Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1978, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.12.1978, Blaðsíða 5
„Við erum komin til þín, Drott- inn. Við höfum farið um heiminn, allt höfum við séð og reynt, en það veitti okkur ekki fullnægingu. Fyrirgef okkur, tak á móti okkur, við syndguðum gegn þér.“ Það hafði ekki unnizt tími til þess að vígja brúðhjónin í Kam- bata, og fór því hjónavígslan fram þarna á kaffihúsinu. Vígsluorð prestsins, spurningar til brúðar og brúðguma, urðu fyrir okkur og eflaust fleirum áhrifarík í þessu umhverfi, á kaffihúsinu, þar sem einnig voru viðstaddir margir van- trúaðir samkennarar brúðgumans, starfsfólk hótelsins og allmargt fólk, sem fylgdist með í dyrunum og gluggunum. Hið kristna inni- hald í þessu talaði svo sterku máli. Maturinn var góður. Það er kapí- tuli út af fyrir sig. Kannski var áhrifaríkast að heyra ræðu brúðgumans. Hann bað um orðið, eftir að menn höfðu borðað. Yfirleitt er ekki siður í brúðkaupum að haldnar séu ræð- ur. Ekki fannst okkur heldur, að hér væru menn að stæla brúð- kaupsveizlusiði frá Vesturlöndum. Þetta var allt eðlilegt, gert í ákveðnu skyni, en ekki til þess að sýnast. Það var eflaust hlustað þeim mun betur sem menn undruðust þetta óvenjulega háttalag. Ég óska þess nú, að ég ætti orðin hans á segul- bandi. Hann vitnaði einfaldlega um þá blessun, sem hann hafði eignazt, eftir að hann komst til lifandi trúar fyrir þrem árum. Það þarf mikla djörfung til þess að játa nafn Drottins Jesú í þessu landi í dag, einkum meðal skóla- æsku og menntamanna, en fagn- aðarerindið er kraftur Guðs til hjálpræðis, hverjum þeim sem trúir. Við skrifum þetta, til þess að þið gætuð líka glaðzt og uppörvazt með okkur, af því að vita, að í þessu sósíalistiska landi er til fólk, sem vitnar hiklaust og með þunga lífsreynslunnar að baki um náð Jesú, um nýtt líf, sem hefur til- gang og takmark. Það vitnar ekki bara í kirkjunni, í afmörkuðum hópi trúaðra, heldur þar sem það er í bænum, í daglega lífinu, á kaffihúsinu, í hópi samstarfs- manna, við fjölskyldutækifærin. Beztu kveðjur, Áslaug og Jóhannes. SETIÐ Á SKÓLABEKK Ur einkabréfi frá Skúla Svavarssyni Það var dýrmæt reynsla að fá að starfa heima þessi tvö ár og kynnast kristniboðsvinunum og starfinu. Ég er oft hjá ykkur, þeg- ar ég fer í bæninni frá stað til stað- ar. Þá finnst mér eins og ég sé þar. Ég sé fyrir mér andlit, og þá er betra að biðja fyrir þeim og gott að vita um öruggan stuðning þeirra. Ég bið þig að skila kveðju til kristniboðsvina. Við þörfnumst þeirra — og margra fleiri. Við erum nú hálfnuð með mála- námið (um miðjan október). Þessa viku höfum við miðnámskeiðspróf. Ég hefði því kannski heldur átt að lesa en skrifa bréf, en okkur þyrstir eftir fréttum að heiman, og þá veit ég ekki annað ráð en að skrifa bréf. Það er ekki gert á svipstundu að læra nýtt tungumál, óskylt þeim, sem við þekkjum áður. Svahili er sagt frekar auðvelt mál, en við verðum samt að læra ný orð yfir alla hiuti og svo nota þau á rétt- an hátt. Það er mikil málfræði í svahili. Það er auðvelt að skilja hana, en tekur tíma og æfingu að nota hana. í málinu eru til dæmis milli 15 og 20 mismunandi tíðir sagna. Nafnorð skiptast í átta flokka, og öll orð, sem standa með nafnorð- um, breytast eftir því, með hvaða nafnorði þau standa eða vísa til. . . Á laugardaginn var nýi forset- inn hér settur í embætti. Hann heitir Daníel Araf Moi og er krist- inn maður. Hann er í stjórn „Africa Inland Chrurch". Forsetinn þarfn- ast mikillar fyrirbænar. Þeir voru margir, sem spáðu ringulreið og jafnvel borgarastríði, þegar gamli forsetinn, Kenyatta, dó. Það er rétt, að hér er háð valdabarátta, og hver þjóðflokkur vill, að sinn maður komist að. Hingað til hefur þetta gengið vel, og svo virðist sem Moi fái stöðugt meira fylgi. Við biðjum að heilsa og þökkum fyrirbænir. STcúli. Leiðtogi handtekinn Aðalframkvæmdastjóri lúthersku kirkjunnar í Eþiópíu, Gúdína Túmsa, hefur verið tekinn hönd- höndum. Birger Breivik, fram- kvæmdastj. Kristniboðssambands- ins í Noregi, segir í norska blaðinu Útsýn, sem kom út 29. október, að Gúdína hafi verið sóttur á skrif- stofu sína 11. október, en að ekki sé frekar vitað um, hvers vegna hann hafi verið handtekinn. Gúdína er mikilsvirtur leiðtogi í kirkju sinni. I byrjun september í haust kom hann ásamt nokkrum öðrum fræðimönnum lúthersku kirkjunnar til Noregs til þess að ráðgast við stjórn Kristniboðssam- bandsins um starfið í Eþíópíu. I ávarpi, sem hann flutti, meðan hann dvaldist í Noregi, færði hann þeim þakkir, sem bæðu fyrir Eþí- ópíu, og hann bætti við : „Biðjið meira! Biðjið þess, að við bregðumst ekki. Nú erum við að læra, hvað það kostar að fylgja Jesú.“ íslenzkum kristniboðsvinum er nú lagt á hjarta, að þeir minnist sérstaklega þessa bróður — og ann- arra, sem þola þrengingar — þegar þeir biðja fyrir Eþíópíumönnum. Svo segir í heilagri ritningu: „Minnizt bandingjanna, sem væruð þér sambandingjar þeirra; minnizt þeirra, er illt líða, þar sem þér sjálfir eruð með líkama“ (Hebr. 13,3). FRÉMEKKI Sendið notuð frímerki til Aðalskrif- stofunnar, Amtmannsstíg 2B, en þau verða síðan seld til ágóða fyrir kristni- boðið. 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.