Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1988, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.03.1988, Blaðsíða 6
Páskarnir eru kallaðir sigurhátíð. í tilefni þeirra er umfjöllunarefnið í BRENNIDEPLI að þessi sinni SIGUR. Upprisa Jesú felur ísér sigur yfir synd og dauða. Sá sem trúir á hann eignast hlutdeild íþeim sigri og getur því lifað sigrandi lífi í heimi þjáningar, syndar og dauða. Það er Guðsemgefur sigurinn fyrir son sinn Jesúm Krist. Æ 1 i 5j 4j/i hnÆ Sr. Lárus Halldórsson. Sr. Lárus Halldórsson: Höldum lífsins hátíð nú! „Kristur er upprisinn!“ „Kristur er sannarlega upprisinn!“ Þetta er ekki einungis ævaforn páskakveðja heldur í raun og veru sigursöngur kristinnar trúar á öllum tímum, í hverju landi þar sem trúað er á Jesú Krist. Kristnir páskar eru það sem tekið er mið af. An trúarinnar á upprisu Drottins hefðum við, sem síðar komum til sögunnar, aldrei neitt um þetta heyrt. Lærisveinar í felum hefðu aldrei kom- ið fram í dagsljósið. Sá Jesús, sem dó á krossi, hefði verið strikaður út - afgreiddur þrátt fyrir fögur orð og mikil kraftaverk. Enginn fer að boða trú á liðið lík. Upprisinn andi? Allir geta verið sammála um að gildi upprisunnar er mikið því að Jes- ús er algert einsdæmi ef hann reis upp. Hér er alls ekki verið að ræða um lík- amlega endurvakningu til þessa lífs og ekki heldur upprisinn anda heldur er upprisa Jesú boðuð sem sigur yfir dauðanum og upphaf algerlega nýrrar tilveru. Við þekkjum engan annari með þessa reynslu. Einn elsti vitnisburður, sem skráð- ur er um upprisu Jesú, er frásögn Páls postula í 15. kapítula Fyrra Korintu- bréfs þar sem hann telur upp marga votta að upprisuviðburðinum. Hér var um að ræða samtíðarfólk Páls, fjölda- sannanir þeirra, sem enn voru margir á lífi, og því vandséð hvernig hann eða aðrir hefðu getað hallað réttu máli í frásögnum sínum um þá. En Páll segir einnig skýrt og skorin- ort að án þessa viðburðar sé trúin ónýt og boðun hennar gagnslaus og endar svo á fullyrðingu sent einnig er í sam- ræmi við hans eigin reynslu: „En nú er Kristur upprisinn!“ Út frá því ersíðan miðað. Hér getum við alveg horft framhjá því að kristniboðinn Páll veit vel um hugmyndir grískrar menningar um líf eftir dauðann og er alls ekki að reyna að sætta slík sjónarmið við boðun hans sjálfs. En svo virðist sem vanga- veltur af líku tagi hafi hvað eftir annað

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.