hann skammast sín ekki. — Og nú ætla ég að biðja Guð þess, að þér líði vel, meðan ég er í burtu. — Heldur þú, að Guð sé hér? Ég hef aldrei þekkt hann — eins og þú veizt — aldrei beðið. Heldur þú, að ég megi gera það núna? Biðja þess — að ég deyi ekki, með- an þú ert í burtu? Þau gerðu það saman. Síðan læsti hann og fór. Ef til vill haíði hún sofið. Hún vissi það ekki. Ef til vill hafði hana dreymt. Eða var það feigðin, sem kom? — Hún heyrði greini- lega klukknahljóm. Það draup inn í kyrrðina . . . Það hlaut að vera Guð, sem kom því til vegar, að hún var ekki framar hrædd. Klukknahljómurinn varð greini- legri. Bjöllur? — Það getur ekki verið, að Helgi sé þegar kominn. Það glymur í lyklinum í lásn- um. Nú gleymir hún kvölunum af gleði. — Pabbi kom á móti mér, þegar ég var kominn hálfa leið, segir hann. — Hann hafði fengið hugboð um, að eitthvað væri að gerast hér. Petra Flagestad-Larssen. BJARMI Ot koma 12 tölublöð á ári, 1—2 tbl. í senn. Ritstjóri Gunnar Sigurjónsson. Afgreiðsla Amtmannsstíg 2B, pósthólf 651, 121 Reykjavik. Símar 17536 og 13437. Árgjald kr. 1.000. Gjalddagi 1. april. Prentað í Prentsm. Leiftri hf. 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.