Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1985, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.04.1985, Blaðsíða 9
ill gleðidagur, hámark í hinni mátt- ugu atburðarás sem á sér stað alla Páskahátíðina." „A hvern hátt er hinn upprisni sjálfur líka að verki íþví semþú segir í predikunarstólnum ? " „Ég trúi því að predikun sé athöfn. Ef mér veitist náð til að predika rétt er Guð að verki í predikuninni. Á föstudaginn langa beygir hann °kkur í duftið og sýnir okkur að við enim syndarar og sekir til dauða. Svo rennur upp páskadagur, dag- urinn þegar hann var reistur upp. Það eitt að segja frá þessu felur í sér kraft hl að skapa trú í mannshjörtum. Predikun er ekki aðeins upplýsingar heldur að Guð er að verki hér og nú eins og þegar hann skapaði trú í hjörtum örvæntingarfullra læri- sveina. Guð sjálfur verkar í orði sínu °gskaparhiðnýjalíf." „Þarf kristinn maður á því að halda °ð heyra upprisuna boðaða á hverju ári?" „Já, ekki aðeins á hverju ári heldur daglega. Við menn getum aldrei lært hvað kristindómur er. Þú ert ekki kristinn en þú verður kristinn á hverjum degi með því að hlýða á hoðskapinn sem kemur til þín frá Guði, eins og Lúther kemst að orði." „Hvar mœtir þú hinum upprisna í hversdagslífinu?" »I orði Guðs eins og það kemur til mín að utan, annað hvort í vitnisburði ^anna eða söng sem ég heyri. Þá Wæti ég boðskapnum um hinn upp- nsna Krist. Ég sé áhrif upprisunnar í nverjum manni sem lifir lífi trúar- lnnar, er veitt að trúa á hann og lifa í náð hans." Hann kom til mín „Hvernig kom hann til þín í fyrsta sinn? „Það gerðist áður en ég fór að hugsa og álykta, þegar ég var skírður 1 nafni Jesú Krists. Þá var ég einnig skírður til dauða hans og upprisu. Þá Var það ekki ég sem kom til hans heldur kom hann til mín. Seinna hef ég aldrei orðið viðskila v'ð Guð svo að ég viti. En um skeið Var kristindómurinn mér aðeins strit. Eg vildi afreka eitthvað frammi fyrir ^uði, tryggja stöðu mína með guð- r^knisæfingum eins og lestri Bibl- lllnnar og bæn. En augu mín opnuðust fyrir því að ^uð frelsar syndara af náðinni einni saman, að ég mátti koma og þiggja allt úr hendi hans og hann vildi reisa mig upp. Það að vera kristinn er ekki svolítil guðrækni að viðbættum þáttum frá páskunum heldur að þiggja í raun og sannleika allt af Guði, að hljóta fyrirgefningu syndanna algjörlega óverðskuldað, að verða reistur við án allrar verðskuldunar. Það er Guð sem gerir þetta ein- göngu að eigin vilja, enda sýnir páskaboðskapurinn einmitt að þetta á sér stað óháð verkum mínum. Guð var að verki í Kristi, og ég fæ hlutdeild bæði í dauða hans og upprisu." „Hvar telur fólk yfirleitt að hinn upprisna sé að finna?" „Flestir hyggja að hann sé hvergi að finna. Þeir lesa ekki orð Guðs og hlusta ekki á predikun. Ef til vill sjá þeir einhver merki hans hjá trúuðum mönnum sem þeir umgangast. En menn verða að snúa algjörlega við, taka fram Biblíuna sína, þurrka rykið af henni og byrja að lesa. Þá munu þeir komast í kynni við hann sjálfan, hann sem hefur gefið orðið. Það er hættulegt en jafnframt dýr- legt, því að það getur reist við hina föllnu og leyst hina fjötruðu." „Hinn upprisni, lifandi Kristur — hvað er hann að gera núna? Hvernig er starfsdegi hans háttað?" „Biblían er ekki margorð um starfs- dag Jesú. En hún segir frá því að hann sé að verki. í Rómverjabréfinu má lesa að hann sitji við hægri hönd föðurins og biðji fyrir okkur. Ég geri mér í hugarlund að hann fylgist náið með okkur og tali máli okkar fyrir Guði. Þó að eitt og annað geti þjakað okkur er hann nálægur og lifir lífi okkar, enda erum við sett í himininn með Kristi. Og þó að við séum hér á jörð eigum við hlut í örlögum hans. Honum liggur þungt á hjarta að varðveita okkur í alls konar nauðum. Vinnudagur hans er víst töluvert lengri en okkar þar sem hann biður fyrir okkur dag og nótt. Hann er jafnframt hinn mikli sigur- vegari sem hefur allt vald á himni og jörð og hefur troðið djöfulinn undir fótum sér. Sigurinn er okkar. Hann var unninn á krossinum. En stríðið stendur enn um sinn — meðan við bíðum fullkomnunarinnar þegar ríki Guðs kemur í öllum mætti og dýrð." Viðtal: Jan Tore Horpestad. For fattig og rik.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.