Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1985, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.04.1985, Blaðsíða 19
finning fyrir Islending úr litlu, fá- rnennu landi en fyrir aðra, að fá að sjá og þreifa á því, að Guð er Guð hinna mörgu og ólíku, allra í senn, nálægur, talandi, lifandi veruleiki. Að upplifa Guð þannig í mannmergð og óró- leika, er á vissan hátt enn stærra en að upplifa hann í einveru og kyrrð. Að vera þar Jerúsalem, Jórdan, Jerikó, Galí- lea, Golgata, Getsemane... Hversu mörg ætli þau nöfn í ísrael séu, sem við kunnum og þekkjum vel? Þau eru mörg, og þau eru okkur jafnvel kunn- ugri og nærtækari en staðarnöfnin í okkar eigin landi. Þar að auki hafa þau á sér helgiblæ, af því að þau standa á blöðum sjálfrar Biblíunnar, og af því að við þau eru tengdir atburðir, sem við höfum lesið og heyrt svo oft. Það eru forréttindi að fá að lifa það að sjá þessa helgu staði, að vera þar sjálfur. Galílea — Víst hafði mér áður veist auðvelt að lifa mig inn í atburð- ina og fylgja Jesú, þegar hann gekk meðfram Galíleuvatni og fólk Við grátmúrinn í Jerúsalem, mesta helgidóm gyðinga. Karlarnir eru fjær, handan við þilið. Olíuíjallið séð frá Jerúsalemmúmum. Neðst til hægri er -Kirkja ailra þjóða". Trjáreiturinn tii vinstri við hana er ieifar grasgarðsins Oetsemane með átta mjög gömlum olíutrjám. streymdi að úr öllum áttum til að sjá hann, hlusta á hann, snerta hann og láta hann lækna veika vini. Galílea, Galílea! Gráti nœr ég hleyp afstað. Einmitt þar var allt það besta, upp í hugann rifjast það. Þar fyrst mannsins soninn sá ég, sólu fegri mynd sú er. Þar við sólfáð vatnið var það við mig sagði hann: „Fylg þú mér". Þetta og fleiri erindi söngs Bjarna Eyjólfssonar „Sjá hann fer á undan yður", hafði oft gert myndina af landinu helga lifandi ásamt með text- um Biblíunnar. Frásagnir guðspjall- anna greina mjög vel frá stöðunum sem Jesús var á, svo að þær verða Iifandi og raunverulegar og laða mann til eftirfylgdar á heimaslóðum hans. Við sólfáð Galíleuvatn eru enn menn á ferð þótt með öðrum hætti sé. Enn veiða menn þar fisk og selja hann ferðamönnum, sem æða frá einum stað til annars, sigla á ferjum yfir vatnið, synda í því og sóla sig. Kapernaum, þar sem Jesús dvaldist mikið og sumir lærisveina hans bjuggu, Hggur að mestu óhreyfð sem aldagamlar rústir. Brekkurnar í kring, sem halla til suðurs niður að vatninu, gefa svo lifandi mynd af stöðum Nýja testamentisins, að það liggur við að maður fari að aðgæta, hvort ekki sjáist til ferða Jesú. Út- sýnið er unaðslegt, en hitinn, jafnvel í september, óbærilegur. Vatnið er um 200 m neðan við sjávarmál, svo að þetta er eins og heitur pottur. Hér var það sem Jesús mettaði þúsundirnar og hér streymdi mannfjöldinn að úr byggðunum til að sjá hann og heyra. Hér kallaði hann lærisveina, sem yfirgáfu heimili og starf og fylgdu honum upp frá því. Jórdan — áin sem liðast um landið endilangt, fellur bæði í Galíleuvatn og úr því, og rennur síðan í mörgum bugðum suður Jórdandalinn og í Dauðahafið sunnan við Jeríkó. Á þess- ari löngu leið er hún þó að mestu hulin gróðri, svo að hún sést lítið. Auk þess er hún víðast hvar landa- mæri, svo að menn eru þar ekki á f erli. Þetta er samt áin sem er sannkölluð lífæð landsins og veitir vatni um stór svæði sem eru ræktuð, en væru ella eyðimörk. Og þetta er líka áin sem Jóhannes skírði í. Skírn Jesú mun hafa átt sér stað syðst í Jórdan, ekki langt frá Dauðahafinu. 19

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.