Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1985, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.04.1985, Blaðsíða 20
Við vorum hins vegar stödd við Jórdan þar sem hún rennur úr Galíl- euvatni, þegar þar bar að karla og konur sem óðu út í ána, þar sem voru bæði þrep og handrið. Fór síðan fram niðurdýfingarskírn. Það vakti athygli okkar, að annar karlanna sem skírði var sjálfur skírður eftir á, og heyrðum við sagt, að þetta væri hans 5. skírn. Hins vegar fengum við ekki skýringu á skilningi hans á þeirri skírn sem þurfti endurtekningar við! Konurnar skiptust á sturtuhettum til að hárið færi ekki úr lagi við skírnina. Þarna voru að sögn amer- ískir baptistar á ferð. Vatn — í eyðimerkurlandi er lif- andi predikun. Nyrst í landinu við upptök Jórdanar, er vatnið tært og hreint eins og íslensku lindirnar. Gyð- ingar haf verið duglegir að rækta upp eyðimerkurnar og nýta vatnið betur en nokkur önnur þjóð og eru t.d. lengst komnir í því að hreinsa skolp. En hér á landssvæðum í nánd við upptök Jórdanar eru hættusvæði. Víða leynast jarðsprengjur enn í jörðu. Það er undarlegt að hugsa um það, að hér, þar sem friðarhöfðinginn sjálfur var maður meðal manna, skuli vera hættulegt að stíga niður fæti. Hér er friðurinn ótryggur. Jeríkó — er vin í eyðimörkinni suður undir Dauðahaf. Þar þarf ekki að ræða það, hvort vatn er blessun. Það sést. Þar er mórberjatréð hans Sakkeusar, þar vaxa döðlur og ótal aðrir ávextir, en allt í kring eru nakin fjöll. Um þau þarf að fara til að komast til Jerúsalem, sem stendur um 1200 m hærra, því hér erum við nálægt 400 m undir sjávarmáli. Á þessari fjöllóttu eyðimerkurleið var auðvelt að sjá fyrir sér ferðamanninn, sem féll í hendur ræningja. Líf hans var í hendi náungans, sem fór þessa Ieið! Pílagrímar Litla eyðimerkurlandið er helgur blettur þriggja trúarbragða: Gyðing- dóms, kristinna og múhameðstrúar- manna. Pílagrímar allra þessara trú- arbragða hafa komið þangað um margar aldir, gert tilkall til helgra staða, bylt þar landi og mannvirkjum, sest þar að og byggt, slegist og rutt öðrum burt. Því dettur varla neinum í hug að í þessu litla, þéttbýla landi, séu hlut- irnir eins og þeir voru fyrir 2000 árum. Hvert sem hugarfarið er eða vænt- ingarnar, þá koma nú um milljón ferðamenn eða pílagrímar árlega til ísraels, og stefnt er að því að fjölga þeim um helming. Hér er „túrismi" í stórum stíl, og jafnvel mér er gert að vera hluti af honum. Það er erfitt að sætta sig við þá hugsun, og því verður eðlilegra að grípa til orðsins „píla- grímur". Það lýsir þó með einhverjum hætti tilgangi ferðalangans, sem er kominn til að þreifa á því sem trúnni er áþreifanlegt. Við göngum m.a. niður Olíufjallið. Sem betur fer er tími til að gera það oftar en einu sinni, því þarna eru margir helgidómar, sem vert er að gefa sér tíma í. i gömlu Jerúsalem. í Iitlum helgidómi á þeim stað, þar sem Jesús grét yfir Jerúsalem, er margmenni og næstum stöðug guðs- þjónusta. Sömuleiðis í „Allra þjóða kirkjunni" í Getsemane. Guðsþjón- ustan truflast ekki þótt menn komi og fari, heldur taka menn þátt í henni meðan þeir standa við, sumir aðeins stutta stund. (Af því að fararstjórinn rekur á eftir!) Það er einmitt mikil reynsla sem minnir mig á, að starfið í ríki Guðs verður ekki truflað af óróleika manna. Það heldur áfram — í mannfjöldanum og ys hversdags- leikans. Það undirstrikar líka fyrir mér, að guðsþjónusta daglega lífsins er guðsþjónusta í ys og þys, sem má ekki hindrast heldur á hverjum kristn- um manni að lærast að þjóna í þeim ys og innan um þá menn sem hann lifir. Hér birtist guðsþjónustan mest í lofgjörð og tilbeiðslu. Sterkast talaði hún þó til mín í Grafarkirkjunni, sem er helgasti staður kristinna manna. Kirkjan er í Gömlu Jerúsalem, byggð yfir bæði Golgata og staðinn þar sem gröf Jesú var. Mér hafði ekki dottið íhug, að svo stutt væri milli Golgata og grafarinnar, en í Jóh. 19:41-42 segir: „Á staðnum, þar sem Jesús var krossfestur var grasgarður, og í garð- inum ný gröf... Þar lögðu þeir Jesú, því það var aðfangadagur og gröfin var nærri." Grafarkirkjan er eign margra kirkjudeilda. Þess vegna eru þar margir helgidómar og mörg ölturu. Þar blandast saman hljóð tíðagerðar, lesin eða sungin, skýringar farar- stjóra, hringl í reykelsisílátum presta, samtöl ferðamanna, bænir pílagríma, hljómur kirkjuklukkna o.fl. Einn hópur hefur bænatsund, annar syngur lofsöng, hinn þriðji les ritningarorð, hinn fjórði stendur í hljóðri lotningu. Þetta er helgidómur okkar allra. Allra kristinna manna. Hann er ekki líkur Dómkirkjunni eða Skálholts- kirkju. Hann er stór, dimmur og fullur af reykelsisilmi. En hann er mér samt áþreifanleg staðreynd um að JESÚS LIFIR! Eitt skiptið er við komum þarna 4-5 saman á rólegum tíma, lá svertingja- kona á hnjánum framan við eitt altarið á Golgata og úthellti hjarta sínu hástöfum fyrir Jesú og þakkaði mikið. Við sátum hljóð og tókum þátt w í ákalli hennar, uns kirkjuvörður kom og bað hana vinsamlega að færa sig, því nú væri tími helgiathafnar. í Grafarkirkjunni var á þremur hæðum hægt að sjá sprunginn klett. E.t.v. eru það ummerki jarðskjálft- ans við dauða Jesú. (Matt. 27:50-51). Víða finnast gamlar grafir, sem eru af því tagi sem gröf Jesú var. Gröfin í garðinum á þeim stað sem kallast Gordonsgolgata, getur þannig vel framkallað mynd af því sem gerðist, þegar konurnar komu að hinni tómu gröf. Það talar til tilfinninganna. Og ekki skemmir, að á hurðinni stendur: „Hann er ekki hér. Hann er uppris- inn". Það er öðru vísi tilfinning að ganga inn í þröngan helgidóm þann, sem reistur er inni í Grafarkirkjunni, yfir staðnum sem taldar eru vera sterk- i astar líkur fyrir því að gröf Jesú hafi verið. Þar var mér auðvelt að upplifa: JESÚS ER HÉR. Ekki dáinn í gröf sinni, heldur lifandi, með börnum sínum af öllum litarhætti og öllum þjóðum. En hér í landi hans er þjóð, sem þekkir hann ekki. Það er kall til sérhvers kristins manns. Stína Gísladóttir. 20

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.