Bjarmi - 01.04.1985, Blaðsíða 11
hann ætti að verða sannfærður um
þetta.
Svo var það dag einn, að hann var
að lesa í Postulasögunni. Hann las
predikun Péturs á hvítasunnu.
Þá komst hann á nýja slóð, sem lá
frá hópi postulanna og til þeirra, sem
stóðu fyrir utan. Frammi fyrir honum
stóðu þúsundir manna, sem vissu,
hvað hafði gerst. Og við þá sagði hann
hiklaust:
„Þér ísraelsmenn, heyrið þessi orð:
Jesúm frá Nazaret, mann þann, er
Guð sannaði fyrir yður með krafta-
verkum og undrum og táknum, sem
^uð lét hann gjöra yðar á meðal, svo
sem þér sjálfir vitið, hann hafið þér,
er hann var framseldur eftir fyrir-
huguðu ráði Guðs og fyrirvitund,
neglt á kross með höndum vondra
•nanna og tekið af lífi, hann uppvakti
Guð, er hann létti af kvölum dauð-
ans, því að ekki var það mögulegt að
hann skyldi af honum haldinn verða...
Þennan Jesúm uppvakti Guð, og
erum vér allir vottar þess. Með
óbrigðanlegri vissu viti þá allt ísraels
hús, að Guð hefur gjört hann bæði að
Ðrottni og að Kristi, þennan Jesúm,
sem þér krossfestuð."
Asgeiri þótti sem hann sæi allar
Pessar þúsundir manna fyrir sér, allt
Petta fólk, sem var samtíða Jesú og
hafði séð hann. Já, það hafði meira að
Segja séð hann deyja á krosstrénu
^nium mánuði áður. Og nú sagði
"étur umbúðalaust við það, að Jesús
v*ri risinn upp frá dauðum. Hann
skýrði ljóslega frá því, að þeir hefðu
seð dásemdarverkin, sem Guð hefði
tramkvæmt í augsýn þeirra fyrir Jes-
uui Krist. Hann sagði þeim, að það
hefðu verið þeir, sem hefðu neglt
nann á krossinn. Allt þetta hafði átt
Ser stað, „svo sem þér sjálfið vitið."
Og „þennan Jesúm uppvakti Guð,"
baetti hann við.
Og hver var svo árangur þessa alls?
Svo virtist sem ekki einn einasti
Peirra gæti borið brigður á þetta. Og
v°rki meira né minna en þrjú þús-
und manns létu skírast til fyrirgefn-
lngar synda sinna. Þeir vissu ekkert
aunað ráð til þess að bæta fyrir það,
Sem þeir höfðu aðhafst gegn Jesú.
Ekki hefði slíkur fjöldi manna í
erúsalem tekið trúna á Jesúm, ef
ekki væru þungvægar sannanir fyrir
pVl, að þetta væri satt.
. Þrjú þúsund manns staðfestu vitn-
!sburð Péturs með því að taka þessa
St°ðu á fyrsta hvítasunnudag.
Það hlaut að vera einhver fótui
tVrir þessu.
Ásgeir hélt áfram að lesa. Og
skyndilega var svo sem hugur hans
yrði fullkomlega sannfærður um
raunveruleika upprisunnar.
Það varð, þegar hann las fjórða
kapítula Postulasögunnar um þá post-
ulana Pétur og Jóhannes, þegar þeir
voru frammi fyrir ráðinu vegna lækn-
ingar betlarans bæklaða.
Hann sá Pétur fyrir sér andspænis
ráðinu — og alla þessa menn, sem
höfðu dæmt Jesúm og krossfest hann.
Og þarna stóð Pétur gegnt æðsta-
prestinum, undursamlega djarfur og
hugprúður.
Hvað var það, sem hann sagði?
„Þá sé yður öllum vitanlegt og
öllum ísraelslýð, að í nafni Jesú Krists
frá Nazaret, sem þér krossfestuð og
Guð uppvakti frá dauðum, einmitt
fyrir hann stendur þessi maður heil-
brigður fyrir augum yðar.
Hann er steinninn, sem einskis var
virtur af yður, húsasmiðunum, hann
er orðinn að hyrningarsteini."
„í nafni Jesú Krists frá Nazaret,
sem þér krossfestuð og Guð uppvakti
frá dauðum." Þetta voru skýr orð.
Hvaða rök hafði æðsti presturinn
fram að færa gegn þessu?
Hvað gat hann sagt við fátæka
fiskimanninn?
Gat hann ekki sagt eitthvað og
þaggað með því niður í þessum
manni?
Nei, ekki orð.
Gat hann ekki bent á gröf Jesú?
Gat hann ekki staðið upp og sagt:
„Hægan, hægan, maður minn! Þú
segir, að Jesús sé risinn upp frá
dauðum. En dokaðu við andartak.
Við létum krossfesta hann, og hann
var grafinn. Nú skulum við fara til
grafarinnar og sýna þér, að Jesús er
raunverulega dáinn. Annars fer
kannski best á því, að við látum líkið
standa uppi öllum til sýnis svo að
niður verði kveðinn þessi villa, sem
breiðist æ meira út, og menn komist
að raun um, að ekki er flugufótur fyrir
þessu þvaðri, að hann sé upprisinn."
Þetta var merkilegt. Ásgeir sá ekki
minnsta vott þess, að æðstipresturinn
eða nokkur annar ráðsmaður gæti
sagt neitt, sem raskaði sannfæringu
Péturs. Öðru nær.
Það gerðist, þegar Ásgeir sat með
Biblíuna og sá þennan athyglisverða
fund fyrir innri sjónum sínum, að
allar efasemdir um sannleika uppris-
unnar urðu að engu á augabragði.
Það var alveg áreiðanlegt, að Jesús
hafði risið upp frá dauðum. Hann
hafði gert hið ótrúlega — brotið
hlekki dauðans.
Það var ekki á færi nokkurs manns.
Það megnaði Guð einn.
Þetta var enn ein staðfesting þess,
sem hafði hvarflað að honum
skömmu áður:
Hann mætti Guði, hinum lifandi,
óskiljanlega, heilaga, eilífa Guði í
Jesú frá Nazaret.
Almenna mótið í Vatnaskógi
Almenna mótið verður haldið í Vatnaskógi dagana
28.-30. jiíní í sumar.
Yfirskrift mótsins og etiii samverustundanna er valið
út frá ýnisuiii köfluni úr bréfum Páls til Tímóteusar og
með hliosjón af því að nú er ár æskumiar.
Minna má á að á móti í Vatnaskógi geta fjölskyldur og
einstaklingar, ungir jafnt sem gamlir átt góðar samveru-
stundir. Ástæða er til að hvetja menn til að sækja mótið
og taka þátt í undirbúningi þess með fyrirbæn.
Þá verður kristniboðsþing í Vatnaskógi dagana 1.-3.
júlí.
11