Bjarmi - 01.04.1985, Blaðsíða 22
FKÁ STARFINU
Til Stykkis-
hólms
Kjartan Jónsson og Bene-
dikt Arnkelsson fóru til
Stykkishólms 21. febrúar og
heimsóttu kristniboðsvini.
Þeir héldu þrjár almennar
samkomur í kirkjunni. Þá
kynntu þeir kristniboðið fyr-
ir öllum nemendum grunn-
skólans og heimsóttu sjúkra-
húsið og dvalarheimili aldr-
aðra. Gjafir til kristniboðs-
ins námu um 18 þúsund
krónum.
Æskulýð s-
samkomst
Á æskulýðsdegi þjóðkirkj-
unnar3. mars var sunnudags-
samkoman í húsi KFUM og
KFUK við Amtmannsstíg
sérstaklega sniðin fyrir ungt
fólk.
Dagskráin hófst kl. 19.30
en þá hófu félagar úr Kristi-
legum skólasamtökum að
grilla pylsur í portinu og
buðu þær síðan til sólu ásamt
gosdrykkjum.
Á samkomunni sem var í
umsjá KSS og hófst kl. 20.30
voru fluttir leikþættir sem
byggðir voru á sógunni um
miskunnsama samverjann
og þáttum úr Rutarbók.
Einnig var vitnisburður og
hugvekjur fluttar af ungu
fólki.
Myndin sýnir leikhópinn
sem túlkaði dæmisöguna um
miskunnsama samverjann.
Lelkhópur túlkaði dæmisög-
una um mlskunnsama sam-
verjann.
SÖFNUÐ-
URINN OG
KRISTNIBOD
FARIÐ UT
UM ALLAN
HEIMINN
Rit um
kristniboð
SÖFNUÐURINN OG
KRISTNIBOÐ, FARIÐ ÚT
UM ALLAN HEIM er rit,
sem Kristilega skólahreyfing-
in hefur nýgefið út. Það er
þýtt úr norsku, en höfundar
þess eru starfsmenn kristni-
boðsfélagsins, er prófessor
Jóhann heitinn Hannesson
og Astrid kona hans störfuðu
fyrir um árabil íKína og Hong
Kong. Umfjöllunarefni þess
eru ýmsar spurningar er
varða kristniboð og lítið hef-
ur verið fjallað um á prenti
hér á landi í seinni tíð.
Fjallað er um efni eins og
„Hver á að stunda kristni-
boð?" „Eyðileggja kristni-
boðarnir menningu heiðinna
þjóða?" „Kristniboð ogþró-
unar- og neyðarhjálp."
ílok hvers kafla eru spurn-
ingar, sem ætlaðar eru til
umræðna í hópum. Ritið er
tilvalið fyrir kristniboðs- og
biblíulestrarhópa og bætir úr
brýnni þörf á umfjóllun um
þessi efni í íslensku kirkj-
unni. Þýðandi er Kjartan
Jónsson.
Ritið fæst á aðalskrifstofu
SÍK, KFUM og KFUK,
Amtmannsstíg 2b í Reykja-
vík og kostar 195.- kr.
Dnglinga-
kvöld
Unglingakvöld KFUM og
KFUK voru haldin í húsi
félaganna í Kópavogi dag-
ana 25. og 26. febrúar. Þar
söfnuðust saman allar ungl-
ingadeildir félaganna í
Reykjavík og nágrenni og
tóku þátt í dagskrá og hlýddu
á boðun Guðs orðs.
Ungt fólk úr félögunum
stóð að undirbúningi kvöld-
anna undir leiðsógn Guð-
mundar Guðmundssonar
æskulýðsfulltrúa KFUM og
KFUK. Meðal efnis má
nefna leik unglingahljóm-
sveitar, leikþátt, vitnisburði,
sönghóp og fl. Hugleiðingu
bæði kvöldin hafði Guðni
Gunnarsson út frá yfirskrift
unglingakvöldanna sem var
„JESUSLIFIR".
Frá ungllngakvöldum HTUM
ogKFUK.
A Akranesi
Æskulýðs- og kristniboðs-
vika var haldin í Akranes-
kirkju dagana 3.-10. mars.
Yfirskrift hennar var „Hver
er náungi minn?" en það
voru einkunnarorð æskulýðs-
dags þjóðkirkjunnar, daginn
sem samkomuvikan hófst.
Ungt fólk og eldra kom
fram á vikunni. Sóknarprest-
urinn á Akranesi, sr. Björn
Jónsson, annaðist um sam-
komuna fyrsta kvöldið. Flutt
var kristniboðsefni frá Eþí-
ópíu, Kenýu, Ekvador,
Kamerún og Taivan. Þá var
ýmiss konar sóngur og tveir
„leikþættir", tengdir kristni-
boðinu og starfi KFUM og
KFUK.
Þeir sem fluttu hugleiðing-
arnar voru Katrín Guðlaugs-
dóttir, sr. Ólafur Jóhanns-
son, Ástríður Haraldsdóttir,
Benedikt Arnkelsson (hann
stjórnaði samkomunum frá
mánudegi), Kjartan Jóns-
son, Sigurbjörn Þorkelsson
og Halla Bachmann. Kjartan
predikaði í guðsþjónustu
seinni sunnudaginn og þjón-
aði fyrir altari ásamt sókn-
arprestinum.
Samkomusóknin var
nokkuð misjöfn en orð Guðs
hljómaði með hvatningu til
trúar og starfs. Gjafir til
kristniboðsins námu rúmum
63 þús. kr.
22