Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1985, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.04.1985, Blaðsíða 5
UPPRISAN Páskablaö Bjarma er helgað upprisunni. í brennidepli ætlum við að gaumgæfa nokkur atriði varðandi upprisu Jesú og hvaða þýðingu hún hefur fyrir okkur. Nýja testamentið er þrungið af þeirri vissu að Jesús reis upp og lifir. Lærisveinarnir sáu Jesúm upprisinn. Páll postuli tekur svo sterkt til orða að segja að ef Jesús hefði ekki risið upp væri trú okkar ónýt. Ýmsir hafa þó andmælt upprisunni og sagt að slíkt geti ekki átt sér stað eða þá að þeir gera hana eingöngu að einhverri andlegri reynslu. Nýja testamentið talar um allt annað. Við skulum byrja á því að athuga hvað það hefur að segja um málið. Frásagnir nýja testamentisins af upprisu Jesú Allt Nýja testamentið einkennist af Peirri vissu að dauðinn hélt Jesú ekki. *^ann reis upp í raun og veru. Hann nir og opinberar sig í heimi efans, treistinganna og dauðans. Pessari vissu er lýst á margs konar n*tt. Einn elsta vitnisburðinn um Paskana er ekki að finna í guðspjöll- UnUm, heldur í fyrra bréfi Páls post- uJa til Korintumanna (15,3-5). Hér 'tnar hann til gamallar hefðar sem nefur e.t.v. verið mótuð fyrir árið 40 ^Kr. Hann hafði sjálfur meðtekið hana og bar hana nú áfram til safnaðarins. Þar að auki nefnir hann jonarvotta sem enn voru á lífi þegar nfnn skrifaði fyrra Korintubréf. Þessi 1 vitnisburður lýsir því ekki hvern- elst ig Jesús opinberaðist. Hann segir að Drottinn birtist tilteknum mönnum. í huga Páls er sannleiksgildi páskatrú- arinnar fólgið í reynslunni af hinum upprisna, hann birtist. Páll greinir hér skýrt á milli opinberana hins upprisna og allra síðari sýna (sbr. 1. Kor. 9,1 og2. Kor. 12,1-6). Guðspjallamennirnir greina frá því að Jesús birtist Pétri og hinum læri- sveinunum. En öðru fremur greina þeir frá konunum sem Jesús birtist fyrst (Matt. 28,9; Jóh. 20,11; Mark. 16,9). Lúkas er einn um að segja frá opinberuninni fyrir lærisveinunum á leiðinni til Emmaus. Þar að auki er að finna ýmsan mun á frásögnum guð- spjallamannanna varðandi opinber- anir Jesú, vottanna sem urðu að þeim og staðina sem þær urðu á (Jerúsalem eða Galílea). Mikil áhersla er lögð á að forða misskilningi (t.d. að um vofu hafi verið að ræða). Ýmsar af frásögn- unum draga skýrt fram að upprisu- líkami Jesú hafi verið ólíkur venju- legum líkama (hann kemur t.d. inn um læstar dyr, Jóh. 20,19 og 26). Aðrar árétta að hér hafi ekki bara verið um eitthvað andlegt að ræða (t.d. neytir Jesús matar til að leggja áherslu á að hann er líkamlega upp- risinn, Lúk. 24,42-43). Öll guðspjöll- in fjögur greina frá tómri gröf. Gamli vitnisburðurinn í 1. Kor. 15,3nn talar þó ekki um hana. Það er ljóst af

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.