Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1985, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.04.1985, Blaðsíða 14
Reynt er að ganga frá staðnum á haustin eins vel og unnt er. Samt bilar ævinlega eitthvað yfir vetrarmánuð- ina. Meðan olíukyndingar voru þrjár og þrjú vatnshitakerfi kom æði oft fyrir að ofnar og leiðslur voru sprungnar. Við það varð að gera. Kyndingar voru fastar og stíflaðar eftir kyrrstöðuna. En erfiðast var að finna vatnsbólið og koma vatninu heim. Oft mátti litlu muna að allt frysi í höndum okkar, þegar hann blés hraustlega á norð- austan og frost kannski talsvert. Ég held nú samt að það hafi orðið mér mesta raunin þegar vatnsdælan var sprungin, þegar átti að tengja hana við vatnskerfið. Þetta átti sér stað stuttu eftir að staðurinn fékk rafmagn frá Rafmagnsveitum ríkis- ins. Staðurinn var að eignast sitt fyrsta neysluvatnstæki Ég tók dæluna sundur og sagði einum piltanna að fara með brotin niður á Akranes og finna þar Skógar- mann sem ég vissi að var nemi þar í smiðju. Sá átti að sjóða brotin saman eða fá góðan suðumann til þess. Eftir marga klukkutíma kom piltur aftur með stykkið saman soðið og meira að segja vel volgt úr glóðinni sem það var látíð kólna í eftir suðuna. Nú hófst nokkurra tíma vinna við að sverfa stykkið til og koma dælunni saman. Það hafðist og dælan skilaði með sóma sínu hlutverki. Á skólamóti um bænadagana. Oft er mikill snjór og kuldi sem gerir undirbúning erflðan. E 'itt sinn kom ekkert vatn í vantsbólið. Við vorum búnir að grafa okkur í gegnum snjóskaflinn og loka frárennslinu svo að vatnið safnaðist fyrir í vatnsbólínu — en það hækkað ekkert. Þegar betur var að gáð hafði vatnið grafið undan stíflunni. Hvað átti nú að gera? Jörð var öll gaddfreðin undir snjó. Vegna ófærðar hafði ég sett farang- urinn í óvenjumarga strigapoka. Við tókum nú þessa poka og fórum með þá út í íþróttahús. Þar var sandur geymdur í tunnum og var hann alveg ófrosinn. Var honum nú mokað í pokana og í þá látið eins og hver gat borið. Við drösluðum þeim síðan yfir snjóskaflana út að vatnsbólinu. Ég man að það var löng leið. Sandpokun- um tróðum við svo niður með stífl- unni og undir hana. Þetta bar þann árangur að vatnsbólið fylltist. — Oft hefur nú verið liðið á nóttina þegar þessum störfum hefur verið lokið, þótt dagurinn hafi verið tekinn snemma. L 'esandi góður, þetta er engin skemmtisaga. Þetta er aðeins bak- hliðin á þessu umfangsmikla starfi sem þarna fer fram. Skálinn elsti í Vatnaskógi var reistur sem sumar- búðaskáli til notkunar yfir besta tíma sumarsins. Hann var því hvergi í stakk búinn til notkunar að vetrarlagi. Með byggingum sem síðar hafa verið reistar hefur þetta mikið lagast. Nú er staðurinn hitaður upp með rafmagni. Frárennsliskerfið hefur allt verið endurnýjað og aðeins er eftir lokaspretturinn við neysluvatnskerf- ið. En staðurinn þarfnast vinnufúsra handa svo að hann geti gegnt hlut- verki sínu. Nú á seinni árum hef ég verið uppfrá um mótsdagana. Alltaf eru nóg verkefni sem huga þarf að þessa daga sem aðra, þá er maður er á staðnum. Það er gott að vera þarna með unga fólkinu og heyra það syngja Drottni lof og dýrð og vitna um Drottinn sinn og frelsara. Þetta er mjög stór og fríður hópur sem við bindum miklar vonir við. Því er dapurlegt til þess að vita hvað margt af þessu fólki stansar stutt í félögunum. Hvað veldur? Náði fagnaðarerindið aldrei til hjartans? Þegar ég hef getað komið því við hef ég farið á skírdagskvöld í messu og til altaris ýmist á Saurbæ eða á Leirá. Það er gott að koma eftir langan vetur í notalegu sveitakirkj- urnar og hitta að lokinni messunni þetta góða fólk sem í sveitunum býr og er starfinu í Vatnaskógi mikil hjálp- arhella og velunnarar. Fljótlega eftir páskahátíðina hefst undirbúningur fyrir sumarstarfið í Vatnaskógi. Það er æði mikil vinna að koma öllu þar í lag svo að allt sé á sínum stað þegar fyrsti dvalarflokk- urinn kemur í lok maí. Þótt ég kunni vel að meta friðinn og kyrrðina í Vatnaskógi vor og haust, þá nýtur staðurinn sín best þegar hann iðar allur af lífi drengjanna — því að Vatnaskógur er íslenskri æsku af Guði gefinn. Séra Friðrik vígði staðinn íslenskri æsku qg megi svo vera í lengd og bráð — Gleðilega páskahátíð! Á föstu 1985 Sverrir Axelsson. 14

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.