Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1978, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.12.1978, Blaðsíða 3
Vegna þessarar tilskipunar Rómarkeisara verða allir að láta skrásetja sig. Hér var ekkert verið að hugsa um það, hvort fólk gæti farið langar vega- lengdir. Allir urðu að fara til ættborgar sinnar, hvernig svo sem á stóð. Rómarkeisari hafði talað, og það varð að hlýða því. Nú verða Jósef og María að fara til ættborgar sinnar, Betlehem. Ég get ímyndað mér, að þetta hafi verið erfið ferð. Þau þurfa að fara um 100 km leið, og María er þunguð. í ofanálag: Þegar komið er til Betlehem, er ekk- ert rúm í gistihúsunum fyrir þau Maríu og Jósef. Þetta virðist vera ósköp eðlilegt. Margir hafa þyrpzt til Betlehem vegna tilskipunar Ágústusar og höfðu tryggt sér rúm í gistihúsinu. Þetta hefur ekki dregið úr erfiðleikum þeirra Maríu og Jósefs, að þurfa að fara í næsta helli, fjárhús, og dveljast þar. Ég get ekki ímyndað mér, að þar hafi verið nein þægindi og því síður hiti. En þar fæðist Jesús. Allt gengur vel, og hann er heilbrigður. Maður ímyndar sér gleði foreldranna. ,,Já, gleðin hefur verið mikil, þar sem þau vissu, hver þetta var. Þetta var enginn annar en hinn fyrir- heitni Messías, Immanúel, Guð er með oss. Þetta er í stórum dráttum ytri búningur á komu Jesú. En nú spyr ég aftur: Hvað var í raun og veru að gerast? Ég er viss um, að María og Jósef hafi verið í hópi þeirra Gyðinga, sem treystu fyrirheitum Gamla testa- mentisins. Þau hafa áreiðanlega heyrt og treyst fyrir- heitinu, sem Abraham, forfaðir fsraelsmanna, hafði fengið: ,,Af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta" (I. Mós. 12). Þetta var spádómur um Messías og þá um leið um Jesúm. Hann átti að veita öllum ættkvíslum jarðarinnar blessun. Þetta vissi hver Gyðingur, og þeir treystu fyrirheitum Guðs. Þeir þekktu einnig fyrirheit Guðs til Davíðs. Drott- inn sagði við hann: „Þegar ævi þín er öll og þú leggst hjá feðrum þínum, mun ég hefja afspring þinn eftir þig . . . og ég mun staðfesta konungsstól hans að eilífu. Ég vil vera honum faðir og hann skal vera mér sonur" (II. Sam. 7). Þetta er Ijóst fyrirheiti um Messías, Jesúm. Hann átti að vera af ætt Davíðs. Og allir Gyðingar vissu, að Messías átti að fæð- ast í Betlehem. Þeir höfðu fyrirheiti um það úr spá- dómsbók Mika (5,1nn). ,,Og þú, Betlehem Efrata, þótt þú sért einna minnst af héraðsborgunum í Júda, þá skal þó frá þér koma sá, er vera skal drottnari í ísrael, og ætterni hans vera frá umliðinni öld, frá fortíðar dögum. Fyrir því mun hann framselja þá til þess tíma, er sú hefir fætt, er fæða skal . . .“ Nú höfum við fengið eitt svar af mörgum við spurn- ingu okkar, hvað var að gerast, þegar Jesús fæddist. Guð var að framkvæma þau gömlu fyrirheit, sem hann hafði gefið í öndverðu. Guð hafði sagt — og hann stendur við sitt — og nú framkvæmdi hann það. En ég tel, að við séum ekki enn búin að svara spurningunni. Við verðum að athuga þetta betur. Það voru nefnilega fleiri fyrirheit gefin, tengd Messíasi. Til dæmis eru orð í spádómsbók Jesaja, sem tala skýrt og svara spurningu okkar vel. Þar segir: „Fyrir því mun Drottinn gefa yður tákn sjálfur: Sjá, yngis- mær (eða ung kona) verður þunguð og fæðir son og lætur hann heita Immanúel, þ.e. Guð er með oss“ (Jes. 7,14). Hér höfum við það. Með fæðingu Jesú er ekki bara barn að fæðast, sem veitir foreldrum gleði (þótt það sé út af fyrir sig nægt gleðiefni). Nei, gleðin og fögnuðurinn er enn meiri. Guð er að framkvæma fyrir- heit sitt. Hann sjálfur er að koma til mannanna: Immanúel, sem þýðir Guð er með oss. Guð sjálfur kom í mannlegu holdi vegna elsku sinnar til okkar. Hann vildi veita okkur þekkingu á sér. Og ef þú vilt þekkja Guð, þá skalt þú athuga athafnir og orð Jesú. Jesús er Guð sjálfur. Við mennirnir þekktum ekki Guð í raun og veru fyrr en Jesús kom og kunngjörði okkur Guð. Við fáum að vita, að Guð elskar okkur. Hann vill frelsa okkur frá syndinni, skapa nýtt líf, nýjan einstakling, nýjan heim. Þetta er það.sem er að gerast á jólunum: Immanúel, Guð er með oss. ,,Þess vegna, mínir elskuðu bræður, verið fastir, óbifanlegir, síauðugir í verki Drottins, vitandi, að erfiði yðar er ekki árangurslaust í Drottni" (I. Kor. 15,58). Hilmar Baldursson. ar. Hróp . . . ? Ekkert annað en ímyndun. Það er grafarþögn um- hverfis hann. Of mikil þögn. Hann spyrnir stafnum fast í snjóinn og gengur rösklega upp í brekkuna að baki skálans. Það er enn svolítil dagsbirta yfir Stórholti, og tunglið er nýtt, það kemur upp innan stundar. Hann arkar upp á við. Allt í einu nemur hann staðar, veit: Þú átt ekki að fara lengra. Skrýtið var þetta. Áður en hann gerir sér fulla grein fyrir, hvað hann aðhefst, hefur hann snúið sér við á skíðunum og er á hraðri leið niður eftir í áttina að skálanum. Að ganga heim. Nei, það geri ég ekki. En ég get líka skroppið nokkum spöl i sömu brautinni og ég kom. Hann fer svo langt, að hann sér mestalla heiðina. Eitthvað togar hann lengra. Nei. Hann nemur staðar. Hvaða fíflaskapur var þetta? Hann snýr við. Þau skulu ekki geta skemmt sér yfir því, að ferðin hafi öll farið í vitleysu. Það getur verið ágætt að vera einn stöku sinnum. Þegar menn eru orðnir nítján vetra, er þeim kannski þörf á að íhuga eitt og annað. Veðrið er ágætt. Hann hefur nógan eldivið og vistir. Hér verða jólin eins og vera ber. Svo- lítið sérstök. Það fellur honum líka vel í geð. Hann er ekki í hópi þeirra, sem láta berast með straumnum. Eng- inn skal saka hann um það. Og þó að kristilegt samkomuhús hafi Framh. á bls. 14. 3

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.