Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1978, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.12.1978, Blaðsíða 8
— TALAÐ OG ritað <______________-—/ Orðið sigrar Merkilegustu atburöir, sem nú eiga sér stað í heimi hér, eru end- urvakning kristinnar trúar í Sovét- ríkjunum, sem sýna glöggt, aö sex- tíu ára barátta viö að heilaþvo Rússa og gera þá aö efnishyggju- mönnum hefur verið til einskis. All- ar ríkisstjórnir, hversu valdamiklar sem þær eru, falla að lokum flatar fyrir Orðinu, sem fyrir 2000 árum kom til að búa með oss, þrungið yndisleik og sannleika. Með öðrum orðum, hið takmarkalausa vald fell- ur í duftið fyrir takmarkalausri ást. Malcolm Muggeridge. Mbl. 13. maí s.l. Gefum okkur iíma Kennslustarfið er mikið ábyrgðar- starf . . . þeirra starf (kennaranna) er þó vanmetið eins og reyndar flest annað uppeldisstarf í þjóðfé- laginu, og þar á ég einkum við starf foreldra og annarra uppal- enda. Ég veit eiginlega ekki, af hverju þetta stafar, en helzta skýr- ingin er ef til vill sú, að uppeldis- starf er ákaflega tímafrekt og erfitt að leggja ákveðinn mælikvarða á það, því það er ekki áþreifanlegt. Barn, sem hlúð hefur verið að, er það dýrmætasta, sem þjóðfélagið getur eignazt, og vissulega sýnir þaó sig, þegar fram í sækir . . . Ég tel, að það dýrmætasta, sem barni geti hlotnazt á eftir góöu for- eins og þeim er lýst í Biblíunni, blasa við. Enn hverfum við 2000 ár aftur í tímann — á meðan loft- kældur bíllinn þýtur eftir malbik- uðum veginum. Við komum til hinnar 9000 ára gömlu Jeríkó, Pálmaborgarinnar, og niður að Dauðahafinu, sjáum glytta í Qumran-hellana þar sem handritin merku fundust 1947, og ökum til baka og upp til Betle- hem. Jólaboðskapur á miðju sumri „Og þú Betlehem, land Júda, ert engan veginn hin minnsta meðal höfðingja Júda; því að frá þér mun eldri, sé góður kennari . . . Börnin í dag eru oft svo mikið ein, að þau þrá að tala við kennarann og snerta hann, því að foreldrarnir haft oft lítinn tíma tii að sinna þeim. Að mínu mati hefur skólinn því breytzt mikið á undanförnum árum og á nú ekki einungis að miðla fræðslu, heldur gegnir hann jafn- framt mikilvægu uppeldishlutverki, en því miður hefur hann varla mann- afla til þess að sinna því hlutverki sem skyidi, þar sem það er svo afskaplega tímafrekt. Rósa Björk Þorbjarnard., endur- menntunarstj., Mbl. 2. sept. s.l. Ljúfasia endur- minningin Yfirslökkviliðsstjórinn, Svend Aage Rasmussen, segir frá indæl- asta atburðinum, sem fyrir hann hefur komið, í danska blaðinu „Kommunalarbejderen": ,,Ég ók sjúkrabíl, þegar ég var ungur slökkviliðsmaður. Dag nokk- urn vorum viö sendir til fyrirtækis eins við Kongens Nytorv. Þar hafði drengur dottið í gegnum búðar- glugga, svo að annar handleggur- inn hafði næstum skorizt af hon- um. Honum blæddi mjög mikið, þegar við komum á slysstaðinn. Við stöðvuðum blóðrennslið eins vel og við gátum og lögðum drenginn inn í bílinn. Ég var aðstoðarmaður og settist þar við hlið þessa litla sjúkl- ings. Á leiðinni til sjúkrahússins biður hann mig að leggja slasaða hand- legginn yfir hinn heilbrigða. Ég gerði það með gætni. Þá spennti hann greipar og fór að biðja. Hann bað Drottin að sjá vel um foreldra sína, eftir að hann væri dáinn. Þegar hann hafði lokið bæninni, lagði hann aftur augun, og er við komum til sjúkrahússins, var hann látinn." Utsyn, 27. tbl. 1978. koma höfðingi, sem vera skal hirðir lýðs míns, ísraels" (Matt. 2,6). Vellimir eru enn á sínum stað, gröfin, þar sem Jakob ættfaðir fsraels jarðsetti Rakel konu sína, rétt fyrir utan borgina. í Betlehem fæddust Davíð konungur og Jesús Kristur. Þannig verða ljóslifandi at- burðir, sem við höfum lesið og lært um, og ekki er hægt að hugsa sér annað en allt standi heima. Betlehem (Brauðhús) er aðeins 8 km frá Jerúsalem og þær næst- um samvaxnar, rétt eins og Reykja- vík og Kópavogur. Fœöingarkirkjan: Konstantín keisari reisti hana í upphafi um 330 e.Kr. Hún er elzta kirkja í heimi, sem enn er í notkun. Kirkju- leg er hún þó ekki að sjá að utan, dymar svo lágar, að jafnvel ég verð að beygja mig, en það er reyndar vel við hæfi, þetta er helg- ur staður, fæðingarstaður frelsar- ans. Héðan hljóma á hverjum jól- um ómar klukkunnar út um víða veröld. Inni í kirkjunni er meðal ann- ars kapellan, þar sem englamir birtust Jósef. Einnig kapella Hieró- nýmusar kirkjuföður, sem lauk við fyrstu latnesku biblíuþýðing- una (Vulgata), en hann kom þang- að frá Róm um 385 e.Kr. Nokkur slitin steinþrep niður, og Fæðingar- hellirinn kemur í Ijós. Hann er ei- lítið langur og mjór, hvorki hátt til lofts né vítt til veggja og loftið þungt. Þó þröngvum við okkur öll inn í einu, kórinn syngur fagran, íslenzkan sálm. Veggir em bert grjótið, en tjaldaðir dúkum. Ótal reykelsisker hanga niður úr loft- inu. Hægra megin við dymar er fæð- ingarstaðurinn. Þar er letrað á silfurstjörnu á gólfinu á latínu: „Hic virgine Maria Jesus Christus natus est,“ hér fæddist Maríu mey Jesús Kristur. Til vinstri er jatan. — Hugann grípur helgi. —- Það var reyndar 18. júlí — en hvað gerði það? Jólaboðskapurinn hljómaði í hug og hjarta: „Yður er i dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs“. — „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn ein- getinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf“. Fagnaðarboðskapurinn er alltaf til reiðu. Hvert manns- hjarta á sín jól, þegar hann fsér að komast að. Átt þú hin sönnu, eilífu jól i þínu hjarta? Guð gefi þér náð til þess. * Frásögn mín er aðeins smábrot af minningum úr þessari ferð. Ég vona þó, lesandi góður, að þú hafir orðið einhvers vísari, áhugi þinn vaknað til að fræðast meira um landið, sem ól Drottin vom og frelsara, — og um Guðs útvöldu þjóð, ísrael. Shalom (friður). Todaraba (þökk). Anna Sigurkarlsdóttir. Greinarhöf. er húsmóðir i Kópavogi. 8

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.